Saturday, August 7, 2010

el premier día en Culiacán!

Jæja! þá er ég loksins búin að leggjast fyrir framan tölvuna til að gera fyrsta bloggið! ætli maður byrji ekki bara á byrjuninni....og já þetta gæti orðið frekar langt þótt þetta sé bara einn dagur

Fyrsta flugið mitt var kl 5 frá Keflavík til NY. Þessi ferðasaga er nú ekki beint spennandi þannig ég segi hana bara i helstu atriðum...fyrsta flugið var ca 5 klst og gekk fínt, svaf mestallan tíman þar sem að skjárinn minn vildi ekki sýna mér nema einn family guy þátt...þá var farið á JFK þar sem þetta skýrðist fljótt og örugglega hvað ég ætti að gera, þetta gat ekki orðið vandamál :) ég beið í röðinni í check-in-ið fyrir mexico flugið mitt í klukkutíma reyndar en gat svo fengið mér sushi og eftir það frappó og muffin á starbucks! flugið frá NY til Mexico City var um 4 og hálf klst en leið ágætlega hratt. Flugvöllurinn þar er hins vegar ekki það vel merktur og ég þurfti að spyrja nokkuð oft til að vera viss um að gera rétt en það reddaðist. Smakkaði svo einhverja mexikóska pítu með grænm sem var bara góð:) síðasta flugvélin var bara næstum tóm svo það var fínt að fá heila röð fyrir sig til að sofa á.
Á endanum fann ég töskuna mína úr síðasta fluginu og gekk út, en fann ekki fjölskylduna þannig að ég hringdi en þá höfðu þau verið að bíða hinum megin á flugvellinum með skilti hahah (dúllur), Cecilia (mamman) og Allen (yngri bróðirinn) komu að sækja mig. Viðurkenni samt að mér fannst frekar ógeðslegt að sjá eina pödduna sem var þarna inni....
Það var rosa gott veður í mrg ekki heiðskýrt en mjög bjart og heitt! Ég fór strax að tala um hitann (ca31°um morguninn) og þau hlógu bara því það verður svo miklu heitara seinna um daginn, hvað þá í sólinni haha Þau eiga ágætis jeppa og búa í svona lokuðu hverfi (ein gata með hliði fremst til að komast inn) og eru húsin svipuð og á spáni (eða það eina sem ég get hugsað líkt). Þegar við vorum að keyra heim leið mér bara eins og í einhverri bíómynd bara útaf hvernig húsin og göturnar litu út hehe
Cecy sýndi mér svo um húsið og fína herbergið mitt uppi! svipað stórt og mitt heima með stórum fataskáp og svo sér baðherbergi fyrir mig! stórt rúm og er með góða loftkælingu + ágætis hljómborð!
Þau eru með píanó (svona gamalt lágt) og Allen var líka með í láni gítar, harmonikku, munnhörpu og á sjálfur microkorg þannig held að ég sé bara mjöög vel sett! auk þess að eldri bróðirinn setti upp fyrir mig sjónvarp inn til mín! alveg magnað.
Eftir að hafa sýnt mér húsið fékk ég smá að borða, og ekki nema quesidillas haha og já tortillurnar hér eru miklu betri en heima! meira mais bragð einhvern veginn. Eftir að hafa fengið smá að borða ákvað ég að leggja mig aðeins eftir ferðalagið og sagði Allen að ég mundi kannski sofa í svona klukkutíma kannski og stillti vekjaraklukkur en neeei vaknaði ekki fyrr en eftir 4 eða 5! brá samt rosalega þegar ég leit á klukkuna og hélt að ég hefði sofið alveg til um 8 um kvöldið en þá var það íslenskur tími hehe
Ég, Cecy og bræðurnir héldum þá út að borða! fórum á los acros sem er sjávarréttastaður. Ótrúlega litríkur staður. bókstaflega. ég hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvað ég átti eða væri að panta, en þessi staður hafði mikið af rækjum og svo fisk og meira. Ég valdi bara einhverjar rækjur, hafði minnstu hugmynd um hvernig þær kæmu eldaðar. Í forrétt hafði Cecy pantað fyrir okkur rétt sem er djúpsteiktir chili sem er troðinn af fiski inní. Hljómar skrýtnara heldur en það er:) en það var bara rosa gott! Samt frekar sterkt þegar að fræin komu.......
Rækjurnar mínar voru í stærri kantinum, djúpsteiktar (ekki samt jafn feitar og t.d. þú færð á nings) og búið að velta þeim í kókos eða eitthvað og bornar fram með sósum, kartöflumús og brokkolíi og gulrót. Mér fannst samt skemmtilegast þegar að ég fattaði að (eða Allen sýndi mér) að þjónninn hefði komið með heitar tortillas, og gat maður þá sett matinn sinn í og borðað þannig! mér fannst það mjög gott :) Ég var hins vegar langt frá að klára matinn en fékk hann bara með heim...ennþá skemmtilegra var þegar ég og Cecy fengum rósir þegar við vorum að fara og allir sleikjó - eeeekki leiðinlegt það!
fórum heim og svo fór ég með Cecy i supermercado (Wal mart). Keyptum fullt af ávöxtum, þ.á.m. eitthvað sem ég er ekki vön heima, eins og fersk kókoshneta og papaya og fleira. Var svo bara að koma heim :)
svo megiði endilega kommenta fyrir neðan líka ef þið viljið spurja um eitthvað :)
þangað til seinna
xx


10 comments:

