Sunday, August 22, 2010

örstutt og myndir (f dagnýju!)

heyrðu bara stutt frá skóladeginum á föstudaginn!
mætti í skólann eins og venjulega kl 7 (!) en á föstudögum þurfa krakkarnir ekki að vera í skólabúningunum. Sem meikar samt í rauninni ekki sens hahah. en já er búin í skólanum kl hálf 12 á föstudögum, en fékk að vita að það væri einhverskonar hátíð í skólanum eftir tímana - þar sem að flestir yrðu blautir. Það var á bakvið skólann og gat maður fengið fría frostpinna og einhvernveginn mat í glösum...hálf gerður salsa-súpu-drykkur með skinku- og gúrkubitum og mjög skrýtnu snakki sem var samt bara gott :) valdi mér hins vegar ógeðslegan frostpinna hah
þá var uppblásinn fótboltavöllur með vatni í sem var bara fjör! svo var tónlist og kennararnir gátu geymt símana manns ef maður vildi og svoleiðis :) btw ástæðan fyrir því að engar myndir eru að koma er bæði vegna þess að ég er ekki komin með millistykki fyrir hleðslutækið fyrir myndavélina, því það er fyrir uk og auk þess finn ég ekki snúruna til að tengja við tölvuna! :(
en hérna eru nokkrar frá föstudeginum sem ég stal einhversstaðar og 2 aðrar frá rigningunni sem ég sagði frá um daginn!
xx

við unnum! :)


og rigningin sjálf sést ekki einu sinni + þetta var bara byrjunin!


fann þessa einhversstaðar og ákvað að skella henni með því það er ágætis yfirsýn yfir skólastofur og búninga :)

þessi er frá jardín botanico, þeas staðurinn sem ég fór út að hlaupa í :)

Wednesday, August 18, 2010

næstum því 2 vikur!

Þolinmæði er dyggð.  Vildi bara ekki blogga fyrr en ég var viss um að ég hefði nógu mikið til að segja frá J ég held það sé liðin vika frá því seinast og hefur því margt skeð og hér sit ég tilbúin uppí rúmi með finasta sleikjohringinn frá Dagnýju hehe
Btw það lytur ut fyrir að þetta verði nú ekki styttra en síðast…            og ég er samt að reyna að segja allt eins stutt og hægt er….æ þið bara finnið tíma, þið hafið þá bara meira að lesa þangað til næst!....skal ekki gera jafn nákvæmt þáJ Kann líka mjög að meta kommentin þannig endilega skrifiði eitthvað skemmtilegt ætlaði að setja inn myndir, en finn ekki snúruna og er alltof þreytt, kemur seinna minniði mig bara á það.


11/08miðvd: vaknaði og var barað tjilla eins og venjul, skruppum aðeins að vesenast í símamálum. Þar eftir fór ég og Cecy til Lucy frænku og þar voru fleiri fyrir. Ég hjálpaði til við matinn: djúpsteiktar rækjur (stórar sem eru skornar næstum í tvennt langsum og já, stórar) og kartöflumús og salat sem var rifið kál(hvítt) og gulrætur kryddað með smá mayo og lime. Þar var líka Mexico – Spánn í gangi og var horft og þvilikt svekkelsi þegar spánverjarnir jöfnuðu á lokamínútunni! Hahah
Seinna um daginn kom vinur Allens í heimsókn, Jose Pablo, en hann var í frakklandi allt síðasta ár og er hann hressJ Fórum í Forum til að fá jakka á Allen. Fórum líka á Starbucks + við gengum framhjá dýrabúð þar sem maður hélt á tarantúlu í höndinni…OJ. Þarna kom pöddufóbían í ljós og hafa þau hlegið soldið af mér síðan…en stundum koma ljótu stóru engispretturnar inn LL
um kvöldið kom svo Lucy í heimsókn með sína litlu (2 strákar, annar ekki byrjaður að tala!) til að fá gamla búninga frá Cecy og ekki hægt að segja annað en að ég og vorum orðnir ágætis vinir eftir kvöldið. Síííðan eftir að þau fóru, skruppum við út að borða á taco stað niðrí bæ, ekkert fínn en góður J rosa týpiskur hérna, og eru til milljón svona.

