mætti í skólann eins og venjulega kl 7 (!) en á föstudögum þurfa krakkarnir ekki að vera í skólabúningunum. Sem meikar samt í rauninni ekki sens hahah. en já er búin í skólanum kl hálf 12 á föstudögum, en fékk að vita að það væri einhverskonar hátíð í skólanum eftir tímana - þar sem að flestir yrðu blautir. Það var á bakvið skólann og gat maður fengið fría frostpinna og einhvernveginn mat í glösum...hálf gerður salsa-súpu-drykkur með skinku- og gúrkubitum og mjög skrýtnu snakki sem var samt bara gott :) valdi mér hins vegar ógeðslegan frostpinna hah
þá var uppblásinn fótboltavöllur með vatni í sem var bara fjör! svo var tónlist og kennararnir gátu geymt símana manns ef maður vildi og svoleiðis :) btw ástæðan fyrir því að engar myndir eru að koma er bæði vegna þess að ég er ekki komin með millistykki fyrir hleðslutækið fyrir myndavélina, því það er fyrir uk og auk þess finn ég ekki snúruna til að tengja við tölvuna! :(
en hérna eru nokkrar frá föstudeginum sem ég stal einhversstaðar og 2 aðrar frá rigningunni sem ég sagði frá um daginn!
xx
við unnum! :)
og rigningin sjálf sést ekki einu sinni + þetta var bara byrjunin!
fann þessa einhversstaðar og ákvað að skella henni með því það er ágætis yfirsýn yfir skólastofur og búninga :)
þessi er frá jardín botanico, þeas staðurinn sem ég fór út að hlaupa í :)
þú ert best! ánægð með þetta :)
ReplyDeleteps lol á gelluna sem er eins og hún sé að fara að hnerra á skólabúningamyndinni!
ReplyDeleteÆðislegt! Endilega blogga bara oftar og minna í einu því það er svo gaman að fá að heyra eitthvað nýtt :D Skiptir ekki öllu þó eitthvað gleymist eða vanti.
ReplyDeleteFrábært að fá að sjá myndir ... gerir ekkert til þó þær séu frá öðrum :) Þú fellur bara vel inn í hópinn og til hamingju með sigurinn!
... en ertu ekki að grínast með allt þetta vatn?!?!?
Hæ mín kæra, hvenær var þetta líka ógurlega vatnsveður, er svona mikil rigning algeng á þessum slóðum. Æðislegt að sjá myndirnar, annars sammála mömmu fínt að fá bara minna og jafnara blog, við erum svo þyrst að heyra um hvernig allt gengur hjá þér, sá þig bara fyrir mér, flotta í skólabúningnum. Menningarnótt hérna í gær og eiginlega fyrsti dagurinn sem er kalt og hvasst eftir alla þessa góðu sumardaga, dálítið svekkjandi en það var þurrt og því í lagi hjá þeim sem höfðu vit á að klæða sig vel. Við afi fórum aðeins í Lækjargötuna um morguninn að kíkja á hlaupið, mamma þín hetja og hélt uppi heiðri familíunnar og líka Anton Örn, sem nær alltaf fínum tíma þegar hann hleypur þótt hann æfi lítið. Um kvöldið fórum við aftur í bæinn m.a. á tvenna tónleika, Sigurð Flosa og Gunnar Gunnarsson orgelleikara í Hallgrímskirkju og síðan í Þjóðmenningarhúsið þar var Ragnheiður Gröndal með hljómsveit sinni, bróðir hennar á trompet og Guðmundur Pétursson guitar og trommuleikari. Gaman á báðum stöðum.
ReplyDeleteKveðja og góða nótt, kl 23 hérna en trúl bara 5 síðdegis hjá þér. Mvh amma
þessar rigningar eru oft hérna! á næturnar samt, ekki á daginn. En þetta var samt aðeins öflugra en hin sem ég hafði upplifað! Ánægð með ykkur að hafa mætt um morguninn og líka með að hafa farið á tónleikana! verðið að vera enn duglegri að mæta á tónlistarviðburðina þar sem ég er farin!
ReplyDeletexxx
Víí svo gaman að sjá myndir! meirimeirimeiri! :D
ReplyDeleteJæja mín kæra fer nokkuð að koma aftur svona örstutt og myndir, svo skemmtilegt.
ReplyDeleteKnús,
Hófí æsta frænka