Tuesday, January 25, 2011

Desember og rétt framyfir nýjár



Jæja. Loksins komið að því. Ætlað fórna mér í þetta verkefni bara. Enn og aftur byrja ég á því að segja að þetta verður mjög langt...verð nú bara í alvörunni hissa ef einhver er að lesa þetta hahaha en ég er bara þannig að ég vil frekar gera þetta almennilega, taka minn tíma og fara kannski full náið í hlutina, en ég meina fólk les bara eins og það nennir(ágætt fyrir fólk sem er andvaka hehe), OG  minni á það að spurningar og athugasemdir eru vel þegnar til að ég viti líka hvað vantar í þessar færslur mínar.
            Það er allt gott að frétta af mér hér í Mexíkó, alltaf nóg af fólki til að kynnast, nóg af hlutum til að gera (nýjum sem gömlum), en mér líður eins og ég þekki þetta allt núna og viti alveg hvernig allt eigi að vera gert í sambandi við rotary og svona. Auk þess eru þetta bara æðislegir
sumardagar í röðum. Man ekki hvenar ég var í rigningu síðast til dæmis..himininn er aldrei gráleitur af skýjum eins og á Íslandi í rigningardögunum (þó hann var ansi grár af mengun í Mexíkóborg en það er annar handleggur), það er aldrei ennþá myrkur þegar ég er á leiðinni í skólann á morgnana fyrir klukkan 7, og það er það fínt veður á kvöldin að við borðum oft úti og spjöllum (hjá nýju fjölskyldunni). Maður er aldrei að flýta sér, alltaf nægur tími til alls, ekki sami æsingur í mönnum og þessi sem alltaf virðist vera heima fyrir-og ég er alveg löngu búin að smitast vel af þessu og allt í einu er ég með þolinmæði sem aldrei kom fram á Íslandi-en NB að það þýðir þó ekki að fólk ‘geti’ ekki verið stundvíst, ef það er eitthvað í sambandi við vinnu eða skóla osfrv er flest folk stundvíst, en bara svona yfirhöfuð ekki í jafn miklum flýti. Fólkið er yfirhöfuð lífsglatt hérna og ánægt bara. Ég þarf aldrei (fæ aldrei hah) að opna hurð né halda á einhverju ef vinir mínir (karlkyns) eru einhvers staðar nálægt! Æðislegur matur, frábært úrval af ávöxtum en ég mun sakna þess að fá mér ferskar kókoshnetur og ég veit ekki hvað og hvað…Við skiptinemarnir erum strax að stressast yfir því að við erum strax búin að vera helming dvalarinnar een það gerir það bara að verkum að maður er meira að hugsa um að njóta sín hér J
            Hér á eftir koma hinir og þessir punktar um undanfarna daga og vikur, en reyni að setja þetta þannig upp að fólk geti bara skrollað og lesið það sem vekur áhuga haha. Ég las margar færslur í dagbókinni góðu þannig að þetta kæmi betur aftur til mín J ættuð að geta elt stóru orðin til að sjá hvað er merkilegt osfrv

