Tuesday, November 23, 2010

nóvember part 2


Guadalajara, Guadalajara...

Tienes el alma de provinciana
hueles a limpia rosa temprana,
a verde jara fresca del rio,
son mil palomas tu caserio,

Guadalajara, Guadalajara
hueles a pura tierra mojada.
 
Mér ber að taka fram að hér sleppi ég öllum atriðum sem skipta í raun engu máli (eins og að við fórum að fá okkur að borða í hádeginu osfrv osfrv) JBC
Byrjuðum ferðina í bestu rútu sem ég hef farið í ! vorum ekkert smá ánægð í þessum lúxus sofandi yfir nóttina. Komum um 8 leytið og það var ískalt úti! (saknaði Íslands þegar ég sá allt í einu rakann sem ég andaði frá mér...) Vinur Johanns kom að sækja okkur, en dagurinn var frekar rólegur (flestir höfðu skóla en við Johann vorum bara í rólegheitunum í húsinu hans Rodrigo) - en fórum samt í einn almenningsgarð sem er í raun hálfgerður skógur sem var bara gaman. Um kvöldið skutluðu þeir mér svo til Brians bróðurs.
Daginn eftir héldum við 'systkinin' í góða bæjarferð! Gengum allar fallegustu göturnar í bænum og skoðuðum helstu mannvirki oþh (þau sem við höfðum þá ekki séð í tourbus-unum tveimur frá síðustu ferð hah) og var bara æðislegt veður (eins og alltaf er þarna, eins og bestu sumardagarnir á Íslandi) og fínerí! Um kvöldið komu svo strákarnir (Johann(þýskaland) og vinir hans(mexikó)) að sækja mig (en ætlaði að dvelja þar þangað til að Brian væri alveg búinn í prófunum sínum) og héldum við út að leita að hjólaviðburði (fullt af fólki fer út að hjóla og götur lokaðar osfrv), en við ætlðuðum öll að leigja hjól. en allt kom fyrir ekki þegar við fundum aldrei hjólin! Komum okkur í staðinn fyrir á huggulegum veitingastað/bar þarna í nágreninu, svo var bara haldið heim í hús.
þetta er séð frá fallegri torgunum, en þarna er beinagrind í flottum búningi (í tilefni dag hinna dauðu)
*(myndirnar eru eitthvað aftur að stríða mér á tölvunni þannig ég get engu lofað um hvenær þær kom allar á facebook..)

Næsta dag var spiluð Lauma frameftir degi, en í aðeins 'meiri' útgáfu en allir í góðu skapi þannig það var bara gaman að þessu (pendejo á spænsku, 3 lime á borðinu(ef fjórir spila - einnig er tússpenni nálægur) en ef þú nærð ekki þá færðu bara staf - í andlitið)
um kvöldið var svo haldið eitthvert í bæinn að skoða og var bara gaman!

Þá var haldið daginn eftir í heimahús vina í svona rólegt tjill eitthvað sem var mjög gaman, sátum úti á verönd (ég lá samt mest allan timann í hengirúminu hehe) enda alltaf skemmtilegt að kynnast fleira fólki og svoleiðis. (ok er ekki alveg að standa mig í að sleppa atriðunum sem skipta engu en mér er svo sem sama)

á laugardaginn fór ég til Brians, en þeir hinir fóru að skoða smábæinn Tequila sem er rétt hjá. Við Brian héldum hins vegar í öðruvísi bæjarleiðangur, en við fórum að skoða fullt af götumörkuðum sem var mjög gaman! Hef nú yfirhöfuð alltaf haft gaman að þessu í útlöndum, en þar er alltaf einhver til að segja æ nú er komið nóg, förum eitthvert....eeen þarna vorum við bara að skoða lengi (og kaupa) aaalls konar dót! bara gaman að því. 
Myndirnar teknar í markaðnum sem er á fjórum hæðum, inni, en vinkona okkar hún Björk kom þar við á sínum tíma
Kíktum líka við í Zapopan (eitt af fjölmörgu suburb-unum frá Gdl) sem er rosa krúttlegur, fékk mér djúpsteiktan banana og eitthvað fleira skemmtilegt. Hittum líka á stóran danshóp sem var að sýna einhverja indíána dansa fyrir utan kirkjuna sem var flott. Þar sem að Of Montreal tónleikunum hafði verið aflýst um kvöldið, fundum við bara í staðinn aðra tónleika með mexíkóskum böndum sem var bara gaman! 
sést aðeins i danshópinn fyrir neðan..(zapopan)
Molotov (hálfgert rokkrapp, en einstaklega skemmtilegir textar hahah)
Þá var haldið til Chapalpa næsta dag! En það er stærsta stöðuvatn landsins. Og ótrúlega fallegur og huggulegur staður! Veðrið alveg eins og það gerist best, rólegur og vinalegur bær og ég veit ekki hvað og hvað. Röltum um bæinn og meðfram vatninu og kíktum á götumarkaðinn þar sem eitthvað var að sjálfsögðu keypt, þar á meðal Elote og mjög góðan ávaxtasafa í bamboo glasi! Á leiðinni heim stoppuðum við svo í Tlaquepaque (annað suburb frá Gdl) þar sem við gengum flottu göngugötuna og fórum á aðaltorgið og svona (frekar mikið fólk og eins og oft mikið af sölubásum og fólk að sýna eitthvað sniðugt)
sátt með bambúinn!
lýsir bara andrúmsloftinu í Chapalpa
krúttlegt mariachi band í Tlaquepaque (litlir strákar með :) )
Á mánudeginum héldum við til Tapalpa (fjallabær í svolítilli fjarlægð) með hinum strákunum og var það bara fjör! þegar við komum héldum við strax til að sjá risa steinana sem eru þarna af einhverjum ástæðum en þegar við sáum hestaleguna var ekki aftur snúið. Flott landslag og góðir hestar, en hattarnir gerðu gæðamuninn. Um kvöldið fórum við svo í sjálfan bæinn og settumst við niður á torginu þar sem að einhver samkoma/skemmtun var í bænum í tilefni af byltingunni (16.nóv held ég-fyrir hundrað árum) þar sem að flott tónlistaratriði komu fram. Fannst líka alveg gaman að því þegar strákarnir voru að skjálfa úr kulda að leita að heitu kakói að drekka þá kom ég bara við í ísbúðinni C

