- ferðin til Guadalajara í janúar var ekki síðri en hin! Fór með Jóhanni og Júlíu og vorum með vinum okkar og fyrrverandi bróður mínum allan tíman. Fórum meðal annars á tónleika með The Whitest Boy Alive sem var líklega hápunktur ferðarinnar!
 |
whitest boy alive :) |
- febrúar leið rosalega rólega. Æðislegt að geta nýtt tíman hérna líka í að slaka á, held að 5 helgar í röð hafi verið eins hjá mér - föstudagur farið út með vinunum, laugard farið á Altata með familíunni og Violu og síðan farið eitthvað um sunnudagskvöldið. Reyndar var virkilega leiðinlegt þegar ég steig á ígulker eða e-ð sambærilegt og gat ekki gengið venjulega í viku! Ég fór líka í mat til fyrrverandi fjölskyldu minnar sem var rosalega fínt og gaman að heyra almennilega í þeim :) Auk þess var ég mikið að spila tónlist með Rodolfo, en spilaði hann þá á harmonikku og ég bara á sax og síðan forum við ýmis niðri park-ið í bænum eða á kaffihús og græddum einhvern smá pening:)
 |
að spila á kaffihúsinu :)
|
 |
ég geeeet þetta ekki haha |
- Herta kom síðan í vikuheimsókn í byrjun mars sem var rosalega fínt! eyddum miklum tíma á sundlaugarbakkanum, niður í miðbænum með hinum skiptinemunum, fórum til Altata og bara alls konar. Æðislegt að fá smá íslensku!
- mars var mjög góður mánuður (eins og allir!) og komu fleiri tilbreytingar með:) þeas gerði fleiri og fleiri nýja hluti! fórum fjölsk og hjóluðum um mjög fína fjallahjólastíga nálægt einu hverfinu hérna, prófaði wakeboard sem var voða fínt og alls konar. Fékk fleiri kitesurftíma og alls konar þegar að fullt af vinafólki bauð okkur í húsið þeirra og þar var aldeilis glamrað um kvöldin. Einnig var smá rótarí dót þarna í mars, en við vorum að hjálpa til í litlum viðburði í einum skólanum hérna sem var eitthvað svona international.
 |
wakeboard :) |
 |
við að vera sæt :) |
- Foreldrar mínir buðu mér síðan með þeim til Santa Monica í Bandaríkjunum og er ég bara nýkomin heim! það var rosalega gaman! vorum í húsi hjá frændfólki hpabba og líkaði mér bara vel við þau :) aðeins vesen að fara yfir landamærin (síðan fyndnast hvað það er ekkert mál að fara til baka!) en allt í góðu. Magnað samt hvað allir skilja spænsku í bandaríkjunum....frekar leiðinlegt bara haha. Um kvöldið sem við komum fann ég síðan skyr!!! það var næstbest í heimi. Fyrsta daginn fórum við í hjólatúr að skoða ströndina og bæinn, en mín ferð kláraðist á ströndinni þar sem að ég fann David Beckham! eyddi restinni af deginum í að fylgjast með honum! það var BEST. vá.
síðan var ferðin rosalega mikið bara róleg, farið að hlaupa á ströndinni, í hjólatúra, mikið yoga og svo var ég líka dugleg að versla :) Fórum líka á Ghetty safnið og í Ghetty villuna sem var áhugavert. Villan er endurgerð af villu sem fannst í pompeii og var gerð eins nákvæm og þau gátu ímyndað sér. Annars held að ég bara að ég hafi borðað amk eina skyrdós á dag! Keypti mini sax á einni ströndinni þarna (sem var soldið...bohemian...lyktin þar allavega ekki alveg eins og tíðkast annars staðar..en við fórum bara hratt í gegn haha) sem er bara eitthvað plaströr en ágætt hljóðfæri hahaha. Síðan ákvað ég að fara bara ein í six flags! ákvað að ég mundi bara kynnast einhverjum þar og það varð úr:) fann tvo þjóðverja í shuttle-inni sem ég tók á staðinn og var bara með þeim allan tíman :) héldum okkur bara í risatækjunum að sjálfsögðu! síðan var líka gaman á leiðinni til baka þegar við keyrðum í gegnum hollywood og beverly hills og rodeo drive, sáum t.d. staðinn þar sem að river pheonix dó og svona alls konar! síðan var bara haldið heim á leið daginn eftir.
 |
mæðgurnar fyrir ofan :)
|
 |
SKYYYR <3 |
 |
HÁPUNKTURINN |
 |
þjóðverjarnir mínir í six flags :) |
- á morgun er síðan planið að fara í snekkjuferð! Okkur var boðið í ferð með vinafólki okkar, en þau eiga flugvél og snekkju! (hvorugt er huge en þust halló!) Við munum fljúga til La Paz (friðurinn, og bærinn stendur víst alveg undir nafni!) og vera síðan í bátnum í 5 daga! þá verður bara snorkelað, kite-að, og bara allt sem okkur dettur í hug. er bara farin að hlakka til! enda á þetta að vera mjög flottur staður! getið gúglað baja california og la paz mexico og séð hvað kemur upp :)
annars er þetta náttúrulega bara búið að vera fullkomin dvöl. hefði ekki getað beðið um meira! og þá er á ég meiraðsegja eftir að fara í la ruta maya. það verður geeeeeeeeeeeeeeeeeðveikt!
xxx
Húrra húrra =) Kraftaverkin gerast enn =) =)
ReplyDeleteAlltaf gaman að lesa blogg og að skoða myndir .. líka þó maður hafi heyrt flest áður og jafnvel séð sumt ...
Takk og góða ferð,
*** mamma
Sæl Eyrún mín, æðislegt að heyra frá þér og hvað allt gengur vel hjá þér (-ljóta ígulkerið) það virðist bara vera eilíf sól og sæla og skemmtilegheit, gaman hvað þú hefur verið heppin með fjölskyldurnar þínar, njóttu vel áfram og gangi þér vel, góða ferð í næsta flakk kv amma ga
ReplyDeleteþótt það sé voða gaman hjá mér í flugfreyjuskólanum þessa dagana þá get ég ekki neitað því að ég öfunda þig í döðlur! njóttu þess sem eftir er rosa vel og takk fyrir að blogga :)
ReplyDeleteég vil að þú/þið kennið syni mínum hvernig á að njóta lífsins! Ánægð með þig frænka min! knús Ranna
ReplyDeleteFrábært blogg Eyrún mín, gaman að lesa um öll ævintýrin þín sem virðast engan endi ætla að taka, frábært hvað þú hefur verið hjá fínum fjölskyldum og hvað þú ert að njóta lífsins.
ReplyDeleteNjóttu tímans sem eftir er í Mexico í botn, við hlökkum svo rosa mikið til að fá þig heim!
Kossar og knús,
Hófí