Tuesday, April 5, 2011


- ferðin til Guadalajara í janúar var ekki síðri en hin! Fór með Jóhanni og Júlíu og vorum með vinum okkar og fyrrverandi bróður mínum allan tíman. Fórum meðal annars á tónleika með The Whitest Boy Alive sem var líklega hápunktur ferðarinnar!
whitest boy alive :)


- febrúar leið rosalega rólega. Æðislegt að geta nýtt tíman hérna líka í að slaka á, held að 5 helgar í röð hafi verið eins hjá mér - föstudagur farið út með vinunum,  laugard farið á Altata með familíunni og Violu og síðan farið eitthvað um sunnudagskvöldið. Reyndar var virkilega leiðinlegt þegar ég steig á ígulker eða e-ð sambærilegt og gat ekki gengið venjulega í viku! Ég fór líka í mat til fyrrverandi fjölskyldu minnar sem var rosalega fínt og gaman að heyra almennilega í þeim :) Auk þess var ég mikið að spila tónlist með Rodolfo, en spilaði hann þá á harmonikku og ég bara á sax og síðan forum við ýmis niðri park-ið í bænum eða á kaffihús og græddum einhvern smá pening:)
að spila á kaffihúsinu :)

ég geeeet þetta ekki haha

- Herta kom síðan í vikuheimsókn í byrjun mars sem var rosalega fínt! eyddum miklum tíma á sundlaugarbakkanum, niður í miðbænum með hinum skiptinemunum, fórum til Altata og bara alls konar. Æðislegt að fá smá íslensku!

- mars var mjög góður mánuður (eins og allir!) og komu fleiri tilbreytingar með:) þeas gerði fleiri og fleiri nýja hluti! fórum fjölsk og hjóluðum um mjög fína fjallahjólastíga nálægt einu hverfinu hérna, prófaði wakeboard sem var voða fínt og alls konar. Fékk fleiri kitesurftíma og alls konar þegar að fullt af vinafólki bauð okkur í húsið þeirra og þar var aldeilis glamrað um kvöldin. Einnig var smá rótarí dót þarna í mars, en við vorum að hjálpa til í litlum viðburði í einum skólanum hérna sem var eitthvað svona international.
wakeboard :)
við að vera sæt :)


- Foreldrar mínir buðu mér síðan með þeim til Santa Monica í Bandaríkjunum og er ég bara nýkomin heim! það var rosalega gaman! vorum í húsi hjá frændfólki hpabba og líkaði mér bara vel við þau :) aðeins vesen að fara yfir landamærin (síðan fyndnast hvað það er ekkert mál að fara til baka!) en allt í góðu. Magnað samt hvað allir skilja spænsku í bandaríkjunum....frekar leiðinlegt bara haha. Um kvöldið sem við komum fann ég síðan skyr!!! það var næstbest í heimi. Fyrsta daginn fórum við í hjólatúr að skoða ströndina og bæinn, en mín ferð kláraðist á ströndinni þar sem að ég fann David Beckham! eyddi restinni af deginum í að fylgjast með honum! það var BEST. vá.
síðan var ferðin rosalega mikið bara róleg, farið að hlaupa á ströndinni, í hjólatúra, mikið yoga og svo var ég líka dugleg að versla :) Fórum líka á Ghetty safnið og í Ghetty villuna sem var áhugavert. Villan er endurgerð af villu sem fannst í pompeii og var gerð eins nákvæm og þau gátu ímyndað sér. Annars held að ég bara að ég hafi borðað amk eina skyrdós á dag! Keypti mini sax á einni ströndinni þarna (sem var soldið...bohemian...lyktin þar allavega ekki alveg eins og tíðkast annars staðar..en við fórum bara hratt í gegn haha) sem er bara eitthvað plaströr en ágætt hljóðfæri hahaha. Síðan ákvað ég að fara bara ein í six flags! ákvað að ég mundi bara kynnast einhverjum þar og það varð úr:) fann tvo þjóðverja í shuttle-inni sem ég tók á staðinn og var bara með þeim allan tíman :) héldum okkur bara í risatækjunum að sjálfsögðu! síðan var líka gaman á leiðinni til baka þegar við keyrðum í gegnum hollywood og beverly hills og rodeo drive, sáum t.d. staðinn þar sem að river pheonix dó og svona alls konar! síðan var bara haldið heim á leið daginn eftir.
mæðgurnar  fyrir ofan :)

