Tuesday, August 10, 2010

Nokkrir dagar liðnir og maður er orðinn betur að sér hérna

Finnst ég nú vera frekar dugleg að blogga strax aftur! en held það sé sniðugt þvi ég mun líklegast ekkert nenna þessu svona oft eftir nokkra mánuði he he he

ok var bara búin að segja frá fyrsta deginum þannig þetta gæti orðið ágætlega langt þótt það séu bara nokkrir dagar liðnir.. þið bara lesið eins og þið nennið eða í pörtum eða e-ð haha alveg er mér sama ..:)

Gleymdi að segja frá því seinast að í Walmart þá fundum við litla mjólkurfernu með Lazy Town utan á og fannst henni alveg magnað að ég þekkti Íþróttaálfinn! fannst samt fyndnast að pabbinn hélt að þetta væri alvöru skeggið hans lol. + um kvöldið fékk ég í jógúrt mangó með þurrkuðum bláberjum og pecan hnetum! mjög gott!
bien - á sunnudaginn þá vaknaði ég og hélt barað ég væri ein í húsinu en Allen var heima og restin kom fljótlega. náði að fá sjónvarpið til að virka (og hef ég alveg skemmt mér yfir sumu herna á spænsku þar hehe) og prófaði sturtuna og svoleiðis (mjög fín hah). Morgunmaturinn var bara venjulegur, e-ð kornflex með banana. Allen sagði mer að við værum svo að fara í fjölskylduafmæli hjá frænda hans seinna um daginn en þangað til vorum við bara að tjilla og e-ð. Fannst við vera frekar lengi að leggja af stað í afmælið (miðað við hvað við erum bara alltaf að dría okkur heima hah. Ein systir Ceciliu fékk far hjá okkur (hún á 11 systkini!) og svo komum við í afmælið. Allir þar bara rosalega hressir og vinalegir :) ekki leiðinlegt það. Þarna voru 6 systur mömmu minnar hér + öll börnin (og eru þær margar orðnar ömmur) + pabbi þeirra og makar. Ég kynnti mig fyrir hverjum og einum og svona. Þau voru mikið að testa mig í hvað þau hétu og húmor í kringum það hehe en já, fannst líka gaman að af því að þau virtust varla tala ensku nema einn og einn þannig að heilmikil æfing í spænskunni. Það virðist vera algengt að hafa svona frauðplastdiska fyrir svona marga, en fyrst var í boði pizza (bara frekar venjuleg). Svo kom heitur matur, fiskur og kjöt, og með því tortillur en ekki hvað (+chili sósa og lime) og fannst mér það rosalega gott. Eftir það var byrjað á kökunni (sem eru oft (allavega hjá þessari fjölskyldu) svaka fínar en keyptar, ca 4 botnar og svaka skrautlegar að utan! þegar búið var að borða þá drógu konurnar upp spjöldin - það átti að fara að spila bingo, en þetta er aðeins öðruvísi en okkar þvi þetta er peningaspil og í stað talna eru myndir :) en það var bara fjör! Rosalega týpiskur ömmu- og frænkuhúmor þar hahah.. ég vann aðeins en kom út á núlli. Eftir spilið talaði ég meira við nokkra frændur á minum aldri og hafði gaman af því að annar þeirra elskaði Ke$hu og sýndi honum skinku myndbandið hehehe lol.Þegar við komum heim úr boðinu gaf ég þeim gjafirnar sem ég hafði keypt fyrir þau og voru þau mjög ánægð. Þeim fannst líka lakkrísinn og djúpurnar sem ég kom með rosagóðar og eru bara að verða búin með það :)
á mánud: Ég, Cecy og Allen fórum til Dr.Morales (gaurinn með allt í rotary) og tók ég til alla pappírana mína og allt svoleiðis. Þegar ég kom á staðinn var það fyrsta sem hann spurði um vegabréfið. ái. það hafði orðið eftir heima - eða það hélt ég.... Ég skildi mjög lítið af því sem fram fór á skrifstofunni hans en hann virtist vera fínn. Fórum svo að kaupa flugmiðann fyrir Allen og jesus hef aldrei þurft að bíða í kannski klst eftir því að afgreiðslukonunni takist að gera þetta...vorum öll að deyja úr hungri þegar við komum heim og var gott að Cecy var búin að gera pasta og salat og keyptum Domino's pizzu