12/08 fimmtud: Ég og Cecy skruppum eldsnemma(en samt of seint!) út að hlaupa um morguninn. Keyrðum í jardin botanico sem er eiginlega lystigarður (?) með fullt af plöntum og einhverju til að skoða og stígum og svona. Það var hins vegar ótrúlega mikil sól og í lokin var þetta orðið rosalega erfitt bara! Tríóið (ég, Cecy og Allen, Aarón er að vinna) skrapp svo sienna um daginn í bankann. Síðan kl 5 var komið að því að taka testið í Spænskunni fyrir námskeiðið! Það var æðislegt að hitta alla hina skiptinemana, held við séum alls í kringum 12 og allir hressir og glaðir J Eftir prófið skruppum við svo í Forum(mollið ef þið vissuð ekkiJ) og forum á Inception nokkur saman J een bíómiðinn kostar hér 500 kall! Fannst líka algjör bonus að geta keypt karamellupopp hehe þegar ég kom heim fékk ég að borða hálfgerða baunasúpu…ekki beint merkilegur matur en alveg góður. Semsagt bara baunir og svo vatn eða soðið af þeim, + salsa og ostur ef þú vilt. Ég og Allen skruppum svo í OXXO (sjoppurnar sem eru alls staðar) og keyptum þar alls konar mexikóskt dót sem var sterkt en mjöög gott og ódýrt J

13/08 föstud:gerði nákvæmlega ekkert um daginn fyrir utan tjill og að borða. Ok fyrir utan eina sjoppuferð fyrir lime hah. Aarón kemur yfirleitt heim í hádegismat, en það er svona aðalmáltíðin hér, þó svo að máltíðirnar hérna eru rosalega frjálsar hvað tíma varðar. Um kvöldið var þó haldið á eiginlega ball sem var mjög gaman J einhverjir leigja sal og allir geta keypt miða J fór með Allen og tveimur vinum hans, Carlos og David, en þeir voru bara hressir, svo hittum við Jose Pablo og alla skiptinemana á staðnum J Mjög skemmtileg tónlist allt kvöldið og flottur staður! Var bara gott kvöld!

14/08 laugard: Skrapp með Allen til vina hans að spila (á hljoðf) mjög gaman og þeir voru rosa hressir, Rudolph, Gérard og Obed. Syndu mer hvað þeir voru að gera og spiluðum slatta saman og svona J fannst (áður en ég fór í skólann) samt alveg semi fyndið að eiga bara strákavini fyrir utan skiptinemana hah. Fórum á sushi stað í nágreninu sem var mjög ódýr eins og allt (16 bitar á 700 m/íste) en sushiið er aðeins öðruvísi en það sem ég þekki en gott samtJ
Ég og Allen forum svo heim til Davids um kvöldið og þangað komu fleiri vinir. Vorum bara að spjalla og svoleiðis og skruppum svo á e-ð kaffihús til að borða og svo heim. Bara rosa fínt kvöld! J

15/08 sunnd: náði í fyrsta sinn að sofa út! Og vaknaði við að það væri tilbúinn morgunmatur fyrir mig niðri J banani og epli með músli og jógúrt sem var mega gott. Skruppum svo í lunch til Bety (frænku) með allri familíunni, en einu sinni í mán hittast þau á sunnudegi í lunch. Fékk tacos (með baunum og salati) og í eftirrétt hálfgerðan möndlugraut sem var samt ekki jafn þykkur og grautarnir á ísl..æ veit ekki og e-ð mjólkurdót með einhverjum skrýtnum ávexti sem lítur út eins og vangefið avocado en bragðast eins og engifer….
Ég og Sabina (5 ára) urðum rosa góðar vinkonur eftir spænskukennslu hjá henni og leikjum með einhverjum boltum, var orðin mega vinsæl hehehehehe náði að kenna Edgari (aðeins eldri en ég, frændi) nokkra góða íslenska frasa…t.d. ég hlakka til, slaka og farðu í rassgat, sem mér finnst ennþá ótrúlega óeðlilegt að heyra hann segja í matarboðinu hahahah… Skruppum í Forum og ég fann slatta sem mig langar í ! en kortin voru e-ð að stríða mér L fann súkkulaði skittles mix og keypti mér e-ð mexíkóskt sælgæti sem eru bara dísætir ávextir í bitum með chili: það fyrsta sem mér fannst bara vont, og það fyrsta sem var dýrt! Frekar heppilegt.