SKYYYR <3

HÁPUNKTURINN
þjóðverjarnir mínir í six flags :)

- á morgun er síðan planið að fara í snekkjuferð! Okkur var boðið í ferð með vinafólki okkar, en þau eiga flugvél og snekkju! (hvorugt er huge en þust halló!) Við munum fljúga til La Paz (friðurinn, og bærinn stendur víst alveg undir nafni!) og vera síðan í bátnum í 5 daga! þá verður bara snorkelað, kite-að, og bara allt sem okkur dettur í hug. er bara farin að hlakka til! enda á þetta að vera mjög flottur staður! getið gúglað baja california og la paz mexico og séð hvað kemur upp :)

annars er þetta náttúrulega bara búið að vera fullkomin dvöl. hefði ekki getað beðið um meira! og þá er á ég meiraðsegja eftir að fara í la ruta maya. það verður geeeeeeeeeeeeeeeeeðveikt!
xxx

Monday, February 28, 2011

smá bara frá deginum í gær og deginum þar áður



Ég er í ótrúlegum lúxus. Sit úti í hengirúmi á bikiniinu með Elliott Smith á fóninum og varð hugsað til ykkar.  Erum í stóru flottu húsi uppi á hæð rétt fyrir ofan ströndina, með aðstoðarfólk á vinstri hönd og pálmatrén og sjóinn á þeirri hægri. Komum hingað í gær (ég, gömlu, viola og síðan systir pabba og vinur melissu sem á húsið) og byrjuðum á því að spjalla aðeins í sólbaði fyrir ofan sundlaugina, borðuðum gúrm mexíkanska smárétti en ákváðum síðan að hoppa uppá lítinn bát að skoða höfrungana sem eru hérna rétt hjá. Var æðislegt. Veðrið hefði ekki getað verið betra, og sólin settist þegar við sigldum að stórum flokk pelíkana sem hófu sig til flugs. Altata (ströndin, hér eiga líka foreldrar hostpabba hús sem að við förum oft í, síðast síðustu helgi og hélt ég áfram í kite-surf tímunum mínum J!)  liggur ekki beint að opnu hafi, en það er skagi sem liggur í svona km fjarlægð beint framan af ströndinni, en þetta er bara skagi þannig við fórum semsagt út úr þessum flóa sem skaginn myndar (hér eru aldrei neinar öldur að viti) þar sem að var bara beint út að opnu hafi. Komum svo við á enda skagans, og óóótrúlegt skelja úrval! Við Viola njóttum okkar vel þarna, og gamla steinasöfnunargenið mitt vaknaði…
Fékk síðan gott högg í andlitið í gær þegar ég nefndi það hvað þið fjölskyldan væruð núna í árlegu skíðaferðinni og var eitthvað að vera öfundsjúk..Viola gapti bara og sagði Eyrún! Þú ert í lúxus húsi á ströndi, við vorum að enda við að skoða höfrunga úti, erum að borða ótrúlega góðan mat…hvað viltu meira?! Vandróó..
þar sem að við stigum úr bátnum og fórum að velja skeljar, þetta eru foreldrar minir til vinstri, ég og Viola. mjög góð fjölskylda!