með! (sem er btw alveg eins og heima). Pastað var með tunfiski, maís og jalapeño og bara mjög gott! Þegar ég kom heim fór ég strax að leita af passanum. Ég get svarið það að ég leitaði ALLS STAÐAR í herberginu en njet. Þannig að við skruppum út á flugvöll til að gá hvort ég hafði gleymt honum þar eða í vélinni en neei. Þá var haldið í næsta fjölskylduafmæli! Það var líka bara gaman, aðeins öðruvísi stemning samt, en sama fólk. Litlu hlutirnir sem gera allt mexikóskt herna er eins og t.d. að það var niðurskorið grænm með sósu í afmælinu, en sósan var sterk þunn salsa og nachos og hnetur uppúr chili sem nasl..
Aftur var flott kaka og svo hamborgarar fyrir allt liðið! Tók eftir því að kjóllinn sem ein frænkan var í var keyptur í zöru og komst að því að hún er í bænum (y). Talaði meira við strákana og fór svo með þeim út í fótbolta og körfu :) rosa gaman hahah :-D skrýtna samt að það er mega heitt þótt kl er kannski hálf 11 og alveg dimmt...þaannig að maður svitnaði meira en maður er vanur..en þust.. á leiðinni úr afmælinu byrjuðu þrumur og eldingar og heeellidemba!
þri: Cecy vakti mig í morgun því við vorum búnar að ákveða að fara út að hreyfa okkur, en það er ekki hægt um daginn í þessum hita! þegar við komum heim fór ég bara aftur að sofa (eftir sturtu að sjalfsögðu) og fékk mér einhvern næringardrykk (úr flösku) í mrgmat og svo bara aftur að gera ekkert. bara í tölvunni, tv og spilaði e-ð aðeins á hljóðfærin....fór svo upp að leita af passanum en nei. fór niður og talaði við Cecy sem kom upp að hjálpa mér, og ég fór svo e-ð að hugsa um í hvaða fötum ég hafði verið svo bara allt í einu fattaði ég það. !!!!! hahahahahah mér hafði fundist svo fyndið að vera með svona flottan innaná vasa á jakkanum sem ég þurfti að ferðast í þannig mér fannst bara sjálfsagt að geyma passann þar heheheh hahahh ekki alveg nógu góður staður, en vá mér leið bara strax svo miiklu betur!! eftir að hafa spilað aðeins með Allen fór ég út á ö veröndina.. og fann ég ekki bara eitt fyndasta gæludýr sem ég hef séð. Einhver rosa hress skjaldbaka sem heitir Suzy..hljóp útum allt hahah lol .. það eru líka fullt af ljósgrænum eðlum í beðunum fyrir framan húsin og ógeðsleg kónguló, svo ég tali nú ekki um að ég er strax orðin vel bitinn af mosquitounum..
fór aftur að gera ekkert og fékk mér að borða (matur + tortilla + chilisósa + lime) og svo varð ég mega ánægð þegar Allen spurði hvort ég vildi skreppa í bíltúr þar sem hann gæti sýnt mér bæinn :-D var rosalega ánægð að gera e-ð meira í dag en bara hanga heima 8) Við keyrðum niðrí bæ og var bara rosalega gaman að sjá allt mannlífið og svona! fullt af fólki og alls konar búðum, sölufólk, markaðir og garðar! Keyrðum uppá stóra hæð þar sem var flott kirkja og æðislegt útsýni! (sjá myndir) keyptum líka "elote" sem er maísstöngull á priki með mayo og osti og maður setur chilisósu, chilikrydd lime og salt á - mjög gott! (sjá mynd) Eftir að hafa skoðað helling í kring héldum við heim oog það byrjaði að rigna. og meira og meira og ég hef ALDREI séð jafn óótrúlega mikla rigningu eins og í dag! óótrúlegt. maður bara heyrði í henni inn og allar þessar eldingar! stóð heillengi í dyrunum og bara starði út! Kvöldmaturinn var bara steikt grænm og sveppir uppúr chili og þið ættuð að kannast við restina - í tortillu með lime...var alveg nóg chili þannig ég setti ekki meiri sósu haha. fannst btw mega fyndið að fylgjast með Suzy í rigningunni útá veröndinni hahahahah ég hlæ bara við að horfa á myndina!
xxx
 og hættu að horfa á mongólítasvipinn er að sýna elote-ið haha