16/08 mánd: svaf út! Horfði á hills og tjillaði, loksins farin að elska að geta bara slakaað J Ég þvoði þvott um morguninn! Svo var haldið í matarboð til Minu (og ykkur finnst ég stundum vera í mikið af matarboðum!) þar fékk ég mat: tortillur sem eru heilar (tortillurnar hérna eru ca 12cm í þvermál) en eins og snakk með baunum og salati og grænmeti og hálfgerðum rjómaosti! Mjöög gott. Þegar ég kom heim borðaði ég svo fyrstu brauðsneiðina mina hérna hehe en svo var komið að því að fara í spænsku tíma! Var ánægð með mig að hafa komist í betri hópinn þar og þetta var bara gaman! Erum náttúrulega bara að spjalla og kennarinn og hópurinn (erum ca 7) eru bara hressir! Fór með David og Allen um kvöldið sem var bara gaman! Fórum að ánni ofl J hins vegar fékk ég fleiri bit L

17/08 þriðjud: forum í skólann um morguninn til að ná í búninginn og vita stundatöfluna og forum svo bara heim (fékk að vita það seinna að hefði átt að vera í tímum þann daginn en það skiptir eeeeeengu). Mig langaði að gera eitthvað þennan dag þannig að úr varð að ég bakaði pizzur! Þær voru rosalega góðar, eeen voru samt hálfmisheppnaðar og sérstaklega önnur…soldið svona thick n’ crispy… svaf svo fram að spænskutímanum mínum (sem er frá 5-6 alla virka daga, út nóvember held ég) sem var fínnJ Cecy sótti mig og skutlaði mér heim, en hún var að fara í frönsku tíma! Dugnaður í henni, en bara út af því að Allen er að fara til Frakklands. Ég og David (Allen langaði að vera heima, en hann er líka semi leiður stundum útaf því að kærastan hans er í Frakklandi) fórum svo í Park sem er fyrir aftan mollið eiginlega á ánni og er rosaflottur! Hægt að leigja hjólabáta og alls konar skemmtilegt eins og David sýndi mér! Fórum í tæki sem maður er settur í ‘stól’ og tengdur við svona dót sem er á vír þvert yfir ánna, þannig að maður rennur bara yfir stóru ánna á þessum vír mjög hratt! Mjög skemmtilegt! J Hann sýndi mér svo flotta útsýnið yfir bæinn og svo þegar það var orðið dimmt fórum við að sjá dansandi gosbrunnana! Algjör snilld hahah er á litlu torgi með RISA flaggstöng og svo er spiluð tónlist meðan gosbrunnarnir breytast með litum og öllu. Horfðum á þetta 2var hahah