Við Viola höfðum líka tekið með harmonikku (sem ég er með í láni í augnablikinu) og gítar og sáum að okkur að spila um kvöldið. Alveg magnað hversu margar stjörnur maður sér hér líka, þar sem að maður er langt frá einhverri borg..
En nú hef ég varla látið vita af mér frá því í byrjun janúar, og þá var ég meiraðsegja komin í mínus.  Ætla samt bara að klára þessa helgi snöggvast til að setja eitthvað inn og ég reyni að klára hitt barafljótlega.
Í gær þá fórum við Viola fyrr en gömlu af því við höfðum einhverju að sinna í bænum. Fengum við því far hjá foreldrum hostpabba þar sem að þau fara alltaf svo snemma (voru í hinu húsinu). Það ætla ég líklegast ekkert að gera aftur en við viola vorum ágætlega hræddar í bílnum hjá ömmu! Þegar heim var komið þá heyrði ég í Rodolfo vini mínum og við fórum að æfa að spila heima hjá honum, erum að spila ýmis lög í frönskum stíl..þeas hann spilar á harmonikku og ég á sax, og erum m.a. að spila lög úr amelie og svoleiðis. Svo kom annar vinur, Gil, óvænt í heimsókn og var með ukulele-ið sitt þannig hann slóst í hópinn og vð fórum niður í bæ að spila. Enduðum á almenningsgarðinum niðri við ána rétt hjá mollinu og tókst að græða svona tvöogfimm + frítt nudd á staðnum fyrir þessa tæpa 2 tima sem við vorum! Nokkuð fínt bara. Seinna um kvöldið fórum við svo á besta kaffihúsið í bænum, Marimbu og hittum fleiri vini þar. Frábær helgi!
verst að það séu samt ekki til neinar myndir af okkur að spila.
Mjög típísk helgi í Altata helgina áður, í húsi foreldra hostpabba. Fer eiginlega í hvert einasta sinn í kite-tíma, síðast var ég að láta hann draga mig í vatninu útum allt hah

Náttúrulega heitt vatn! hahah. samt alveg magnað, botninn er bara risa stór grjót og vatnið kemur bara..upp úr jörðinni. En það er náttúrulega engin útiaðstaða hér án þaks.

Tuesday, January 25, 2011

Desember og rétt framyfir nýjár



Jæja. Loksins komið að því. Ætlað fórna mér í þetta verkefni bara. Enn og aftur byrja ég á því að segja að þetta verður mjög langt...verð nú bara í alvörunni hissa ef einhver er að lesa þetta hahaha en ég er bara þannig að ég vil frekar gera þetta almennilega, taka minn tíma og fara kannski full náið í hlutina, en ég meina fólk les bara eins og það nennir(ágætt fyrir fólk sem er andvaka hehe), OG  minni á það að spurningar og athugasemdir eru vel þegnar til að ég viti líka hvað vantar í þessar færslur mínar.
            Það er allt gott að frétta af mér hér í Mexíkó, alltaf nóg af fólki til að kynnast, nóg af hlutum til að gera (nýjum sem gömlum), en mér líður eins og ég þekki þetta allt núna og viti alveg hvernig allt eigi að vera gert í sambandi við rotary og svona. Auk þess eru þetta bara æðislegir
sumardagar í röðum. Man ekki hvenar ég var í rigningu síðast til dæmis..himininn er aldrei gráleitur af skýjum eins og á Íslandi í rigningardögunum (þó hann var ansi grár af mengun í Mexíkóborg en það er annar handleggur), það er aldrei ennþá myrkur þegar ég er á leiðinni í skólann á morgnana fyrir klukkan 7, og það er það fínt veður á kvöldin að við borðum oft úti og spjöllum (hjá nýju fjölskyldunni). Maður er aldrei að flýta sér, alltaf nægur tími til alls, ekki sami æsingur í mönnum og þessi sem alltaf virðist vera heima fyrir-og ég er alveg löngu búin að smitast vel af þessu og allt í einu er ég með þolinmæði sem aldrei kom fram á Íslandi-en NB að það þýðir þó ekki að fólk ‘geti’ ekki verið stundvíst, ef það er eitthvað í sambandi við vinnu eða skóla osfrv er flest folk stundvíst, en bara svona yfirhöfuð ekki í jafn miklum flýti. Fólkið er yfirhöfuð lífsglatt hérna og ánægt bara. Ég þarf aldrei (fæ aldrei hah) að opna hurð né halda á einhverju ef vinir mínir (karlkyns) eru einhvers staðar nálægt! Æðislegur matur, frábært úrval af ávöxtum en ég mun sakna þess að fá mér ferskar kókoshnetur og ég veit ekki hvað og hvað…Við skiptinemarnir erum strax að stressast yfir því að við erum strax búin að vera helming dvalarinnar een það gerir það bara að verkum að maður er meira að hugsa um að njóta sín hér J
            Hér á eftir koma hinir og þessir punktar um undanfarna daga og vikur, en reyni að setja þetta þannig upp að fólk geti bara skrollað og lesið það sem vekur áhuga haha. Ég las margar færslur í dagbókinni góðu þannig að þetta kæmi betur aftur til mín J ættuð að geta elt stóru orðin til að sjá hvað er merkilegt osfrv

