Wednesday, August 18, 2010

næstum því 2 vikur!

Þolinmæði er dyggð.  Vildi bara ekki blogga fyrr en ég var viss um að ég hefði nógu mikið til að segja frá J ég held það sé liðin vika frá því seinast og hefur því margt skeð og hér sit ég tilbúin uppí rúmi með finasta sleikjohringinn frá Dagnýju hehe
Btw það lytur ut fyrir að þetta verði nú ekki styttra en síðast…            og ég er samt að reyna að segja allt eins stutt og hægt er….æ þið bara finnið tíma, þið hafið þá bara meira að lesa þangað til næst!....skal ekki gera jafn nákvæmt þáJ Kann líka mjög að meta kommentin þannig endilega skrifiði eitthvað skemmtilegt ætlaði að setja inn myndir, en finn ekki snúruna og er alltof þreytt, kemur seinna minniði mig bara á það.


11/08miðvd: vaknaði og var barað tjilla eins og venjul, skruppum aðeins að vesenast í símamálum. Þar eftir fór ég og Cecy til Lucy frænku og þar voru fleiri fyrir. Ég hjálpaði til við matinn: djúpsteiktar rækjur (stórar sem eru skornar næstum í tvennt langsum og já, stórar) og kartöflumús og salat sem var rifið kál(hvítt) og gulrætur kryddað með smá mayo og lime. Þar var líka Mexico – Spánn í gangi og var horft og þvilikt svekkelsi þegar spánverjarnir jöfnuðu á lokamínútunni! Hahah
Seinna um daginn kom vinur Allens í heimsókn, Jose Pablo, en hann var í frakklandi allt síðasta ár og er hann hressJ Fórum í Forum til að fá jakka á Allen. Fórum líka á Starbucks + við gengum framhjá dýrabúð þar sem maður hélt á tarantúlu í höndinni…OJ. Þarna kom pöddufóbían í ljós og hafa þau hlegið soldið af mér síðan…en stundum koma ljótu stóru engispretturnar inn LL
um kvöldið kom svo Lucy í heimsókn með sína litlu (2 strákar, annar ekki byrjaður að tala!) til að fá gamla búninga frá Cecy og ekki hægt að segja annað en að ég og vorum orðnir ágætis vinir eftir kvöldið. Síííðan eftir að þau fóru, skruppum við út að borða á taco stað niðrí bæ, ekkert fínn en góður J rosa týpiskur hérna, og eru til milljón svona.

12/08 fimmtud: Ég og Cecy skruppum eldsnemma(en samt of seint!) út að hlaupa um morguninn. Keyrðum í jardin botanico sem er eiginlega lystigarður (?) með fullt af plöntum og einhverju til að skoða og stígum og svona. Það var hins vegar ótrúlega mikil sól og í lokin var þetta orðið rosalega erfitt bara! Tríóið (ég, Cecy og Allen, Aarón er að vinna) skrapp svo sienna um daginn í bankann. Síðan kl 5 var komið að því að taka testið í Spænskunni fyrir námskeiðið! Það var æðislegt að hitta alla hina skiptinemana, held við séum alls í kringum 12 og allir hressir og glaðir J Eftir prófið skruppum við svo í Forum(mollið ef þið vissuð ekkiJ) og forum á Inception nokkur saman J een bíómiðinn kostar hér 500 kall! Fannst líka algjör bonus að geta keypt karamellupopp hehe þegar ég kom heim fékk ég að borða hálfgerða baunasúpu…ekki beint merkilegur matur en alveg góður. Semsagt bara baunir og svo vatn eða soðið af þeim, + salsa og ostur ef þú vilt. Ég og Allen skruppum svo í OXXO (sjoppurnar sem eru alls staðar) og keyptum þar alls konar mexikóskt dót sem var sterkt en mjöög gott og ódýrt J

13/08 föstud:gerði nákvæmlega ekkert um daginn fyrir utan tjill og að borða. Ok fyrir utan eina sjoppuferð fyrir lime hah. Aarón kemur yfirleitt heim í hádegismat, en það er svona aðalmáltíðin hér, þó svo að máltíðirnar hérna eru rosalega frjálsar hvað tíma varðar. Um kvöldið var þó haldið á eiginlega ball sem var mjög gaman J einhverjir leigja sal og allir geta keypt miða J fór með Allen og tveimur vinum hans, Carlos og David, en þeir voru bara hressir, svo hittum við Jose Pablo og alla skiptinemana á staðnum J Mjög skemmtileg tónlist allt kvöldið og flottur staður! Var bara gott kvöld!

