Thursday, September 2, 2010

mexíkóski mánuðurinn er mættur

September er mánuður sem inniheldur bæði daginn sem Mexíkanar fengu sjálfstæði, og daginn sem bylting var gerð gegn vondum einræðisherra...og því Mexíkanarnir óspart - en á þessu ári eru liðin 100 og 200 ár síðan þannig það er algjör bomba! strax er búið að setja upp fullt af skrauti í skólanum mínum og um borgina eitthvað. Verður svo fagnað um land allt með skrúðgöngum, flugeldum og nóg af fiestas! finnst reyndar frekar spes að hafa risastóra skrúðgöngu sem mér var sagt að væri bara frekar hættuleg: og það vegna þess að margir skutu upp í loftið og detta kúlurnar aftur niður og fjöldi fólks deyr...(veit ekki hversu margir eða neitt en leist nú ekki á það..)

vil bara segja samt að það er mun þægilegra að koma með þetta í stærri skömmtum...tímasetningin bara hittist svo oft þannig á..he he he

ætlað segja bara frá einhverjum hlutum hérna hinum megin, en það er ekkert hægt að setja allt hérna inn og alltaf geri ég eitthvað skemmtilegt á hverjum degi!

-á mánudaginn kynntist ég nýju fólki (já fyrir 2 vikum fyrirgefið), þeas fólk sem að æfir reglulega saman og spilar! var bara gaman að því og er ég oft farin að hitta þau núorðið, hvort sem það er að spila eða gera eitthvað allt annað. Eru þau nokkur með fastan tíma að spila á einu mjög huggulegu kaffihúsi í bænum og var gaman að kíkja á þau :). En um kvöldið var kveðjuboð fyrir Allen, en hann fór á miðvikudeginum. Öll fjölskyldan og nokkrir vinir mættu og var það bara gaman. Eftir að fjölskyldan fór voru nokkrir vinir eftir lengur og fannst þeim gaman að skoða íslandsbókina...fékk spurningar á borð við: eru villtir hestar á Íslandi? og þekkiru alla á landinu? hah. þeim fannst líka mjög fyndið að spurja hvort ég væri skyld hinum og þessum í bókinni, þaes eins og er þetta pabbi þinn? þetta frændi þinn? hver er þetta? hahahah en þeim fannst hins vegar frekar sjúkt að við værum eiginlega öll skyld eftir nokkrar kynslóðir...
Svo kynntist ég náttúrulega honum Paulo Alejandro nýja besta vininum mínum hérna úti, en bara ef hann væri aðeins stærri en 15cm að lengd, en ekki mundi heldur skemma fyrir ef hann gæti gert e-ð annað en að mjálma allan daginn

-daginn eftir, síðasta dag Allens, fórum við út að borða nokkrir vinir í hádeginu, en fórum svo fjölskyldan í sushi um kvöldið var með Allen nánast allan daginn sem ég var ánægð með. Ekki alveg nógu sátt með að hann fór!

-miðvikudagurinn var afmælisdagur hjá einni af okkur og var farið út um kvöldið allir skiptinemarnir:) sem var mjög gaman, því ekki oft sem við förum eitthvað alveg öll, hefur alltaf vantað alveg nokkra, en þarna vantaði bara þá japönsku að mig minnir.btw alltaf jafn mikið fjör að sitja aftur í pallbílunum hehe

fimmmtd: borðaði eitthvað skrýtið í skólanum (stykki sem leit út eins og lítið burrito en var þá bara gegnheilt og frá maís...samt alls ekki baunir, en svo var bráðnaður ostur yfir og baunadót við hliðiná...samt alveg fínt en spes), vesenaðist aðeins fyrir visað, æfði með vinum mínum, keypti mexnammi og fórum svo á kaffihúsið 'okkar' eftir á! fékk frían frappó :) (fáum oft fría drykki þar þar sem þau þekkja starfsmennina vel og yfirmanninn) fannst líka mjög gaman að gera fullt af plönum og svona. Er mjög ánægð með fólkið hérna, virkilega hresst og skemmtilegt, og þetta verður bara betra eftir að spænskan verður komin á hreint!