18/08 miðvd: Fyrsti skóladagurinn! Skólinn byrjar um 7 og var ég komin á fínum tíma. Viðurkenni nú alveg að ég var semi stressuð fyrir en þetta var bara frábært! Krakkarnir eru voða hressir, en tala varla ensku. Var bara gaman að hitta þau og kynnast fleirum. Fór í líffræði (skildi 0) og félagsfræði (varla neitt meira) og stærðfr (eru að læra það sama og ég lærði á seinustu önn hehe) og svo enska í lokin! Fannst gaman að sjá þau vera að reyna að tala og svona J og eina skiptið sem ég skildi kennarann! Fórum í leiki og allskonar bara gaman J það eru 2 frímínutur á dag, aðrar 25 og hinar 15 min. Er 2var búin 14:20, 2var 12:20 (þá bara löngu friminutur) og á föstd 11:35. Kannski vil ég samt skipta seinna og fara í frönsku tímana, en þá er ég 4 sinnum búin 14:20, treysti mér samt ekki í þá strax.
Skólabúningurinn er hvítur polobolur, grátt pils og svartir skór og hair hvítir sokkar. Hins vegar er ég núna bara í bolnum við gallab hehe en á föstd er líka frjáls klæðnaður.
 Fann út að í skólanum eru alls konar tómstundir og ég ætla pottþétt að fara í það, eftir að spænskunámskeiðið klárast því það er á sama tíma. Get þá verið í fótbolta :D og blaki (bæði 2var í viku, en margar stelpur í mínum bekk eru í blakinu). 2 skiptinemar eru í skólanum mínum, Paula frá Þýskalandi sem talar ensku ágætlega og Deborah frá Frakklandi sem ég er aðeins að strögla við að tala við því franskan virðist bara hafa horfið! Eftir skóla fór ég heim og lagði mig, fór í spænskutíma og svo á kaffihús með Cecy og vinkonum hennar, og var önnur þeirra mamma Jose Pablos hahah. Þær voru bara kátar og gaman að tala við þær, finn að ég er farin að geta skilið meira og svoleiðis J
svo er bara kominn tími á svefn! Looooksins
og endilega ef ég gleymdi að segja frá einhverju bara spurjið! Finnst gaman að svara öllu J

XXXXXXXXXXX

btw ætlaði að deila með ykkur fjölda bita núna:
á hægri fæti 21 
á vinstri 40
1 á hvorri hendi og 1 á bakinu. eeekki djók. taldi 2var.

Tuesday, August 10, 2010

Nokkrir dagar liðnir og maður er orðinn betur að sér hérna

Finnst ég nú vera frekar dugleg að blogga strax aftur! en held það sé sniðugt þvi ég mun líklegast ekkert nenna þessu svona oft eftir nokkra mánuði he he he

ok var bara búin að segja frá fyrsta deginum þannig þetta gæti orðið ágætlega langt þótt það séu bara nokkrir dagar liðnir.. þið bara lesið eins og þið nennið eða í pörtum eða e-ð haha alveg er mér sama ..:)