14/08 laugard: Skrapp með Allen til vina hans að spila (á hljoðf) mjög gaman og þeir voru rosa hressir, Rudolph, Gérard og Obed. Syndu mer hvað þeir voru að gera og spiluðum slatta saman og svona J fannst (áður en ég fór í skólann) samt alveg semi fyndið að eiga bara strákavini fyrir utan skiptinemana hah. Fórum á sushi stað í nágreninu sem var mjög ódýr eins og allt (16 bitar á 700 m/íste) en sushiið er aðeins öðruvísi en það sem ég þekki en gott samtJ
Ég og Allen forum svo heim til Davids um kvöldið og þangað komu fleiri vinir. Vorum bara að spjalla og svoleiðis og skruppum svo á e-ð kaffihús til að borða og svo heim. Bara rosa fínt kvöld! J

15/08 sunnd: náði í fyrsta sinn að sofa út! Og vaknaði við að það væri tilbúinn morgunmatur fyrir mig niðri J banani og epli með músli og jógúrt sem var mega gott. Skruppum svo í lunch til Bety (frænku) með allri familíunni, en einu sinni í mán hittast þau á sunnudegi í lunch. Fékk tacos (með baunum og salati) og í eftirrétt hálfgerðan möndlugraut sem var samt ekki jafn þykkur og grautarnir á ísl..æ veit ekki og e-ð mjólkurdót með einhverjum skrýtnum ávexti sem lítur út eins og vangefið avocado en bragðast eins og engifer….
Ég og Sabina (5 ára) urðum rosa góðar vinkonur eftir spænskukennslu hjá henni og leikjum með einhverjum boltum, var orðin mega vinsæl hehehehehe náði að kenna Edgari (aðeins eldri en ég, frændi) nokkra góða íslenska frasa…t.d. ég hlakka til, slaka og farðu í rassgat, sem mér finnst ennþá ótrúlega óeðlilegt að heyra hann segja í matarboðinu hahahah… Skruppum í Forum og ég fann slatta sem mig langar í ! en kortin voru e-ð að stríða mér L fann súkkulaði skittles mix og keypti mér e-ð mexíkóskt sælgæti sem eru bara dísætir ávextir í bitum með chili: það fyrsta sem mér fannst bara vont, og það fyrsta sem var dýrt! Frekar heppilegt.

16/08 mánd: svaf út! Horfði á hills og tjillaði, loksins farin að elska að geta bara slakaað J Ég þvoði þvott um morguninn! Svo var haldið í matarboð til Minu (og ykkur finnst ég stundum vera í mikið af matarboðum!) þar fékk ég mat: tortillur sem eru heilar (tortillurnar hérna eru ca 12cm í þvermál) en eins og snakk með baunum og salati og grænmeti og hálfgerðum rjómaosti! Mjöög gott. Þegar ég kom heim borðaði ég svo fyrstu brauðsneiðina mina hérna hehe en svo var komið að því að fara í spænsku tíma! Var ánægð með mig að hafa komist í betri hópinn þar og þetta var bara gaman! Erum náttúrulega bara að spjalla og kennarinn og hópurinn (erum ca 7) eru bara hressir! Fór með David og Allen um kvöldið sem var bara gaman! Fórum að ánni ofl J hins vegar fékk ég fleiri bit L

17/08 þriðjud: forum í skólann um morguninn til að ná í búninginn og vita stundatöfluna og forum svo bara heim (fékk að vita það seinna að hefði átt að vera í tímum þann daginn en það skiptir eeeeeengu). Mig langaði að gera eitthvað þennan dag þannig að úr varð að ég bakaði pizzur! Þær voru rosalega góðar, eeen voru samt hálfmisheppnaðar og sérstaklega önnur…soldið svona thick n’ crispy… svaf svo fram að spænskutímanum mínum (sem er frá 5-6 alla virka daga, út nóvember held ég) sem var fínnJ Cecy sótti mig og skutlaði mér heim, en hún var að fara í frönsku tíma! Dugnaður í henni, en bara út af því að Allen er að fara til Frakklands. Ég og David (Allen langaði að vera heima, en hann er líka semi leiður stundum útaf því að kærastan hans er í Frakklandi) fórum svo í Park sem er fyrir aftan mollið eiginlega á ánni og er rosaflottur! Hægt að leigja hjólabáta og alls konar skemmtilegt eins og David sýndi mér! Fórum í tæki sem maður er settur í ‘stól’ og tengdur við svona dót sem er á vír þvert yfir ánna, þannig að maður rennur bara yfir stóru ánna á þessum vír mjög hratt! Mjög skemmtilegt! J Hann sýndi mér svo flotta útsýnið yfir bæinn og svo þegar það var orðið dimmt fórum við að sjá dansandi gosbrunnana! Algjör snilld hahah er á litlu torgi með RISA flaggstöng og svo er spiluð tónlist meðan gosbrunnarnir breytast með litum og öllu. Horfðum á þetta 2var hahah

