Wednesday, December 1, 2010

smá jólastúss :)

Er búin að skreyta inni hjá mér, vantar bara seríu og þá er allt orðið æðislegt :) annars var ég að byrja í boxi og er farin að æfa mig á hverjum degi fyrir þá sem það vilja vita ... 
Hafði mjög gaman að því að ná ykkur svona mikið á skype undanfarið og veit að það mun líklegast eitthvað fara aukandi í desember þar sem að ég er í frííííiiii ! Hér eru komin jólaljós útum allt og allt bara kósí. Jólatrén ekki alveg jafn 'fallega' skreytt samt en þau eru sæt. Annars bara stuttur bútur frá deginum í dag..


Ég var bara önnum kafin með móður minni hérna úti í dag. Bókstaflega. Byrjuðum á því að fara út og gera fullt að hlutum sem við þurftum að gera, þ.á.m. að kaupa jólatré ! Komum svo heim (við tvær bara) og byrjuðum á því að setja upp jólatréð, borða, fórum svo að skreyta það með jólatónlist undir og svona, allt voðalega kósý. Nema hvað, finnum við ekki dót til að byrja að skreyta húsið svona hér og þar - og þá fannst kransinn til að setja á útidyrahurðina! Þannig að ég fer og set hann þar sem hann á að vera, og við vorum eitthvað að sjá hvort hann væri nú ekki örugglega í miðjunni, þannig að hún Cecy skutlast út svona að eins lengra í burtu og ég loka hurðinni svo að við sjáum hann nú betur kransinn. Hún las svo (það sem stendur á honum) Welcome! og ég vá gracias! og tók í hurðahúninn. Þá var hurðin læst. Höfðum læst okkur úti! og vorum úti í 2 og hálfan tíma að bíða eftir Aaróni! hahah vorum þarna úti, fundum svo út að bíllinn væri opinn og sátum þar inni og spjölluðum og tókum til í hanskahólfinu osfrv...vorum ekki með síma, vorum með kannski 500kall í peningum, og auk þess var hún bara í inniskónum sínum þannig við vorum ekki að fara að fara neitt (það er veitingastaður fyrir utan privöduna okkar sem hefði kannski verið fínt að fara á - en við vorum búnar að borða..) svo vorum við búnar að dvelja í kannski 5 mínútur í húsi nágrannans þegar hann loksins kom! og þá vorum við eiginlega of þreyttar til að halda áfram í jólaskreytingunni þannig að við ákváðum að fresta þessu til morguns. high five!
verður allavega ekki alveg svona fallegt :)


xx


ps lýsi enn og aftur yfir endalausri hamingju og ánægju með pakkann sem ég fékk um daginn !
ást og friður

5 comments:

  1. Jahérnahér ... þið hafið aldeilis látið hendur standa fram úr ermum ... og bara allt orðið fullskreytt 1.des!! Hahaha þið hafið verið orðnar aðeins of æstar þegar þið fóruð út með kransinn =) Það var þó gott að engin hætta var á að þið mynduð ofkælast haha! Er þetta venjulegt grenitré sem þið keyptuð? Mikið væri ég til í að kíkja í heimsókn til að sjá hvað allt er orðið fínt hjá ykkur! Settu endilega inn myndir af ykkar tré =) Risaknús, mamma

    ReplyDelete
  2. haha já sama og mamma sagði :)
    ég hugsaði einmitt fyrst "úfff hvað þeim hefur orðið kalt" miðað við að stefán var að deyja eftir 5 mín úti á peysunni í dag! svo sá ég að mér ;)
    gaman að heyra að það sé jólastúss hjá þér og takk æðislega fyrir að blogga þó stutt væri! nenniru plís að vera ótrúlega dugleg að blogga núna fram til 17. des (mér er sama um hvað) þar sem ég er ekki lengur með fb og vantar eitthvað skemmtilegt að gera í pásum (og get ekki spjallað við þig! ) <3
    Hafðu það ótrúlega gott dúllan þín og ég er ánægð að heyra hvað þú ert ánægð með pakkann! við mamma skemmtum okkur vægast sagt vel við að búa hann til :)

    ReplyDelete
  3. Sæl elskan mín. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Þið eruð snemma í því að skreyta sem er auðvitað bara gaman. Þetta hefur verið
    hreint ótrúlega viðburðarrík ferð hjá þér. Gott að þú fékkst tíma til að skoða og versla á markaðnum. Veit að þér finnst það dulítið gaman.
    Það er líka svo skemmtilegt að sjá myndirnar. Gefur manni betri innsýn í frásögnina. Fór í gær á kynningu hjá FÍH ( í vinnunni) sem var mjög fróðleg. Fengum síðan að hlusta á krakka sem voru að æfa fyrir tónleika. Hugsaði að sjálfsögðu til þín og rifjaði upp þegar ég fór að hlusta á þig. Litli kútur flýtir sér mikið að stækka og yndislegur (eins og öll barnabörnin mín)( Heppin.) Bestu kveðjur amma je

    ReplyDelete
  4. Sæl elsku Eyrún okkar, við allar þínar nánustu svo glaðar með hvað þú ert dugleg að aðlagast aðstæðum og gera hversdagslífið þarna að þínu, átti nú svo sem ekki von á öðru. Ljóta uppákoman að lokast úti en það fór nú allt vel. Gaman væri að fá einhverjar jólamyndir, skrýtið að hugsa til þess að sól og sumar hjá þér, alla vega á okkar mælikvarða. Hér hjá okkur var ansi kalt í dag 10° frost, en bjart og stilla. Heilmikið komið upp af jólaljósum í og við húsin hér heima, og útijólatréð á M-18 uppljómað og flott. Njóttu frísins og sökktu þér í boxið með saxaívafi. Ástarkveðjur amma ga

    ReplyDelete
  5. Jæja Eyrún mín, væri nú ekki bara rosa sniðugt að skella inn einu bloggi eða svo áður en skólinn byrjar aftur hjá þér? Mér finndist það allavega svakalega góð hugmynd!
    Bíð spennt,
    Hófí

    ReplyDelete