Monday, February 28, 2011

smá bara frá deginum í gær og deginum þar áður



Ég er í ótrúlegum lúxus. Sit úti í hengirúmi á bikiniinu með Elliott Smith á fóninum og varð hugsað til ykkar.  Erum í stóru flottu húsi uppi á hæð rétt fyrir ofan ströndina, með aðstoðarfólk á vinstri hönd og pálmatrén og sjóinn á þeirri hægri. Komum hingað í gær (ég, gömlu, viola og síðan systir pabba og vinur melissu sem á húsið) og byrjuðum á því að spjalla aðeins í sólbaði fyrir ofan sundlaugina, borðuðum gúrm mexíkanska smárétti en ákváðum síðan að hoppa uppá lítinn bát að skoða höfrungana sem eru hérna rétt hjá. Var æðislegt. Veðrið hefði ekki getað verið betra, og sólin settist þegar við sigldum að stórum flokk pelíkana sem hófu sig til flugs. Altata (ströndin, hér eiga líka foreldrar hostpabba hús sem að við förum oft í, síðast síðustu helgi og hélt ég áfram í kite-surf tímunum mínum J!)  liggur ekki beint að opnu hafi, en það er skagi sem liggur í svona km fjarlægð beint framan af ströndinni, en þetta er bara skagi þannig við fórum semsagt út úr þessum flóa sem skaginn myndar (hér eru aldrei neinar öldur að viti) þar sem að var bara beint út að opnu hafi. Komum svo við á enda skagans, og óóótrúlegt skelja úrval! Við Viola njóttum okkar vel þarna, og gamla steinasöfnunargenið mitt vaknaði…
Fékk síðan gott högg í andlitið í gær þegar ég nefndi það hvað þið fjölskyldan væruð núna í árlegu skíðaferðinni og var eitthvað að vera öfundsjúk..Viola gapti bara og sagði Eyrún! Þú ert í lúxus húsi á ströndi, við vorum að enda við að skoða höfrunga úti, erum að borða ótrúlega góðan mat…hvað viltu meira?! Vandróó..
þar sem að við stigum úr bátnum og fórum að velja skeljar, þetta eru foreldrar minir til vinstri, ég og Viola. mjög góð fjölskylda!

Við Viola höfðum líka tekið með harmonikku (sem ég er með í láni í augnablikinu) og gítar og sáum að okkur að spila um kvöldið. Alveg magnað hversu margar stjörnur maður sér hér líka, þar sem að maður er langt frá einhverri borg..
En nú hef ég varla látið vita af mér frá því í byrjun janúar, og þá var ég meiraðsegja komin í mínus.  Ætla samt bara að klára þessa helgi snöggvast til að setja eitthvað inn og ég reyni að klára hitt barafljótlega.
Í gær þá fórum við Viola fyrr en gömlu af því við höfðum einhverju að sinna í bænum. Fengum við því far hjá foreldrum hostpabba þar sem að þau fara alltaf svo snemma (voru í hinu húsinu). Það ætla ég líklegast ekkert að gera aftur en við viola vorum ágætlega hræddar í bílnum hjá ömmu! Þegar heim var komið þá heyrði ég í Rodolfo vini mínum og við fórum að æfa að spila heima hjá honum, erum að spila ýmis lög í frönskum stíl..þeas hann spilar á harmonikku og ég á sax, og erum m.a. að spila lög úr amelie og svoleiðis. Svo kom annar vinur, Gil, óvænt í heimsókn og var með ukulele-ið sitt þannig hann slóst í hópinn og vð fórum niður í bæ að spila. Enduðum á almenningsgarðinum niðri við ána rétt hjá mollinu og tókst að græða svona tvöogfimm + frítt nudd á staðnum fyrir þessa tæpa 2 tima sem við vorum! Nokkuð fínt bara. Seinna um kvöldið fórum við svo á besta kaffihúsið í bænum, Marimbu og hittum fleiri vini þar. Frábær helgi!
verst að það séu samt ekki til neinar myndir af okkur að spila.
Mjög típísk helgi í Altata helgina áður, í húsi foreldra hostpabba. Fer eiginlega í hvert einasta sinn í kite-tíma, síðast var ég að láta hann draga mig í vatninu útum allt hah

Náttúrulega heitt vatn! hahah. samt alveg magnað, botninn er bara risa stór grjót og vatnið kemur bara..upp úr jörðinni. En það er náttúrulega engin útiaðstaða hér án þaks.

5 comments:

  1. Frábært að heyra hvað helgin var fín hjá þér og veðrið súper gott. Æðislegt að sjá höfrunga og þú verður orðin þokkalega flink eftir alla kite-tímana!

    Knús til þín,
    Hófí

    ReplyDelete
  2. lúxuspía!
    ég þrái sól og hita!
    hlakka til að sjá myndir og lesa meira blogg bráðum :)

    ReplyDelete
  3. Jahérna, hljómar alltsaman ótrúlega vel og Viola hafði klárlega rétt fyrir sér!! Það verða (að öllum líkindum) margar fleiri skíðaferðir hjá okkur en þú þarft að muna að njóta hvers dags ... líka þeirra sem eru kannski ekki alveg SVONA æðislegir =) Manni finnst nú eiginlega lífið þarna í Mexíkó hljóma mun auðveldara en hér og fólk hafa meiri tíma til að láta sér líða vel og leika sér. En kannski er þetta ekki alveg svona "venjulegt" líf sem þú ert að kynnast heldur fólk sem hefur það ansi gott ... ég veit ekki ... og Ísland er líka æðislegt, nú er ég t.d. að horfa á ofboðslega flottar myndir héðan og þaðan af landinu okkar í sjónvarpinu =) Risaknús og kossar, mamma

    ReplyDelete
  4. Gaman að heyra af þér mín kæra og að allt er svona skemmtilegt og bara luxus líf hjá þér, hvernig ert þú í fætinum út af ígulkerinu? hefurðu getað reddað þeim frekar í fótboltanum það var ekki leiðinlegt að skora 3 mörk í fyrsta leiknum. Kossar og knús frá ömmu ga

    ReplyDelete
  5. einum of ævintýralegt! ekkert smá flott efsta strandarmynin líka, átt pottþétt eftir að halda mikið uppá hana í framtíðinni :)
    er mjög oft hugsað til þín og verður rosa gaman að hitta þig fyrr en síðar! haha´
    njóttu alls eins mikið og þú getur :D

    ReplyDelete