-á föstud fór ég ekki í skólann því við ætluðum að klára allt fyrir visað, en eg misskildi samt Cecy þannig ég vaknaði eldsnemma, en ég fór þá bara með henni í gymmið í staðinn. fórum í spinning tíma og svo pilates eftir á hahah jesús, formið mitt er bara næstum því vandræðalegt strax...Í spænskutímanum héldum við uppá afmælið hjá Flaviu (þótt það var á miðvd) og kom kennarinn með köku og við með rest :) það var bara gaman! um kvöldið var svo haldið í sundlaugarpartíið í la primavera (en það er svona arnarnes Culiacán) sem var bara fjör

-á laugardaginn ákvað ég að vakna til að sjá TH spila sem var ekki sniðugt. ömurlegi leikur haha. en já, svaf heillengi en fór svo með Obed og við æfðum með hinu fólkinu sem að spilar á kaffihúsinu(bassaleikari, slagverksleikari, hljómb.l, söngkona, basunul og sax+þverfl.l :))! bara gaman þar eins og venjulega! um kvöldið fór ég í afmæli hjá bekkjarsystur minni sem var bara fínt :)

-sunnudagur: dagurinn á ströndinni! var æææði
fór með 2 öðrum skiptinemavinkonum mínum herna (Deboruh og Juliu) og fjölskyldu annarrar (sem býr í primavera). Keyrðum í tæpan klukkutíma og var gaman að sjá umhverfið. Fengum líka bara snilldarveður! fórum í sundlaugina (sem var flott), sjórinn var volgur og ótrúlega gaman að fara langt fram í hann þar sem hann hélt áfram að vera svona 1.50 á hæð og alltaf meiri og meiri öldur! fengum fínasta mat svo hjá stórfjölskyldunni sem var mætt á svæðið, lærði enn eitt fjölskyldufjárhættuspilið og svo var spilað blak! þetta var algjör snilld bara! fékk líka loksins lit! og tókst að brenna aðeins þótt að ég bar á mig 30 vörn ca 10x yfir daginn! Pabbinn hennar Juliu líka algjör snillingur. veit ekki hvað ég hló mikið af honum hahahah

á mánudaginn og þriðjudaginn var ég með spilavinunum og fórum við að borða og tjilluðum hjá ánni og svona:) rosa fínt og gaman! hittum líka 1stk ameríkana (ég og Johann, þjóðverji) sem bauð okkur vinnu við að kenna tungumál...
á miðvikudaginn fór ég með Obed að taka upp hjá vini hans og var það í hverfi sem ég hafði ekki komið í fyrr, en það var í stéttinni fyrir neðan, og sá maður alveg muninn. Samt eru til mun fátækari hverfi hérna líka en ég hef bara keyrt framhjá þeim, ekki komið við þar! Var bara gaman (þó ekki var þetta mjög prófessíónalt haha) en svo eftir spænsku tíma kom vinur Johanns að sækja okkur og við fórum í Campestre, sem er sportsclub í bænum. Var svo gaman! Spiluðum tennis! og rétt skruppum í sund eftir.. en það er svo gaman í tennis! Bara svo mikið útlönd og góðar minningar tengdar alltaf! var mjög ánægð með það! heima bjó ég mér til boozt en með smá mexikosku ívafi, en varð ég að nota jógúrt í staðinn fyrir skyr. hins vegar bættist við ferskt papaya og Jamaica (sem er drykkur sem er gerður frá blómum, og finnst fólki hann misgóður. mér finnst sá sem er keyptur ógeð, en heimagerðir ferskir góðir:) ), + allt þetta venjulega að sjálfsögðu. Ceciliu fannst ekki mikið varið í þetta en Aaróni fannst þetta gott! hahah
það er æðislegt veður í dag. á morgun eiga svo skiptinemarnir frá Mazatlan að koma í heimsókn yfir helgina og er víst eitthvað plan fyrir hana, eigum að fara á ströndina og eitthvað. þau eru eitthvað í kringum 10 skilst mér og verður bara fínt að hitta þau (þó mig hefði frekar langað annað á mrg! :s)
hef samt fulla trú á að þessi helgi og næsta vika verði jafn góð!

ps finnst frekar spes hvað það hlytur að vera e-ð af skrytnum efnum í mjólkurvörunum hérna miðað við að þær geymast í frekar langan tíma....og það ekki í ísskáp. veit ekki alveg haha

ooog hinar og þessar myndir núna og bara litlar svo þær taki ekki billjonfalt pláss!