allen og útsýnið yfir Culiacán

hahahahaha e-ð ein hlaupandi um litli hálfvitinn
meira seinna :) uploada þegar ég nenni myndum á face

16 comments:

  1. VEI! gaman að lesa hehehe
    spurning hvort að Suzy sé jafn hress og Hjalti hehehhe lol á rigninguna samt heheheheh
    ok djók, ég er hætt að vera fyndin. samt mjög gaman að fá blogg! um að gera að vera dugleg svona í byrjun og halda því svo áfram ;) ótrúlega fyndið með skjaldbökuna en finnst líka enn fyndnara að dýravinurinn og grænmetisætan sé hlæjandi að dýri "in distress". ánægð með hvað þú ert dugleg að lýsa matnum líka og myndirnar! ótrúlega gaman að sjá :)
    -Dagný
    p.s. lærðu á tímamismuninn og sendu ekki 5 sms kl. 04:30 næst ;) lov jú 2

    ReplyDelete
  2. Virkilega gaman að lesa um það sem þú hefur verið að gera síðustu daga. Hittirðu engar frænkur á þínum aldri í afmælunum? Gott að þér líst vel á bæinn og mannlífið þar, vonandi var þetta ekki mjög langt í burtu frá heimilinu. Veistu eitthvað um skólamál: Hvenær skólinn byrjar, hvar hann er og hvernig þú átt að komast þangað? Það hljóta að vera einhverjir strætisvagnar. Ástarkveðja, mamma

    ReplyDelete
  3. jess blogg blogg blogg :D ..og þetta líka fína! ekkert smá gaman að sjá myndir, kjellan komin með pinu lit bara?? haha

    en er það algengt að fólkið þarna tali lítið í ensku? og hvernig gengur med spænskuna?? :D

    verð að segja að skjaldbökur eru með því fyndnara sem ég veit! heppin þú að eiga eina í ár! :o hahah

    en hafðu það rosa gott eyrún mín og hlakka til að fylgjast með! :)

    ReplyDelete
  4. Æðislegt að fá nýtt blogg, rosa gaman að lesa allar lýsingarnar á afmælunum og því sem þú hefur verið að gera undanfarið. Flott hjá þér að vera svona dugleg að tala við alla þú verður örugglega fljót að ná spænskunni með þessu framhaldi.

    Kossar og knús,
    Hófí

    ReplyDelete
  5. D: vissi aðeins um timann hehe en lol á suzy in distress :s :D
    H:skólinn byrjar næsta mánd, og verð ég í skólabuning og mun Cecy keyra mig, þetta er soldið langt í burtu...það er líka eiginlega ekkert í gangandi fjarlægð...og nei alar frænkurnar voru annað hvrt frá 5-13 ára (þessi 13 ára frekar feimin) eða mun eldri en ég..
    G: hahah lit? nei!:c hahah en já ætli það ekki, er heppin að mín fjölskylda tali ensku :) og spænskan gengur fínt :) er farin að glósa orð og frasa á hverjum degi 8)

    ReplyDelete
  6. mig langar svo í heimsóóókn...

    ReplyDelete
  7. Sæl Eyrún mín. Gaman að lesa nýtt blogg og sjá myndir. Verður spennandi að heyra hvernig þér líkar í skólanum. Fábært hvað þetta gengur allt vel. Hafðu það sem allra best Kveðja frá ömmu je

    ReplyDelete
  8. Hæ hæ elsku stelpan okkar, frábært hvað allt hefur gengið vel og þú dugleg að taka þátt í öllu og dugleg að babla þá kemur þetta fljótt hjá þér, við afi vorum að koma úr Glaðheimum síðan á sunnudag og þessvegna hef ég ekkert getað látið í mér heyra. Mikið verður gaman að heyra hvernig þér líst á skólann. Njóttu vel og gangi þér allt í hag. Ástarkveðja amma ga

    ReplyDelete
  9. hlakka svo til að sjá skólabúninginn!!!

    en annars er þetta stórglæsilegt blogg og ég sé að þú hefur engu gleymt síðan blogcentral lifði

    gott að þú ert að skemmta þér og bara ví allt ótrúlega spennandi og flott :-D

    ReplyDelete
  10. elska að lesa bloggin frá þér :D ekkert smá gaman að heyra um allt þetta nýja sem er að gerast og sammála ídu, spennt að sjá búningin ! :D hafðu það gott og skemmtu þér :D

    ReplyDelete
  11. við ættum bara að gefa blogcentral mínútuþögn ída.


    hahah og já takk allir

    ReplyDelete
  12. hey ertu ekki örugglega búin að vera að bera Tiger Balmið sem ég gaf þér á bitin þín?

    ReplyDelete
  13. ... og taka B-vítamín og nota flugnafæluáburðinn sem við keyptum ...?!?

    ReplyDelete
  14. Svo gaman að lesa bloggin þín haha :D lesa í pörtum ? my ass, ekki hægt þegar maður er byrjaður (a)
    vona að þú haldir áfram að vera svona dugleg að blogga sætust, hafðu það roosalega gott!
    Bið að heilsa Suzy hahhaah!

    ReplyDelete
  15. hahahaha já skila því!! er að spá í að prófa að færa hana til á meðan hún sefur þannig hún verði geðveikt hissa hvar hún vaknaði hehe :)

    ReplyDelete