Desember leið frekar mikið öðruvísi en mánuðurnir á undan. Við hættum í spænskutímum í nóvember (er enn ekki búin að fá útúr loka prófinu mínu!) en þar sem að við Johann forum strax til Guadalajara og var almennt eitthvað mikið í gangi fann maður ekki fyrir það miklum mun strax. En í síðustu viku Nóvember hætti ég svo í skólanum líka (þar sem að lokaprófin voru byrjuð) og þá hætti maður allt í einu að hitta fólk daglega ! Ég var samt dugleg og sneri sólarhringnum ekkert við strax, byrjaði á fullu í boxi sem er það nálægt exhúsinu mínu að ég skokkaði bara þangað og heim og minnsta mál. Allir hressir í gymminu og ánægð að þekkja nógu vel til í þessu til að geta nýtt mér það að hafa boxpúða inni hjá mér núna J Á afmælisdaginn hans Hjalta kom nýr meðlimur í fjölskylduna sem var hundurinn Donna. Skrýtin tík bara..okkur kom ekkert allt of vel saman, fyrst hrædd við ALLT en er svo farin að spretta útum allt og þó hún viti að hún megi ekkert pissa inni er það það fyrsta sem hún gerir þegar  henni er aftur hleypt inn…Brian var líka heima meiri hluta desember, svona yfir hátíðarnar. Mestallan desember var síðan svona ‘ferða-tívolí-eitthvað’ þar sem að er auk þess fólk að sýna alls konar hluti sem það er að selja, gera hvort sem það eru dýr, matur, hlutir eða bara það sem þér dettur í hug. Ég sá náttúrulega bara ekki sólina fyrir stærsta tækinu og gat ekki annað en farið! Var himinlifandi þegar einn frændi minn sem var að hjálpa systur sinni með eina svona ‘sýningu’ sagði mér að hann hafði alltaf verið að leita af einhverjum til að fara með sér þannig að við skelltum okkur saman! Alltaf er þetta æðislegt adrenalín sem kemur! Jólaundirbúningur í desember var heldur dapur í heild. Hátíðarnar hér eru ekki jafn mikilvægar fyrir mexíkönum og fyrir íslendingum yfirhöfuð – þetta er meira bara tími fyrir verslanir og fyrirtæki að setja upp risa auglýsingar fyrir hitt og þetta en að fólkið sjálft sé eitthvað mikið að pæla í þessu – enda er veturinn þeirra bara voða þægilegur og fínn miðað við hvað það getur verið erfitt að reyna að komast í gegnum hann á Íslandi stundum, svona allavega haustönnina. Sett var upp jólatré (eitthvað var ég búin að nefna það í síðustu færslu)og við skreyttum aðeins niðri – sem og ég skreytti herbergið eins og ég gat með jóladóti sem ég fékk að heiman og músastigum sem ég bjó til, en þessi jólapakki sem kom á réttum tíma bjargaði mínum jólum, það er alveg á hreinu. Ég bakaði eina uppskrift af smákökum sem heppnuðust svona eiginlega en var æði að fá þær samt. Var dugleg að æfa árlegu íslensku jólasálmana á píanóið sem mér fannst líka æðislegt! Kom hátíðinni í blóðið.Ég var líka dugleg við að horfa á hinar og þessar jólamyndir þetta árið sem var bara þægilegt eftir langa boxtíma..Annars fór ég á nokkrar jólasamkomur hér: helgileikurinn settur upp í barnaskóla (hér er venjan að færa hann í annan búning – ekki alltaf bara alveg eins (eins og gert er heima)) með sætum púns(með ávöxtum og fínerí) og tortillum steiktum og baðað upp úr sýrópi (bragðaðist ALVEG eins og laufabrauð í sýrópi hvernig sem það mundi smakkast, án feita bragðsins) (bara dæmi um eitthvað jóla-matartengdarhefðir héðan); jólaskemmtun í skólanum sem voru eins og litlu jólin í flataskóla án pakkaskiptanna en með DJ að blasta nýjustu partý og klúbbatónlistinni...; og svo jólaboð fjölskyldunnar allrar. Það var haldið í húsinu okkar og bara voða fínt J borðuðum úti, en svo er venjan hjá þeim að allir gefa einum gjöf – en það er bannað að segja frá – þannig að þeim var öllum svo safnað saman á borð fyrir utan og síðan átti einn og einn að taka upp gjöfina sína, og byrja á því að lýsa persónunni sem þeir eru að gefa gjöf þangað til að það er orðið ljóst. Þetta er voða sæt hefð en eini pakkinn sem þau fá fyrir utan gjafanna innan nánustu fjölskyldunnar – og þá gefa systkini varla milli sín, vinir gefa ekki hvor öðrum og auk þess fá mjög margir jólagjöfina frá foreldrunum einhvern tíman fyrirfram á árinu – hversu glatað hahah. Jólin eru nú bara einfaldlega best með sér og sínum heima á Íslandi. Ég held að ég sé nú þegar búin að segja flestum  hvernig jólin voru hjá mér hérna úti þannig ég fer bara fljótt í það hér. Ég var nú bara orðin spennt og bjartsýn alla daga fram að aðfangadag...Ég náði góðri skype-stund með familíunni um morguninn (deginum þeirra) sem var voða fínt J Fór í leyniferð í Wal-Mart og keypti jólagjafirnar og pakkaði þeim inn. Svo fórum við út að borða á kínverskan veitingastað svona í kringum 5 leytið. Allan daginn varð mér síðan hugsað heim hvað þau væru nú að gera einmitt á þessari stundu..