Desember leið frekar mikið öðruvísi en mánuðurnir á undan. Við hættum í spænskutímum í nóvember (er enn ekki búin að fá útúr loka prófinu mínu!) en þar sem að við Johann forum strax til Guadalajara og var almennt eitthvað mikið í gangi fann maður ekki fyrir það miklum mun strax. En í síðustu viku Nóvember hætti ég svo í skólanum líka (þar sem að lokaprófin voru byrjuð) og þá hætti maður allt í einu að hitta fólk daglega ! Ég var samt dugleg og sneri sólarhringnum ekkert við strax, byrjaði á fullu í boxi sem er það nálægt exhúsinu mínu að ég skokkaði bara þangað og heim og minnsta mál. Allir hressir í gymminu og ánægð að þekkja nógu vel til í þessu til að geta nýtt mér það að hafa boxpúða inni hjá mér núna J Á afmælisdaginn hans Hjalta kom nýr meðlimur í fjölskylduna sem var hundurinn Donna. Skrýtin tík bara..okkur kom ekkert allt of vel saman, fyrst hrædd við ALLT en er svo farin að spretta útum allt og þó hún viti að hún megi ekkert pissa inni er það það fyrsta sem hún gerir þegar  henni er aftur hleypt inn…Brian var líka heima meiri hluta desember, svona yfir hátíðarnar. Mestallan desember var síðan svona ‘ferða-tívolí-eitthvað’ þar sem að er auk þess fólk að sýna alls konar hluti sem það er að selja, gera hvort sem það eru dýr, matur, hlutir eða bara það sem þér dettur í hug. Ég sá náttúrulega bara ekki sólina fyrir stærsta tækinu og gat ekki annað en farið! Var himinlifandi þegar einn frændi minn sem var að hjálpa systur sinni með eina svona ‘sýningu’ sagði mér að hann hafði alltaf verið að leita af einhverjum til að fara með sér þannig að við skelltum okkur saman! Alltaf er þetta æðislegt adrenalín sem kemur! Jólaundirbúningur í desember var heldur dapur í heild. Hátíðarnar hér eru ekki jafn mikilvægar fyrir mexíkönum og fyrir íslendingum yfirhöfuð – þetta er meira bara tími fyrir verslanir og fyrirtæki að setja upp risa auglýsingar fyrir hitt og þetta en að fólkið sjálft sé eitthvað mikið að pæla í þessu – enda er veturinn þeirra bara voða þægilegur og fínn miðað við hvað það getur verið erfitt að reyna að komast í gegnum hann á Íslandi stundum, svona allavega haustönnina. Sett var upp jólatré (eitthvað var ég búin að nefna það í síðustu færslu)og við skreyttum aðeins niðri – sem og ég skreytti herbergið eins og ég gat með jóladóti sem ég fékk að heiman og músastigum sem ég bjó til, en þessi jólapakki sem kom á réttum tíma bjargaði mínum jólum, það er alveg á hreinu. Ég bakaði eina uppskrift af smákökum sem heppnuðust svona eiginlega en var æði að fá þær samt. Var dugleg að æfa árlegu íslensku jólasálmana á píanóið sem mér fannst líka æðislegt! Kom hátíðinni í blóðið.Ég var líka dugleg við að horfa á hinar og þessar jólamyndir þetta árið sem var bara þægilegt eftir langa boxtíma..Annars fór ég á nokkrar jólasamkomur hér: helgileikurinn settur upp í barnaskóla (hér er venjan að færa hann í annan búning – ekki alltaf bara alveg eins (eins og gert er heima)) með sætum púns(með ávöxtum og fínerí) og tortillum steiktum og baðað upp úr sýrópi (bragðaðist ALVEG eins og laufabrauð í sýrópi hvernig sem það mundi smakkast, án feita bragðsins) (bara dæmi um eitthvað jóla-matartengdarhefðir héðan); jólaskemmtun í skólanum sem voru eins og litlu jólin í flataskóla án pakkaskiptanna en með DJ að blasta nýjustu partý og klúbbatónlistinni...; og svo jólaboð fjölskyldunnar allrar. Það var haldið í húsinu okkar og bara voða fínt J borðuðum úti, en svo er venjan hjá þeim að allir gefa einum gjöf – en það er bannað að segja frá – þannig að þeim var öllum svo safnað saman á borð fyrir utan og síðan átti einn og einn að taka upp gjöfina sína, og byrja á því að lýsa persónunni sem þeir eru að gefa gjöf þangað til að það er orðið ljóst. Þetta er voða sæt hefð en eini pakkinn sem þau fá fyrir utan gjafanna innan nánustu fjölskyldunnar – og þá gefa systkini varla milli sín, vinir gefa ekki hvor öðrum og auk þess fá mjög margir jólagjöfina frá foreldrunum einhvern tíman fyrirfram á árinu – hversu glatað hahah. Jólin eru nú bara einfaldlega best með sér og sínum heima á Íslandi. Ég held að ég sé nú þegar búin að segja flestum  hvernig jólin voru hjá mér hérna úti þannig ég fer bara fljótt í það hér. Ég var nú bara orðin spennt og bjartsýn alla daga fram að aðfangadag...Ég náði góðri skype-stund með familíunni um morguninn (deginum þeirra) sem var voða fínt J Fór í leyniferð í Wal-Mart og keypti jólagjafirnar og pakkaði þeim inn. Svo fórum við út að borða á kínverskan veitingastað svona í kringum 5 leytið. Allan daginn varð mér síðan hugsað heim hvað þau væru nú að gera einmitt á þessari stundu..