  1. Elsku Eyrún mín, þetta var aldeilis frábært blogg og gott að heyra hvað þér líst vel á allt ... nema pöddurnar!! Mér heyrist að þið Allen gætuð nú bara stofnað hljómsveit! Veistu hvort það er nokkuð sundlaug í nágrenninu? Maturinn hljómaði allur ótrúlega vel og svo er ég spennt að heyra hvernig morgunmaturinn verður ;) Vonandi mun þér ganga vel að aðlaga þig að tímamismuninum. Hef fullt af spurningum en ætla að bíða með allar nema eina: skilurðu eitthvað þegar þau tala spænsku?
    Mundu eftir sólvörninni og drekktu nóg vatn :)
    Ástar- og saknaðarkveðja, mamma

    ReplyDelete
  2. Vá hvað þú ert dugleg að vera bara strax búin að skrifa blogg. Rosa gaman að lesa þetta allt saman og reyna að ímynda sér hvernig þetta er hjá þér. Gott að þér líst vel á og að ferðin gekk vel!
    Stórt knús, Hófí

    ReplyDelete
  3. Ótrúlega gaman að lesa! Ánægð með þig og þetta blogg :) Hljómar allt ótrúlega vel og fyndið hvað þau eiga mikið af hljóðfærum - eins og sniðið fyrir þig!
    Hefði samt viljað hafa þig heima aaaðeins lengur því í dag er svo mikið SUNDVEÐUR!!
    Hafðu það ótrúlega gott og vertu áfram dugleg að blogga.
    Fullt af ást - Dagný

    ReplyDelete
  4. Sæl elskan mín. Gaman að lesa bloggið þitt. Þetta hljómar allt mjög vel (nema pöddurnar og hitinn).Lúxus að hafa sér baðherbergi og öll þessi hljóðfæri hljóta að ver plús fyrir tónlistakonuna. Vona svo sannarlega að þér eigi eftir líða vel í þessu umhverfi.
    Hef trú á að þú verðir fljót að ná málinu. (þú ert svo klár) Ástar ömmu kveðjur frá ömmu je

    ReplyDelete
  5. Heyrðu þetta var svo bara ein padda! er ekki búin að sjá neinar fleiri nema kannski nokkra pinulitla maura hér og þar - mjög lítið!
    ma: þegar við vorum að keyra um í gær þá keyrðum við framhjá svona stórum garði og þau sögðu að það væri einhver sundlaug þar en veit ekki meira. Ég fékk líka í gærkvöldi hreina jógúrt með mangó(sem eru btw pinulítil hérna en roooosalega góð!), þurrkuðum bláberjum og pecanhnetum! Er strax búin að aðlagast tímamismuninum þar sem að flugin öll voru það löng þú skilur..og ég skil svona eitt og eitt orð :) en þau tala frekar skýrt, ekkert of hægt...mættu bara tala aðeins hærra hehe
    veit samt ekki hvernig þetta verður með útiveru hjá mér, það virðist vera það heitt að enginn fer út..en verð samt dugleg að bera á mig. +Allen er lika að fara að taka upp með vinum sinum áður en hann fer hahah
    DE: sundveður hjá þér? það er ALLA DAGA sundveður hér!! best samt hvað það er líka heitt um kvöldin þótt það sé dimmt!
    btw var e-ð að reyna að spurja hvort ég mætti fara út að hlaupa en er ennþá bara ekki alveg búin að gera upp við mig hverju hún svaraði..held að ég gæti mátt það um morguninn þegar það er ekki allt allt of heitt...

    ReplyDelete
  6. Elsku Eyrún mín,
    frábært að lesa bloggið þitt. Þú lýsir þessu svo vel að mér fannst ég komin til þín í smá stund ;-) Ég hlakka til að lesa framhaldið.
    Knús
    Ranna og Engiljón

    ReplyDelete
  7. váá eyrún æðislegt að þetta gekk allt svona vel og þú virðist vera hjá alveg frábærri fjölskyldu!! ekki leiðinlegt að vera með sér baðherbergi og sjónvarp.

    pinu öfund her í gangi, ekkert betra en að vakna og fara út í hitann á morgnana! ertu búin að skoða eitthvað bæinn?

    allavega hljómar þetta allt rosa vel og ég hlakka til að fara að sjá myndir! :)
    Hafðu það ótrúlega gott <3

    ReplyDelete
  8. vúhú líst vel á þessa byrjuð eyrún! :-D hljómar allt ótrúlega vel og ég sit hér á íslandi svona 100% öfundsjúk!!! en haltu svo áfram að blogga og skelltu endilega inn nokkrum myndum af staðum væri gaman að sjá :-D hafðu það ótrúlega ótrúlega gott og já sambadi við hitann ..... i am jealous

    ReplyDelete
  9. vááá hvað mér lýst vel á þetta !! eg er bara ótrúlega öfundsjúk haha, rosalega gaman að heyra hvað allt gengur vel og þetta virkar ekki lítið næs fjölskylda sem þu hefur lent hja ! :D hlakka til að lesa meira, hafðu það gott eyrún mín :)

    ReplyDelete
  10. Hæ Eyrún mín. Þetta er nú aldeilis að ganga vel hjá þér. Auðvitað komst þú í betri spænskutímann (þú manst þú ert svo klár) Eftir að hafa lesið svona mikið um matinn í Mexíkó held ég að ég fari að leita að slíkum stað hér.
    Að vera vinsæll af pöddum er genitískt þær hafa aldrei getað látið mig í friði. B vítamín hjálpar víst eitthvað. (líklega sætt blóð eða þunn húð) Flott hvað þér gengur vel að kynnast bæði krökkum og fullorðnu fólki. gaman væri að sjá mynd af þér í skólabúningnum. Ég fór í gólfmót í dag (Texas cramble)sem var gaman þrátt fyrir að ég spilaði með miklu yngra fólki sem var nú mun betra en ég í golfi. Kannski ég spili með eldri næst til að hressa upp á sjálfstraustið. Farðu varlega elskan og hafðu það sem allra best kv. amma je

    ReplyDelete