Komum heim akkúrat nægilega snemma til þess að ég gæti skellt mér í jólakjólinn, náð mér í möndlugraut sem hún Cecy(exmamma) var svo almennileg að gera að minni ósk fyrir þennan dag, og setja hátíðlegustu tónlistina sem ég átti í gang á slaginu 6. Sat ein niðri í borðstofu að reyna að gera sem best úr bara..fjölskyldan kom svo á skype-ið 10 mínútum seinna og það var frábært að fá að heyra í þeim og opna nokkrar gjafir til að reyna að láta manni líða betur. Jólaboðið hér var nú ekki fyrr en um hálf 11 leytið og var ég í mínu fínasta – en það var alls ekkert þannig hjá öllum, einhverjir bara kátir í gallabuxum en hvað um það. Borðað var á mismunandi tímum, af pappadiskum með plasthnífapör, niðurskorinn hrygg og kalkúna auk afgangspasta frá jólaboðinu um daginn. Þetta var bara með eitt af erfiðari dögum lífs míns ætla ég að leyfa mér að segja. En það var nú bara þessi dagur. Hef aldrei grátið jafn mikið á sólarhring. Á jóladag svaf ég síðan bara lengi, fjölskylda Aaróns (expabba) kom við í heimsókn (aðfangadagur var hjá fjölsk Cecy) en hresstist svo aðeins um kvöldið þegar við fórum á disney skautasýningu þar sem hvaða mynd á fætur annarri var sett upp frábærlega miðað við gæði aðstæðna! (má þá nefna toy story, aladdín, grease og mjallhvít) EN jájájájájá Ferðir sem voru farnar á þessum tíma voru ekki af verri endanum! Fyrsta ferðin var með klúbbi Rotaract Navolato til Navolato (navoyork hah), en fengum far með þeim og sátum aftan á pallbíl eins og venjulegt er haha. En í Navolato er vægast sagt lítil lögreglugæsla og talinn frekar hættulegur staður þannig séð. Hins vegar er hann mjög lítill, en byggðin kom til vegna sykurverksmiðju. Við vorum þarna til komin útaf einhverjum viðburði rótarí til kynningar skiptinemaprógramsins og vorum öll í jökkunum okkar og allir með sína bása með löndunum sínum! Ég tók með bæklinga og íslenska fótboltalandsliðsbúninginn en fannst alveg fyndið að þau gerðu svona smá plaköt með einhverju sérstöku frá hverju landi(eiffel turninn, carnival-in og jesú styttan frá brasilíu oþh) en það eina sem var af íslandi (fyrir utan kort) voru litlir ljótir torfbæir! Hahah ok ein mynd af jökulsárlóni reyndar. Fórum svo eftir fjölmargar myndatökur og eiginhandaáritanir að fá okkur að borða á kínverskum/sushi restaurant sem var bara fíntJ Þá fór ég með Rocksteady Times (fjölmenna hljómsveitin sem ég fæ að æfa með og spila J) til ‘töfrabæjarins’ el Fuerte en það var bara frábær ferð! Fannst æðislegt að kynnast þeim betur og þessi bær er æði! Vorum á ótrúlega sætu hóteli (MEÐ BESTU RUGGUSTÓLUM Í HEIMI) og fórum í mat heim til eins bæjarbúa í ceviche (alveg í uuuuppáhaldi héðan) en svo fórum við líka í göngutúr meðfram ánni þar sem einn stakk sér bara útí! Bærinn er fallegur, litríkur og rólegur með ótrúlega hæfilegt veður J . Skýrður eftir virkinu sem er efst á hæðinni og er í hópi ‘töfrabæjanna’ sem þýðir bara að þetta sé staður sem að vert er að sjá í rauninni. Við spiluðum svo fyrir bæjarbúa á torginu þeirra við hlið kirkjunnar, ráðhússins og bæjargarðsins og var okkur bara vel tekið. Um kvöldið vorum við svo bara úti við ána í rólegheitum og spjallandi, og bættist svo söngur við þegar menn drógu fram harmonikkurnar og gítarinn! Æðislegt kvöld og ferð bara í heild! Þriðja og stærsta eða fyrirferðamesta ferðin var sú til D.F. í Mexíkóborg. Ég gat nú bara ekki valið ferðina á betri tíma og er bara svo himinlifandi með þessa ákvörðun, frábært til að koma huganum annað. Auk þess var