í sundlaugarpartíinu
the dancing fountains! gaman að þessu og ekk skemmdi fyrir dýrindis tónlistin undir
þurrkað leche...við þrjú stútuðum stórum kassa á örfáum dögum..
í spænskutíma einhverntímann
já ég veit heldur ekki hvað ég er að gera 
gellis í skolanum

skemmtum okkkur í blaki þó að ekki væri það grand


xxxxxxxxx

11 comments:

  1. Hæ Eyrún mín og takk fyrir þessa stórfínu dagbók mjög gaman að fá svona yfirsýn yfir dagana hjá þér og reyna aðeins að setja sig inní lifið þarna á þessum framandi slóðum fyrir okkur. Það er gaman hvað þér gengur vel að komast inn í lífið þarna og fullt af vinum og uppákomum á nú við mína að hafa nóg fyrir stafni. Ætlarðu etv bara að fara að reyna að kenna þeim eh þarna, þar sem þeir virðast ekki geta kennt þér neitt nema þá vonandi spænskuna? Hérna á Fróni gengur allt sinn vanagang, fer nú óðum að hausta, en samt allt vel grænt ennþá og ótrúlega heitt miðað við sept svona 14-17° en skýjað núna undanfarna daga og trúlega framyfir helgi hérna sunnanlands en bjartara fyrir norðan. Margrét, Móa og Guðmundur eru að fara til Suður Frammlands í tvær vikur og Móa fær að fara á eh frönskunámskeið. Vetrarstarf ýmislegt að byrja, allir skólar og hin ýmsu námskeið og líkamsrætirnar auglýsa grimmt og bítast um kúnnana, ég ætla að halda mér við WClass allavega í vetur. Gangi þér áfram allt í hag og passaðu þig á öllum hættunum.Gaman að sjá myndirnar rómó sundlaugarpartýið og gosbrunnirnir. Ósköp virðast þær mexikósku skólasystur þínar vera smávaxnar og eins og smástelpur. Á vegum hvers er pallbíllinn, er ekkert strangt með bílbelti þarna eins og hjá okkur? Vonandi verður helgin skemmtileg. Ástarkveðja amma Gígja

    ReplyDelete
  2. Frábærlega gaman að lesa þetta og skoða myndirnar Eyrún mín, bara alltaf nóg að gera hjá þér með marga vinahópa, allskonar partý, spilamennska og skemmtilegheit. Flottar myndir af: gosbrunnum, hvað er leche, strandhoppmyndin góð (já spurning hvað þú ert að gera), sætar í skólabúningum, er síðasta myndin heima hjá fólkinu sem þú fórst með á ströndina?
    Risaknús,
    Hófí frænka

    ReplyDelete
  3. Elsku Eyrún mín, mikið var gaman að lesa bloggið þó það sé auðvitað enn meira gaman að sjá þig og heyra á Skype :)
    Pabbi þinn skrifaði heillangt comment áðan en það vistaðist ekki og hann var mjög þreyttur svo hann biður bara að heilsa í bili!
    Alveg magnað hvað þér hefur tekist að kynnast mörgum á ekki lengri tíma, aldeilis frábært! En ég vona að þú sleppir því alveg að mæta í þessa brjáluðu skrúðgöngu :o
    Flott að kynnast þessu tónlistarfólki ... hver veit nema þú verðir farin að troða upp áður en langt um líðu !?? Pant verða boðin á fyrstu tónleikana :)
    Bið að heilsa Paulo Alejandro og Suzy ... vonandi kemur þeim vel saman ;) xxxx

    ReplyDelete
  4. GÁ: æðislegt að fá uppfærsluna! En já það fyrsta sem eg hugsaði þegar ég fór í fyrsta stóra partíið hérna var hvað mér fannst allar stelpurnar líta út fyrir að vera nokkrum árum yngri en eftir að hafa kynnst þeim betur í skólanum, æ veit ekki. Allavega hjálpar skólabúningurinn líka til við það. Það er aaaalls ekkert strangt með bílbelti, er ekki einu sinni viss um að það sé ólöglegt að vera ekki í belti hérna, en enginn fer í belti þegar
    HR: æi :( leiðinlegt með pabba, og er alltaf til í að spjalla á skype. hahah já veistu ætla bara að horfa á hana í fjarlægð og innanhúss!
    og já ég er kannski að fara að spila eitthvað með þeim á kaffihúsinu :)
    P.Alejandro hefur samt yfirgefið mig :( enginn hefur séð til hans undanfarið :( hef smá áhyggjur...en kannski fann hann bara mömmu :)
    xx

    ReplyDelete
  5. Við skulum vona það :)
    Hver er Obed? Einn af vinum Allens?