18/08 miðvd: Fyrsti skóladagurinn! Skólinn byrjar um 7 og var ég komin á fínum tíma. Viðurkenni nú alveg að ég var semi stressuð fyrir en þetta var bara frábært! Krakkarnir eru voða hressir, en tala varla ensku. Var bara gaman að hitta þau og kynnast fleirum. Fór í líffræði (skildi 0) og félagsfræði (varla neitt meira) og stærðfr (eru að læra það sama og ég lærði á seinustu önn hehe) og svo enska í lokin! Fannst gaman að sjá þau vera að reyna að tala og svona J og eina skiptið sem ég skildi kennarann! Fórum í leiki og allskonar bara gaman J það eru 2 frímínutur á dag, aðrar 25 og hinar 15 min. Er 2var búin 14:20, 2var 12:20 (þá bara löngu friminutur) og á föstd 11:35. Kannski vil ég samt skipta seinna og fara í frönsku tímana, en þá er ég 4 sinnum búin 14:20, treysti mér samt ekki í þá strax.
Skólabúningurinn er hvítur polobolur, grátt pils og svartir skór og hair hvítir sokkar. Hins vegar er ég núna bara í bolnum við gallab hehe en á föstd er líka frjáls klæðnaður.
 Fann út að í skólanum eru alls konar tómstundir og ég ætla pottþétt að fara í það, eftir að spænskunámskeiðið klárast því það er á sama tíma. Get þá verið í fótbolta :D og blaki (bæði 2var í viku, en margar stelpur í mínum bekk eru í blakinu). 2 skiptinemar eru í skólanum mínum, Paula frá Þýskalandi sem talar ensku ágætlega og Deborah frá Frakklandi sem ég er aðeins að strögla við að tala við því franskan virðist bara hafa horfið! Eftir skóla fór ég heim og lagði mig, fór í spænskutíma og svo á kaffihús með Cecy og vinkonum hennar, og var önnur þeirra mamma Jose Pablos hahah. Þær voru bara kátar og gaman að tala við þær, finn að ég er farin að geta skilið meira og svoleiðis J
svo er bara kominn tími á svefn! Looooksins
og endilega ef ég gleymdi að segja frá einhverju bara spurjið! Finnst gaman að svara öllu J

XXXXXXXXXXX

btw ætlaði að deila með ykkur fjölda bita núna:
á hægri fæti 21 
á vinstri 40
1 á hvorri hendi og 1 á bakinu. eeekki djók. taldi 2var.

10 comments:

  1. Ja hérna hér, þvílíkt ofurblogg :D Frábært að lesa og ótrúlega margt búið að vera í gangi hjá þér. Þessi stórfjölskylda er greinilega ótrúlega dugleg að hittast, gaman að því. Verst að mexíkósku flugurnar skuli vera svona hrifnar af þér líka ... þú veist að þær bíta mest í ljósaskiptunum. Hlakka til að sjá fleiri myndir þegar þær koma, adios, ma