Komum heim akkúrat nægilega snemma til þess að ég gæti skellt mér í jólakjólinn, náð mér í möndlugraut sem hún Cecy(exmamma) var svo almennileg að gera að minni ósk fyrir þennan dag, og setja hátíðlegustu tónlistina sem ég átti í gang á slaginu 6. Sat ein niðri í borðstofu að reyna að gera sem best úr bara..fjölskyldan kom svo á skype-ið 10 mínútum seinna og það var frábært að fá að heyra í þeim og opna nokkrar gjafir til að reyna að láta manni líða betur. Jólaboðið hér var nú ekki fyrr en um hálf 11 leytið og var ég í mínu fínasta – en það var alls ekkert þannig hjá öllum, einhverjir bara kátir í gallabuxum en hvað um það. Borðað var á mismunandi tímum, af pappadiskum með plasthnífapör, niðurskorinn hrygg og kalkúna auk afgangspasta frá jólaboðinu um daginn. Þetta var bara með eitt af erfiðari dögum lífs míns ætla ég að leyfa mér að segja. En það var nú bara þessi dagur. Hef aldrei grátið jafn mikið á sólarhring. Á jóladag svaf ég síðan bara lengi, fjölskylda Aaróns (expabba) kom við í heimsókn (aðfangadagur var hjá fjölsk Cecy) en hresstist svo aðeins um kvöldið þegar við fórum á disney skautasýningu þar sem hvaða mynd á fætur annarri var sett upp frábærlega miðað við gæði aðstæðna! (má þá nefna toy story, aladdín, grease og mjallhvít) EN jájájájájá Ferðir sem voru farnar á þessum tíma voru ekki af verri endanum! Fyrsta ferðin var með klúbbi Rotaract Navolato til Navolato (navoyork hah), en fengum far með þeim og sátum aftan á pallbíl eins og venjulegt er haha. En í Navolato er vægast sagt lítil lögreglugæsla og talinn frekar hættulegur staður þannig séð. Hins vegar er hann mjög lítill, en byggðin kom til vegna sykurverksmiðju. Við vorum þarna til komin útaf einhverjum viðburði rótarí til kynningar skiptinemaprógramsins og vorum öll í jökkunum okkar og allir með sína bása með löndunum sínum! Ég tók með bæklinga og íslenska fótboltalandsliðsbúninginn en fannst alveg fyndið að þau gerðu svona smá plaköt með einhverju sérstöku frá hverju landi(eiffel turninn, carnival-in og jesú styttan frá brasilíu oþh) en það eina sem var af íslandi (fyrir utan kort) voru litlir ljótir torfbæir! Hahah ok ein mynd af jökulsárlóni reyndar. Fórum svo eftir fjölmargar myndatökur og eiginhandaáritanir að fá okkur að borða á kínverskum/sushi restaurant sem var bara fíntJ Þá fór ég með Rocksteady Times (fjölmenna hljómsveitin sem ég fæ að æfa með og spila J) til ‘töfrabæjarins’ el Fuerte en það var bara frábær ferð! Fannst æðislegt að kynnast þeim betur og þessi bær er æði! Vorum á ótrúlega sætu hóteli (MEÐ BESTU RUGGUSTÓLUM Í HEIMI) og fórum í mat heim til eins bæjarbúa í ceviche (alveg í uuuuppáhaldi héðan) en svo fórum við líka í göngutúr meðfram ánni þar sem einn stakk sér bara útí! Bærinn er fallegur, litríkur og rólegur með ótrúlega hæfilegt veður J . Skýrður eftir virkinu sem er efst á hæðinni og er í hópi ‘töfrabæjanna’ sem þýðir bara að þetta sé staður sem að vert er að sjá í rauninni. Við spiluðum svo fyrir bæjarbúa á torginu þeirra við hlið kirkjunnar, ráðhússins og bæjargarðsins og var okkur bara vel tekið. Um kvöldið vorum við svo bara úti við ána í rólegheitum og spjallandi, og bættist svo söngur við þegar menn drógu fram harmonikkurnar og gítarinn! Æðislegt kvöld og ferð bara í heild! Þriðja og stærsta eða fyrirferðamesta ferðin var sú til D.F. í Mexíkóborg. Ég gat nú bara ekki valið ferðina á betri tíma og er bara svo himinlifandi með þessa ákvörðun, frábært til að koma huganum annað. Auk þess var