    ReplyDelete
  6. Elsku Frænka,

    Mér finnst ég alltaf vera komin til þín í nokkrar mínútur þegar ég les bloggið þitt - rosa gaman. Ég sé fyrir mér litina að fjörið í fólkinu og Mexico minningar koma upp í huga mér.
    Allt gott héðan, mikið að gera í vinnunni. Engiljón dafnar vel, lætur mikið finna fyrir sér. Hann er mátulega ánægður með mig þessa dagana þar sem ég er búin að vera svolítið stressuð og þá sparkar hann þvílíkt í mig :-). Ég er kannski að flytja til Sviss á næsta ári, vonandi þó eftir að þú kemur heim, annars verður þú að koma og vera hjá okkur í Sviss - t.d. koma á skíði :-).
    Knús og kossar
    Ranna og Engiljón

    ReplyDelete
  7. HR: Obed er góður vinur minn sem ég spila með, sem ég kynntist í gegnum Allen. Hann er svo að fara til Brasilíu á Sunnud. :( en hann kemur líklegast heim áður en ég fer! :)En er mikið búin að vera með honum undanfarna daga, þám til að taka upp
    Ranna: já, ég fer einmitt til Mexico City í einni ferðinni, vonandi næ ég kannski að hitta Rocío..heyrði að hún væri rosalega falleg, en aðeins öðruvísi hættuleg en hér. en voooo!! Það eru alltaf bara þvílikar fréttir frá þér! ánægð með að allt sé í góðu hjá ykkur en vildi að ég gæti séð bumbuna haha. Ev hvað kemur til með að þú sért kannski að halda til Sviss? og hvaða bæjar!? og JÁ TAKK ÉG SKAL KOMA Í HEIMSÓKN! en þú mátt samt líka alveg flytja eftir að ég kem heim...
    xxxx

    ReplyDelete
  8. Eyrún mín, Actavis sem ég er að vinna hjá er að flytja stóran hluta af stjórnendum til Sviss og mér er boðið að flytja með. Ég get líka verið áfram heima en þá yrði ég mest að sinna Íslandi og einu dótturfélagi = ekki eins áhugavert starf. Þetta er samt erfið ákvörðun að taka út af Engiljóni annars væri þetta ekkert mál. Það er lagt til að ég fari í júlí á næsta ári (flestir fara í janúar, ég fengi frest út af barninu), ég geri nú ráð fyrir að þú yrði komin heim þá :-).
    Endilega kíktu á Rocio, hún er frábær og á frábæra stráka og frábæran mann. Þau búa núna víst í stóru húsi og þú getur gist þar. Hún er margbúin að segja að þú sért velkomin. Gott að heyra hvað allt gengur vel hjá þér. Við verðum að setja upp samtal á Skype áður en langt um líður til að þú sjáir bumbuna sem mér finnst risa stór en allir aðrir segja að sé ekkert stór...
    knús frá fróni
    ranna

    ReplyDelete
  9. Heyrðu það væri þvílikur lúxus að geta kíkt á hana einhvern tímann! en gæti verið dýrt að fara, veit það samt ekki. Og veit í rauninni heldur ekki hvenær ég ætti að fara :) en já það væri snilld!
    En já ég skil þetta vel að þetta sé erfið ákvörðun, en ég veit að þú munt skoða báða valmöguleikana mjög vel áður en þú tekur hana. Bið að heilsa litla(stóra) og vonast til að ég geti séð þig á skype bráðum!

    ReplyDelete
  10. Sæl Eyrún mín. Gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar. Það geinilega skemmtilegt hjá þér og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Hljómar ekki alveg nógu vel að vera á pallbíl og ekki með bílbelti og þetta með mjólkina humm...
    Það bendir allt til þess að Ranna fari með þann litla til Sviss sem mér finnst auðvitað ekki skemmtilegt en það er að sjálfsögðu hennar að meta hvar er best fyrir þau að vera (hana að vinna)Við Ranna vorum boðnar í mat hjá fjölskyldunni þinn í bústaðnum í gærkvöldi það var mjög gaman. Vona að allt gangi vel hjá þér. Farðu varlega elskan mín og verndaðu sjálfa þig. Þín amma je

    ReplyDelete
  11. verð að skella lol-i og vel gert á "synchronized swimming" (sem mér sýnist þið vera að gera í sundlaugarpartýinu) hehe
    trúi samt ekki að þú hafir feilað á high school musical hoppinu í sjónum en þú skemmtir mér samt því þú ert fyndin á þeirri mynd! thx hun!

    og eg ELSKA svona tonlistargosbrunna! sá svona show i Xi'an í Kína og það var gjööööðveikt! er meir að segja með myndbönd af því á fb mínu ef þú vilt sjá :)

    en girl takk fyrir gott skype samtal og fínasta leikþátt. elska þig mest.
    kv. Maxi

    ReplyDelete