Gleymdi að segja frá því seinast að í Walmart þá fundum við litla mjólkurfernu með Lazy Town utan á og fannst henni alveg magnað að ég þekkti Íþróttaálfinn! fannst samt fyndnast að pabbinn hélt að þetta væri alvöru skeggið hans lol. + um kvöldið fékk ég í jógúrt mangó með þurrkuðum bláberjum og pecan hnetum! mjög gott!
bien - á sunnudaginn þá vaknaði ég og hélt barað ég væri ein í húsinu en Allen var heima og restin kom fljótlega. náði að fá sjónvarpið til að virka (og hef ég alveg skemmt mér yfir sumu herna á spænsku þar hehe) og prófaði sturtuna og svoleiðis (mjög fín hah). Morgunmaturinn var bara venjulegur, e-ð kornflex með banana. Allen sagði mer að við værum svo að fara í fjölskylduafmæli hjá frænda hans seinna um daginn en þangað til vorum við bara að tjilla og e-ð. Fannst við vera frekar lengi að leggja af stað í afmælið (miðað við hvað við erum bara alltaf að dría okkur heima hah. Ein systir Ceciliu fékk far hjá okkur (hún á 11 systkini!) og svo komum við í afmælið. Allir þar bara rosalega hressir og vinalegir :) ekki leiðinlegt það. Þarna voru 6 systur mömmu minnar hér + öll börnin (og eru þær margar orðnar ömmur) + pabbi þeirra og makar. Ég kynnti mig fyrir hverjum og einum og svona. Þau voru mikið að testa mig í hvað þau hétu og húmor í kringum það hehe en já, fannst líka gaman að af því að þau virtust varla tala ensku nema einn og einn þannig að heilmikil æfing í spænskunni. Það virðist vera algengt að hafa svona frauðplastdiska fyrir svona marga, en fyrst var í boði pizza (bara frekar venjuleg). Svo kom heitur matur, fiskur og kjöt, og með því tortillur en ekki hvað (+chili sósa og lime) og fannst mér það rosalega gott. Eftir það var byrjað á kökunni (sem eru oft (allavega hjá þessari fjölskyldu) svaka fínar en keyptar, ca 4 botnar og svaka skrautlegar að utan! þegar búið var að borða þá drógu konurnar upp spjöldin - það átti að fara að spila bingo, en þetta er aðeins öðruvísi en okkar þvi þetta er peningaspil og í stað talna eru myndir :) en það var bara fjör! Rosalega týpiskur ömmu- og frænkuhúmor þar hahah.. ég vann aðeins en kom út á núlli. Eftir spilið talaði ég meira við nokkra frændur á minum aldri og hafði gaman af því að annar þeirra elskaði Ke$hu og sýndi honum skinku myndbandið hehehe lol.Þegar við komum heim úr boðinu gaf ég þeim gjafirnar sem ég hafði keypt fyrir þau og voru þau mjög ánægð. Þeim fannst líka lakkrísinn og djúpurnar sem ég kom með rosagóðar og eru bara að verða búin með það :)
á mánud: Ég, Cecy og Allen fórum til Dr.Morales (gaurinn með allt í rotary) og tók ég til alla pappírana mína og allt svoleiðis. Þegar ég kom á staðinn var það fyrsta sem hann spurði um vegabréfið. ái. það hafði orðið eftir heima - eða það hélt ég.... Ég skildi mjög lítið af því sem fram fór á skrifstofunni hans en hann virtist vera fínn. Fórum svo að kaupa flugmiðann fyrir Allen og jesus hef aldrei þurft að bíða í kannski klst eftir því að afgreiðslukonunni takist að gera þetta...vorum öll að deyja úr hungri þegar við komum heim og var gott að Cecy var búin að gera pasta og salat og keyptum Domino's pizzu með! (sem er btw alveg eins og heima). Pastað var með tunfiski, maís og jalapeño og bara mjög gott! Þegar ég kom heim fór ég strax að leita af passanum. Ég get svarið það að ég leitaði ALLS STAÐAR í herberginu en njet. Þannig að við skruppum út á flugvöll til að gá hvort ég hafði gleymt honum þar eða í vélinni en neei. Þá var haldið í næsta fjölskylduafmæli! Það var líka bara gaman, aðeins öðruvísi stemning samt, en sama fólk. Litlu hlutirnir sem gera allt mexikóskt herna er eins og t.d. að það var niðurskorið grænm með sósu í afmælinu, en sósan var sterk þunn salsa og nachos og hnetur uppúr chili sem nasl..