Herta líka þar yfir áramótin þannig að við náðum að hittast *<:D. Hún Rocíó kom að sækja mig á flugvöllinn, en það fyrsta sem ég sá þegar þaðan var farið var stóra mengunarskýið sem hékk yfir borginni! Það búa 20 milljónir manna á þessu svæði en ég var samt ekki búin að gera mér grein fyrir þessu! Mexíkóborg er líka mun meiri stórborg en ég hélt – alls staðar eru hraðbrautir (þó á 2.hæð sem er nokkuð nett) – en ég hélt að hún ætti meira af sætum krúttlegum göngugötum...hafði ekki alveg hugsað dæmið til enda..En Rocío og fjölskyldan er bara ein indælasta fjölskylda sem ég hef hitt! Þau eru algjör æði og strákarnir þeirra algjörar dúllur! – og ekki má gleyma hundinum, sem er besti hundur sem ég hef kynnst í Mexíkó. Það sem við gerðum kemur bara í lista, en það eru komnar myndir frá ferðinni (og í raun öllu sem er í þessu bloggi þannig ég ætla ekki að setja inn myndir neitt núna)
-      - við fórum í hverfi sem kallast Coyoacán (kennt við úlfa) og röltum um og fengum okkur elote og Rocíó gaf mér þessa fínu peysu!! Um kvöldið var svo farið upp í WTC og horft yfir borgina í náttmyrkrinu, óóótrúlega endalaust stór!
-      - Matias fannst mér nú koma mér á fætur frekar seint klukkan hálf 10..hahah en þann daginn var svo haldið til Píramídanna, sem var ekkert smá flott! Fengum okkur guide, keyptum hatta, klifum stóra píramídann, fórum inn í aðrar rústir af öðrum sem var byggður svona undir jörðinni. Fórum svo á annan stað til að skoða muni og drykki frá svæðinuJ
Um kvöldið var síðan kynnst traffíkinni (ooj barastaa!) vorum 2 tíma á leiðinnni í miðbæinn (hreyfðumst 10 cm á minutu) og vorum síðan bara stutt í bænum útaf öllu fólkinu og þá var bara alveg eins heim!
-       -  Þá var haldið á stóra fornleifafræðisafnið sem var mjög áhugavert! Endalaust af hlutum og ég lærði líka helling – en ólíkt venjulega þá las ég mun meira um hlutina í stað þess að horfa bara og skoða hvað mér finnst flott. Fannst líka alveg magnað í öllu þessu hvað teiknimyndin El Dorado er bara ótrúlega góð kennsla um hvernig þetta var! Hún inniheldur ALLT !
Fórum svo í kvöldið í hverfi sem heitir Santa Fe, en það er svona ríkasta hverfið – fullt af skýjakljúfum oþh.
-      - Daginn eftir hitti ég svo Hertu en við skruppum um borð í einhverja báta og í garð þarna rétt hjá og í hjólabíl og hjólabát! Við töluðum alveg eendalaust (fékk samviskubit þar sem að þau hin skildu nú ekkert) en þetta var æðislegt! Samt leið mér hálfskringilega..eins og ég væri bara að hugsa upphátt eða eitthvað hahaha. Síðan fórum við í annað svona sætt hverfi sem heiri SanAngel og um kvöldið voru bakaðar myndakökur með strákunum :D
-      - Á Gamlársdag var farið til bæjar sem heitir Cuernavaca og er svona staður þar sem fólk á ‘helgarhús’. Alltaf gott veður og góður mórall. Fórum á hótel að sækja fólk sem þar var og eyddum deginum í sundlauginni þar J Ég las helling og svo var spilað um kvöldið, var svolítill sumarbústaðarandi yfir þessu þar sem við vorum mörg – fjölskylda Rocío (eiginmaður og 2 strákar), systir hennar og fjölsk (eins) og síðan bróðir hennar og fjölsk (eiga lítið barn) og móðir þeirra. Fannst frábært að fá að hringja heim síðan rétt eftir miðnætti Íslands, en var auk þess mjög ánægð hvað mér tókst alveg að gleyma mér þennan dag, var mjög ólíkt aðfangadag!
-      - Á nýjársdag hélt ég svo í veislu til fjölskyldu Hertu en það var bara meiriháttar fjör! Johann (þýskaland) kom líka við sem var bara fínt J
-       Næsta dag var síðan haldið í últramegatívolíið 6flags en sú ferð var bara fyndin J enduðum á því að koma heim í nýjum buxum þar sem að við höfðum gegnvætt okkur á kolröngum tíma!
-      - Daginn eftir sváfum við íslensku til klukkan að verða fjögur en eitthvað fann ég að að ég væri nú að verða veik, og fór því ekki með á flugvöllinn til að kveðja systur Rocío og fjölsk(búa í englandi, buðu mér í Au Pair hvenar sem ég vildi!) heldur varð eftir í húsinu og svaf...
-       Síðan var bara komið að heimför daginn eftir og var frekar leiðinlegt vesen á flugvellinum en hvaaað um það.