kunnum alveg að vera kúrekar ef út í það er farið haha
Á þriðjudaginn ákváðum við Brian svo að skella okkur í Selva Mágica (sem ég var búin að heyra að væri tívolíið í bænum) og í dýragarðinn. Þegar að við loksins komum þangað eftir klukkutíma umferð oþh vesen og vorum búin að kaupa frekar dýra dagpassa komumst við að því að þessi garður væri fyrir fólk í kringum..8 ár. haha röltum um garðinn prófandi hin og þessi tæki, hvort sem það var 'krúttlegur' rússíbani eða 5 metra fallturn.. (gátum ekki prófað öll þar sem að sum höfðu takmörk fyrir því hversu hár í loftinu þú máttir vera...) en við fundum að lokum 2 sem voru ágæt og hengum bara í þeim...(en þar sem við vorum á þriðjudegi í miðjum nóvember voru e n g a r raðir!
Báturinn góði!
útsýni yfir garðinn og Guadalajara
en það hefði verið góð ákvörðun að fara fyrr yfir í dýragarðinn, en hann var mjög flottur, hvít tígrisdýr klikka ekki. Mesta feilið var þó að ákveða að 'kíkja inn' í eitthvað safn í miðjum garðinum (vorum orðin tæp á tíma) en karlinn var bara svo ánægður að fá okkur að við ákváðum bara að slá til. Við héldum hins vegar að þetta væri bara svona eitthvað lítið til að ganga rétt í gegnum een svo var ekki. ætla bara að segja frá í punktum:
- hann kynnti fyrir okkur safnið (markmiðið að bera saman dýrin og manninn)
- horfðum á 5 min myndband.
- héldum niður til að bera saman mataræði okkar og górillunnar í garðinum.
- fórum í tæki til að sýna okkur hvað það yrði erfitt fyrir okkur að fljúga (þetta var alveg stórkostlega pínlegt að vera tvö í hóp þarna, sitjandi á einhverjum stólum með vængjum sem að maðurinn hækkaði svo upp í 3 metra hahahah)
- hann sagði okkur frá því hvað það getur verið erfitt fyrir dýrin að para sig þegar þau lifa langt í burtu frá hvort öðru og við tók eitthvert samstæðuspil (enn og aftur pínlegt að horfa á okkur ýta á einhverja takka á einhverju korti - áttum að ná öllum pörunum á 3 mínútum (sem liðu eins og 15...))
- þá vorum við nú alveg komin með nóg og ég reyndi bara eins lúmskt og kurteisilega og ég gat að segja að safaríið væri alveg að fara að loka og við yrðum að drífa okkur! (sem var satt, enda vorum við ekki hálfnuð á þessu safni!)
Héldum í Safari þar sem að voru fullt af flottum afrískum dýrum. Eignaðist vin sem var Gíraffi og vildi bara borða úr höndinni minni sem var mun áhugaverðara en það hljómar hahah (litlu börnin í sömu ferð næstum því farin að skæla hehe). Reyndum svo að sjá sem mest á þessum litla tíma sem við höfðum og héldum svo heim. Fórum í hús strákanna, en Brian þurfti að gera heimavinnu þannig að hann skildi mig eftir þar og svo ætluðum við bara að sjást á rútustöðinni um kvöldið. Við hin héldum hins vegar í afmæli á veitingastað sem var bara kósí og gaman og svo var bara haldið heim!n
dýravinurinn
í réttu ljósi
með flottustu dýrum í heeimi