Aftur var flott kaka og svo hamborgarar fyrir allt liðið! Tók eftir því að kjóllinn sem ein frænkan var í var keyptur í zöru og komst að því að hún er í bænum (y). Talaði meira við strákana og fór svo með þeim út í fótbolta og körfu :) rosa gaman hahah :-D skrýtna samt að það er mega heitt þótt kl er kannski hálf 11 og alveg dimmt...þaannig að maður svitnaði meira en maður er vanur..en þust.. á leiðinni úr afmælinu byrjuðu þrumur og eldingar og heeellidemba!
þri: Cecy vakti mig í morgun því við vorum búnar að ákveða að fara út að hreyfa okkur, en það er ekki hægt um daginn í þessum hita! þegar við komum heim fór ég bara aftur að sofa (eftir sturtu að sjalfsögðu) og fékk mér einhvern næringardrykk (úr flösku) í mrgmat og svo bara aftur að gera ekkert. bara í tölvunni, tv og spilaði e-ð aðeins á hljóðfærin....fór svo upp að leita af passanum en nei. fór niður og talaði við Cecy sem kom upp að hjálpa mér, og ég fór svo e-ð að hugsa um í hvaða fötum ég hafði verið svo bara allt í einu fattaði ég það. !!!!! hahahahahah mér hafði fundist svo fyndið að vera með svona flottan innaná vasa á jakkanum sem ég þurfti að ferðast í þannig mér fannst bara sjálfsagt að geyma passann þar heheheh hahahh ekki alveg nógu góður staður, en vá mér leið bara strax svo miiklu betur!! eftir að hafa spilað aðeins með Allen fór ég út á ö veröndina.. og fann ég ekki bara eitt fyndasta gæludýr sem ég hef séð. Einhver rosa hress skjaldbaka sem heitir Suzy..hljóp útum allt hahah lol .. það eru líka fullt af ljósgrænum eðlum í beðunum fyrir framan húsin og ógeðsleg kónguló, svo ég tali nú ekki um að ég er strax orðin vel bitinn af mosquitounum..
fór aftur að gera ekkert og fékk mér að borða (matur + tortilla + chilisósa + lime) og svo varð ég mega ánægð þegar Allen spurði hvort ég vildi skreppa í bíltúr þar sem hann gæti sýnt mér bæinn :-D var rosalega ánægð að gera e-ð meira í dag en bara hanga heima 8) Við keyrðum niðrí bæ og var bara rosalega gaman að sjá allt mannlífið og svona! fullt af fólki og alls konar búðum, sölufólk, markaðir og garðar! Keyrðum uppá stóra hæð þar sem var flott kirkja og æðislegt útsýni! (sjá myndir) keyptum líka "elote" sem er maísstöngull á priki með mayo og osti og maður setur chilisósu, chilikrydd lime og salt á - mjög gott! (sjá mynd) Eftir að hafa skoðað helling í kring héldum við heim oog það byrjaði að rigna. og meira og meira og ég hef ALDREI séð jafn óótrúlega mikla rigningu eins og í dag! óótrúlegt. maður bara heyrði í henni inn og allar þessar eldingar! stóð heillengi í dyrunum og bara starði út! Kvöldmaturinn var bara steikt grænm og sveppir uppúr chili og þið ættuð að kannast við restina - í tortillu með lime...var alveg nóg chili þannig ég setti ekki meiri sósu haha. fannst btw mega fyndið að fylgjast með Suzy í rigningunni útá veröndinni hahahahah ég hlæ bara við að horfa á myndina!
xxx
 og hættu að horfa á mongólítasvipinn er að sýna elote-ið haha