Herta líka þar yfir áramótin þannig að við náðum að hittast *<:D. Hún Rocíó kom að sækja mig á flugvöllinn, en það fyrsta sem ég sá þegar þaðan var farið var stóra mengunarskýið sem hékk yfir borginni! Það búa 20 milljónir manna á þessu svæði en ég var samt ekki búin að gera mér grein fyrir þessu! Mexíkóborg er líka mun meiri stórborg en ég hélt – alls staðar eru hraðbrautir (þó á 2.hæð sem er nokkuð nett) – en ég hélt að hún ætti meira af sætum krúttlegum göngugötum...hafði ekki alveg hugsað dæmið til enda..En Rocío og fjölskyldan er bara ein indælasta fjölskylda sem ég hef hitt! Þau eru algjör æði og strákarnir þeirra algjörar dúllur! – og ekki má gleyma hundinum, sem er besti hundur sem ég hef kynnst í Mexíkó. Það sem við gerðum kemur bara í lista, en það eru komnar myndir frá ferðinni (og í raun öllu sem er í þessu bloggi þannig ég ætla ekki að setja inn myndir neitt núna)
-      - við fórum í hverfi sem kallast Coyoacán (kennt við úlfa) og röltum um og fengum okkur elote og Rocíó gaf mér þessa fínu peysu!! Um kvöldið var svo farið upp í WTC og horft yfir borgina í náttmyrkrinu, óóótrúlega endalaust stór!
-      - Matias fannst mér nú koma mér á fætur frekar seint klukkan hálf 10..hahah en þann daginn var svo haldið til Píramídanna, sem var ekkert smá flott! Fengum okkur guide, keyptum hatta, klifum stóra píramídann, fórum inn í aðrar rústir af öðrum sem var byggður svona undir jörðinni. Fórum svo á annan stað til að skoða muni og drykki frá svæðinuJ
Um kvöldið var síðan kynnst traffíkinni (ooj barastaa!) vorum 2 tíma á leiðinnni í miðbæinn (hreyfðumst 10 cm á minutu) og vorum síðan bara stutt í bænum útaf öllu fólkinu og þá var bara alveg eins heim!
-       -  Þá var haldið á stóra fornleifafræðisafnið sem var mjög áhugavert! Endalaust af hlutum og ég lærði líka helling – en ólíkt venjulega þá las ég mun meira um hlutina í stað þess að horfa bara og skoða hvað mér finnst flott. Fannst líka alveg magnað í öllu þessu hvað teiknimyndin El Dorado er bara ótrúlega góð kennsla um hvernig þetta var! Hún inniheldur ALLT !
Fórum svo í kvöldið í hverfi sem heitir Santa Fe, en það er svona ríkasta hverfið – fullt af skýjakljúfum oþh.
-      - Daginn eftir hitti ég svo Hertu en við skruppum um borð í einhverja báta og í garð þarna rétt hjá og í hjólabíl og hjólabát! Við töluðum alveg eendalaust (fékk samviskubit þar sem að þau hin skildu nú ekkert) en þetta var æðislegt! Samt leið mér hálfskringilega..eins og ég væri bara að hugsa upphátt eða eitthvað hahaha. Síðan fórum við í annað svona sætt hverfi sem heiri SanAngel og um kvöldið voru bakaðar myndakökur með strákunum :D
-      - Á Gamlársdag var farið til bæjar sem heitir Cuernavaca og er svona staður þar sem fólk á ‘helgarhús’. Alltaf gott veður og góður mórall. Fórum á hótel að sækja fólk sem þar var og eyddum deginum í sundlauginni þar J Ég las helling og svo var spilað um kvöldið, var svolítill sumarbústaðarandi yfir þessu þar sem við vorum mörg – fjölskylda Rocío (eiginmaður og 2 strákar), systir hennar og fjölsk (eins) og síðan bróðir hennar og fjölsk (eiga lítið barn) og móðir þeirra. Fannst frábært að fá að hringja heim síðan rétt eftir miðnætti Íslands, en var auk þess mjög ánægð hvað mér tókst alveg að gleyma mér þennan dag, var mjög ólíkt aðfangadag!
-      - Á nýjársdag hélt ég svo í veislu til fjölskyldu Hertu en það var bara meiriháttar fjör! Johann (þýskaland) kom líka við sem var bara fínt J
-       Næsta dag var síðan haldið í últramegatívolíið 6flags en sú ferð var bara fyndin J enduðum á því að koma heim í nýjum buxum þar sem að við höfðum gegnvætt okkur á kolröngum tíma!
-      - Daginn eftir sváfum við íslensku til klukkan að verða fjögur en eitthvað fann ég að að ég væri nú að verða veik, og fór því ekki með á flugvöllinn til að kveðja systur Rocío og fjölsk(búa í englandi, buðu mér í Au Pair hvenar sem ég vildi!) heldur varð eftir í húsinu og svaf...
-       Síðan var bara komið að heimför daginn eftir og var frekar leiðinlegt vesen á flugvellinum en hvaaað um það.