    ReplyDelete
  2. Góðan daginn elsku Eyrún, ekki amalegt að vakna við svona skemmtilega frásögn af lífinu í Mexico. Allt að komast í gang hjá þér og gengur svona líka vel. Gaman að heyra hvað ýmislegt er öðruvísi en hjá okkur, en til þess var nú leikurinn gerður að fara svona langt. Hér gengur allt sinn vanagang, alltaf sól og blíða og þetta sumar ætlar að vera eitt af því allra allra besta sem maður hefur upplifað hér á suðurlandinu. Sindri ætlar með okkur afa í Glaðh á eftir, rétta afa hjálparhönd með því að vera með honum uppi í háum stigum á norðurgaflinum að festa spítum á þakbrúnina (eh sem ég vil nú helst vera laus við út af lofthræðslu) Vorum í fínum bíltúr um allt Reykjanesið í gær, buðum Þresti og Siggu (afmgj til Þrastar) kaffi og nýbakað meðlæti (nesti)á flottum drekkustað í Garðiðinum (kauptún) og enduðum á að borða á mjög fínum stað í Sandgerði veitingastaður í stóru fallegu og nýlegu bjálkahúsi. Þu virðist nú vera að falla agætlega inn í daglega lífið og koma til með að hafa nóg fyrir stafni í framtíðinni. Mér kemur upp í huga eitt skipti í vetur þegar ég var að skutla þér á milli skóla og sagði þú hefur svo mikið að gera Eyrún mín og þú svaraðir að bragði: en svona vil ég hafa það amma mín. Gott að þú ferð léttmeð tvö fögin í skólanum, enskuna og stærðfræðina hefur þá meiri tíma til að einbeita þér í hinum. Gott að allt gengur vel nema þetta með böl flugurnar en þær fá nú vonandi bráðum leið á þér. Gaman verður að sjá myndir, njóttu vel. Ástarkveðjur am og afi.

    ReplyDelete
  3. Ps. Aldeilis gott hjá þér að komast í betri hópinn í spænskunni, bara sjálfmenntuð í tæpl mán, aðeins hér heima og svo tæpl 2 vikur á staðnum, geri aðrir betur.

    ReplyDelete
  4. Það er aldeilis svaka ofurblogg hjá þér, rosa gaman að lesa þetta og hvað allt gengur vel hjá þér, þú verður orðin altalandi á spænsku um jólin með þessu framhaldi. Frábært að heyra hvað þú ert hress og jákvæð og dugleg að kynnast öllu þessu nýja fólki, stendur þig ótrúlega vel!

    Stórt knús og kossar,
    Hófí

    ReplyDelete
  5. Alveg rétt þetta með þolinmæðina Eyrún mín, en þú þarft alls ekki að vera að reyna að skrifa alltaf svona mikið í einu, það er bara gaman að smápistla oftar. Við erum svo hrikalega spennt að fylgjast með þessu öllu hjá þér.

    Kv. Hófí næstumþvífrænka!

    ReplyDelete
  6. Vá hvað það er gaman að lesa þetta :)
    (Ekki vanmeta OxxO... það er snilldar búð, finnur hana nánast á hverju götuhorni í Mexíkó :D

    ReplyDelete
  7. aaa sorry hvað ég er sein að kommenta! síðan sem sendir mér blogupdate eitthvað í ruglinu...

    en þú ert að verða rosaleg í bloggunum, alltaf betri og betri og þetta mexico ævintýri líka! LIKE á skólabúninginn haha og enn meira like á strákinn sem heitir Jose Pablo.

    Heyrist á þér að þú verðir rosa fljót að læra spænskuna, ert líka það klár í tungumálum að þú verður farin að hugsa á spænsku bráðum! :)

    En ég þarf að koma skype í lag og við þurfum að heyrast sem fyrst!! :) have fun :D

    ReplyDelete
  8. vá hvað ég er að lifa þetta allt aftur í gegnum þig! Steinar var að senda mér slóðina þín aog ég er alveg veik!
    Í hvaða skóla ertu? í hvaða hverfi áttu heima? Hjá hvaða fjölskyldu? Í hvaða klúbbi?
    Ég er með allan matinn sem þú ert að tala um á heilanum, líka baunasúpu! Bið að heilsa borginni minni! ... og knúsaðu Dr. Morales frá mér (það er rétt hjá þér, hann er fínn, og miklu meira en það)
    Esther frá Culiacan :)

    ReplyDelete
  9. er í jean piaget :D bý núna í tres rios (eini gallinn að það fer enginn strætó þangað..) veit reyndar ekki hvaða klúbbi heh en fjölskyldan mín er Sanchez og eru rosalega fín! :)
    og jájájá skila því !

    ReplyDelete
  10. Ásgerður HeimisdóttirSeptember 22, 2010 at 4:51 PM

    Elsku sæta mín!!!
    Þú ert nú meiri penninn!! Elska að lesa bloggið þitt fyrir svefninn, án gríns!
    Bara Njóttu lífsins í botn elskan og passaðu þig.. mundu svo bara að koma aftur heim svo ég geti knúsað þig!
    knús og kossar!
    Ása

    ReplyDelete