allen og útsýnið yfir Culiacán

hahahahaha e-ð ein hlaupandi um litli hálfvitinn
meira seinna :) uploada þegar ég nenni myndum á face

Saturday, August 7, 2010

el premier día en Culiacán!

Jæja! þá er ég loksins búin að leggjast fyrir framan tölvuna til að gera fyrsta bloggið! ætli maður byrji ekki bara á byrjuninni....og já þetta gæti orðið frekar langt þótt þetta sé bara einn dagur

Fyrsta flugið mitt var kl 5 frá Keflavík til NY. Þessi ferðasaga er nú ekki beint spennandi þannig ég segi hana bara i helstu atriðum...fyrsta flugið var ca 5 klst og gekk fínt, svaf mestallan tíman þar sem að skjárinn minn vildi ekki sýna mér nema einn family guy þátt...þá var farið á JFK þar sem þetta skýrðist fljótt og örugglega hvað ég ætti að gera, þetta gat ekki orðið vandamál :) ég beið í röðinni í check-in-ið fyrir mexico flugið mitt í klukkutíma reyndar en gat svo fengið mér sushi og eftir það frappó og muffin á starbucks! flugið frá NY til Mexico City var um 4 og hálf klst en leið ágætlega hratt. Flugvöllurinn þar er hins vegar ekki það vel merktur og ég þurfti að spyrja nokkuð oft til að vera viss um að gera rétt en það reddaðist. Smakkaði svo einhverja mexikóska pítu með grænm sem var bara góð:) síðasta flugvélin var bara næstum tóm svo það var fínt að fá heila röð fyrir sig til að sofa á.
Á endanum fann ég töskuna mína úr síðasta fluginu og gekk út, en fann ekki fjölskylduna þannig að ég hringdi en þá höfðu þau verið að bíða hinum megin á flugvellinum með skilti hahah (dúllur), Cecilia (mamman) og Allen (yngri bróðirinn) komu að sækja mig. Viðurkenni samt að mér fannst frekar ógeðslegt að sjá eina pödduna sem var þarna inni....
Það var rosa gott veður í mrg ekki heiðskýrt en mjög bjart og heitt! Ég fór strax að tala um hitann (ca31°um morguninn) og þau hlógu bara því það verður svo miklu heitara seinna um daginn, hvað þá í sólinni haha Þau eiga ágætis jeppa og búa í svona lokuðu hverfi (ein gata með hliði fremst til að komast inn) og eru húsin svipuð og á spáni (eða það eina sem ég get hugsað líkt). Þegar við vorum að keyra heim leið mér bara eins og í einhverri bíómynd bara útaf hvernig húsin og göturnar litu út hehe
Cecy sýndi mér svo um húsið og fína herbergið mitt uppi! svipað stórt og mitt heima með stórum fataskáp og svo sér baðherbergi fyrir mig! stórt rúm og er með góða loftkælingu + ágætis hljómborð!
Þau eru með píanó (svona gamalt lágt) og Allen var líka með í láni gítar, harmonikku, munnhörpu og á sjálfur microkorg þannig held að ég sé bara mjöög vel sett! auk þess að eldri bróðirinn setti upp fyrir mig sjónvarp inn til mín! alveg magnað.
Eftir að hafa sýnt mér húsið fékk ég smá að borða, og ekki nema quesidillas haha og já tortillurnar hér eru miklu betri en heima! meira mais bragð einhvern veginn. Eftir að hafa fengið smá að borða ákvað ég að leggja mig aðeins eftir ferðalagið og sagði Allen að ég mundi kannski sofa í svona klukkutíma kannski og stillti vekjaraklukkur en neeei vaknaði ekki fyrr en eftir 4 eða 5! brá samt rosalega þegar ég leit á klukkuna og hélt að ég hefði sofið alveg til um 8 um kvöldið en þá var það íslenskur tími hehe
Ég, Cecy og bræðurnir héldum þá út að borða! fórum á los acros sem er sjávarréttastaður. Ótrúlega litríkur staður. bókstaflega. ég hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvað ég átti eða væri að panta, en þessi staður hafði mikið af rækjum og svo fisk og meira. Ég valdi bara einhverjar rækjur, hafði minnstu hugmynd um hvernig þær kæmu eldaðar. Í forrétt hafði Cecy pantað fyrir okkur rétt sem er djúpsteiktir chili sem er troðinn af fiski inní. Hljómar skrýtnara heldur en það er:) en það var bara rosa gott! Samt frekar sterkt þegar að fræin komu.......
Rækjurnar mínar voru í stærri kantinum, djúpsteiktar (ekki samt jafn feitar og t.d. þú færð á nings) og búið að velta þeim í kókos eða eitthvað og bornar fram með sósum, kartöflumús og brokkolíi og gulrót. Mér fannst samt skemmtilegast þegar að ég fattaði að (eða Allen sýndi mér) að þjónninn hefði komið með heitar tortillas, og gat maður þá sett matinn sinn í og borðað þannig! mér fannst það mjög gott :) Ég var hins vegar langt frá að klára matinn en fékk hann bara með heim...ennþá skemmtilegra var þegar ég og Cecy fengum rósir þegar við vorum að fara og allir sleikjó - eeeekki leiðinlegt það!
fórum heim og svo fór ég með Cecy i supermercado (Wal mart). Keyptum fullt af ávöxtum, þ.á.m. eitthvað sem ég er ekki vön heima, eins og fersk kókoshneta og papaya og fleira. Var svo bara að koma heim :)
svo megiði endilega kommenta fyrir neðan líka ef þið viljið spurja um eitthvað :)
þangað til seinna
xx