Þetta á nú að vera yfirdrifið nóg eins og venjulega, en ég kom ekki nærrum þvi öllu fyrir þannig að næsta blogg (sem kemur þá eftir Guadalajara, en er að fara núna á fimmtudaginn) verður líklega líka svona yfirdrifið..). Elska og sakna ykkar alveg endalaust og hlakka svo til að sjá ykkur !
xoxo

7 comments:

  1. Vááá, ekkert smá sem ég var ánægð að sjá þetta líka fína blogg! Þó ég hafi verið búin að heyra mest af þessu þá er samt gaman að fá svona heildaryfirlit ... þó ég viti að þú getir auðvitað ekki sagt frá öllu =) Frábær hugmynd að hafa stærra letur inn á milli fyrir svona lykilorð!! Ég er samt rosa forvitin að vita hvort þú hafir eitthvað getað farið á fótboltaæfingu? ... gleymdi að spyrja að því í gær. Svo þarf ég að muna að senda þér lykilorðið fyrir Innu og Námsnetið svo þú getir byrjað að kíkja á fjarnámið, við þurfum að ákveða fljótlega hvort þú tekur báða kúrsana eða bara annan og þá hvorn. Góða ferð til G og mundu að fara áfram jafnvarlega þó þú sért orðin heimavanari þarna úti ... Ástarkveðjur og knús, mamma

    ReplyDelete
  2. mín bara búin að læra að gera stóra stafi á blogginu! flottust.
    fyndið að Donna skyldi koma akkurat á afmælinu hans Hjalta! :)
    Afhverju ertu alltaf að skrifa J ?
    trúi ekki að þið hafið borðað kínverskst á jólunum. hversu rangt er það?
    ókei næs var bara "mikki öðru sinni á jólanótt"-stemning á jólaskautasýningunni? :)
    ég er komin að "ferðir" tíminn minn er byrjaður... klára seinna :)

    ReplyDelete
  3. framhald af kommenti:
    hverjum varstu að gefa eiginhandaráritanir stjarnan þín?
    hvað er WTC? ekki þó world trade center...

    hvað ertu að fara að gera í Guadalajara í þetta skiptið? hlakka til næsta bloggs :)

    ReplyDelete
  4. Mamma: neib, ætlað koma því í gang eftir Guadalajara, enda ágætt þar sem við erum ekki að fara til los cabos :(
    Dagný: hahahah whaat veit ekki hvernig þessi J komust þangað en fæn... já, nei bara létt grín, voru allir þarna sem vildu fá nöfnin okkar og facebook og ég veit ekki hvað í þessum bæ..eitthvað vorum við merkileg allavega ;) gott egó boozt svona. En júb upp í world trade center í DF :) ooog ég er að fara á whitest boy alive tónleika og svo bara heimsækja vini okkar :) eru með betri vinum okkar, en núna bættist Julia við í hópinn og við ætlum bara að halda áfram að túristast líka eins og síðast!

    ReplyDelete
  5. Heyrðu vá hvað var gaman að lesa þetta Eyrún mín, frábært að fá smá innsýn í hvernig lífið hefur verið hjá þér undanfarnar vikur og gaman að lesa um hvernig mexíkóbúar eru (rólegir, lífsglaðir séntilmenn).
    Ég skil vel að jólin hafi verið svolítið erfið fyrir þig, en samt ný upplifun og viðbót í minningabankann. Auðvitað vill maður alltaf vera með sínum nánustu á jólunum. Frábært hjá Cecy að elda grjónagraut fyrir þig.
    Frábært að heyra um ferðalögin þín sem greinilega voru mikið ævintýri, engin smá hljómsveit sem þú varst að spila með og þið bara orðin fræg! Gaman að heyra hvað Mexíkóborgarferðin var vel heppnuð og að þú áttir skemmtileg áramót. Ég get nú vel skilið að þið Herta hafið talað mikið þegar þið loksins hittuð einhvern annan sem talaði ástkæra móðurmálið.

    Hlakka bara til að lesa næsta blogg!
    Ástar og saknaðarkveðja,
    Hófí

    ReplyDelete
  6. Elsku Eyrún mín takk fyrir þetta langþráða og skemmtilega blogg. Algjörlega sammála síðasta ræðumanni þ.e. því sem Hófí commenteraði á skrifin þín. Mjög gaman að skoða myndirnar úr hljómsveitarferðinni og mexíkóskri tjaldútilegu, mikið verður þú orðin 'forfrömuð' (trúlega gömul dönskusletta) þegar þú kemur heim. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og mikil tilhlökkun að fá þig heim til okkar allra sem elskum þig líka svo mikið. Ástarkveðjur frá okkur afa

    ReplyDelete
  7. Elsku Eyrún, frábært að lesa bloggið þitt. Hlakka til að fá framhaldið.

    ReplyDelete