Þetta á nú að vera yfirdrifið nóg eins og venjulega, en ég kom ekki nærrum þvi öllu fyrir þannig að næsta blogg (sem kemur þá eftir Guadalajara, en er að fara núna á fimmtudaginn) verður líklega líka svona yfirdrifið..). Elska og sakna ykkar alveg endalaust og hlakka svo til að sjá ykkur !
xoxo

Monday, January 24, 2011

ógeðslega svekkjandi blogg

bráðabirgðablogg fyrir fólkið sem var orðið eitthvað spennt..
síðasta blogg var fyrsta desember, setur fullmikla pressu á þetta! þarf að velja úr og svona allskonar, en núna er ég loksins búin að klára að skrifa alla dagana í dagbókina þannig þetta ætti ekki að taka aaaalltof langan tíma, een tekur samt langan tíma, og þar sem að klukkan er orðin 12 núna þá held ég að það sé nú betra að ég geri þetta almennilega á morgun í staðinn fyrir að vera hálfsofandi núna..
annars bara pirrandi með þjóðverjana en er mjög spennt að sjá hvernig mun ganga í hinum leikjunum!
pirrandi líka að myndavélin mín virðist hafa farið í fýlu þar sem hún vill ekki kveikja á sér..:/
Einhverjir verða ef til vill spenntir við það að núverandi hostmóðir mín leist voða vel á þetta skyr - og ætlum við að leggjast í skyrgerð á morgun! ég vissi ekki að maður gæti gert það sjálfur en ég er bara mega spennt! þetta er nátturulega það sem ég sakna þess mest að borða frá íslandi!
Annars er Moses búin að vera nauðgað í spilaranum mínum ásamt Friðriki Dór, en er núna líka í spilaranum í bílnum enda flottur diskur þar á ferð :)
mikið búið að vera í gangi þannig vona að þið hafið enn meiri þolinmæði!
næ btw vonandi að kvarta í póstinn á morgun..
kv Eyrún

Við nýju feðgin flott í maraþoninu

var æðisleg útilega!