dýr að kúka 
Ég er annars bara búin að ákveða að ég ætla að reyna að njóta þess bara sem best að fá að upplifa alvöru mexíkósk jól, þau íslensku taka bara á móti mér aftur á næsta ári (en samt ekki slæmt að fá þau íslensku beint í æð þegar ég vakna á aðfangadag! (DE: mun vakna extra snemma til að ná að syngja með þér í kvöld jólin eru að koma fyrir kl 6!)
btw keyptum ferskar, nýbakaðar, alvöru alvöru tortillur (hveiti) um daginn sem eru æææði! þær minntu mig samt fyrst á laufabrauð! :( mig langar í laufabrauðargerð :(

Er búin að vera á fullu að stússast seinustu daga til að gera pakkann sem ég mun senda heim tilbúinn en hann er alveg flottur..

Átti líka frábæra helgi (gisti hjá Violu(þýs) yfir hana alla) en fórum í skemmtileg partí (annars standa þau bara yfirleitt alltaf fyrir sér, og er að sjálfsögðu nóg af þeim hér) og byrjuðum að taka fyrstu skrefin í kite-surfi (sem var ekkert smá gaman!) og bónus að fá alla kettlingana um kvöldið! 

Svo var Paula að segja mér að við færum í jólafrí 3.desember ! það yrði alveg ææðislegt!

Þetta ætti nú alveg að duga bara fram að jólabloggi eða eitthvað álíka! heimta allavega smá frí frá bloggbeiðnum eftir þetta ótrúlega of langa bloggi sem ég gubbaði uppúr mér(hafið samt enn rétt á að heimta að fá myndirnar) en bara njótið!

PS takk enn og aftur fyrir æðislega pakkann minn! (þeim fannst þetta allt mjög gott!)

9 comments:

  1. Takk elsku Eyrún, gaman að lesa um þessa skemmtilegu ferð þína og hvað þú hefur upplifað margt skemmtilegt í henni, eins og allt sem þú segir okkur frá er svo framandi fyrir okkur. Gott að heyra hvað þú ert jákvæð gagnvart jólunum skynsöm stúlka.
    Er enginn skóli frá 3. des. eða hvað meinti Paula? Er hún skólasystir?
    Hvar fæddust kettlingarnir? Heima hjá þér? Eru þeir ekki að verða æðislegir, lifa allir fimm?
    Allt fínt héðan, mikið og skemmtilegt hjá mér í öllum jólaklúbbunum, fór með 'gömlunum' mínum í skemmtilega sólarhringsferð til Hveragerði,er að fara í tvö boð á M 18 um helgina, fjsk frokost laud og frænkuboð sud. Svo er að koma törn í yfirsetu HR í des frá 2. des til 17. 10 tíma á dag flesta dagana, en það er bara gaman. Hafðu það sem allra allra best elsku stelpan okkar kv am ga og frá afa

    ReplyDelete
  2. Paula er skiptinemi frá þýskalandi, önnur þeirra sem er með mér í skólanum en hún sagði að þau byrja í prófum í vikunni eftir og fara sjálf í frí þann þrettánda: en við tökum engin próf!
    Kettlingarnir fæddust hjá fjölsk 2 og lifðu allir! var að sjá myndir af þeim frá því í gær(þá 1 dags gamlir) og er alveg ótrúlegt hvað þeir eru fallegir, get ekki beðið eftir að sjá þá aftur!
    æðislegt að fá smáfréttir að heiman og vona að þetta verði bara gaman! Vona að þetta verði nú samt ekki of mikið þarna í próftörninni, en rúmar tvær vikur tíu tímar á dag er ekki lítið! xx

    ReplyDelete
  3. *hvað fékkstu marga stafi í andlitið? áttu engar myndir af þér útkrotaðri? geri ráð fyrir að þú hafir tapað.
    *(ok er ekki alveg að standa mig í að sleppa atriðunum sem skipta engu en mér er svo sem sama)
    --> þetta fannst mér fyndið. vildi bara segja þér það hehe
    *vorkenni innilega þessum strákum að þurfa að vera með þér í einhverjum búðum og sölubásum! hljóta að vera virkilega þolinmóðir!
    *hvernig var djúpsteiktur banani? held reyndar að ég hafi smakkað þannig á Borneo...
    *uppáhaldssetningin mín í blogginu: "þegar við sáum hestaleguna var ekki aftur snúið. Flott landslag og góðir hestar, en hattarnir gerðu gæðamuninn." hahahahahaha
    *NAGLI í ísbúð vel gert lol
    *æi eyrún ég ELSKA þig með þennan kúrekahatt! viltu gjörusvovel að láta frekar svona mynd í display en þessa dökku sem þú ert með núna! þú sést ekkert á henni! wrár
    *nei hahah þetta hlýtur að vera uppáhaldsbloggið mitt so far, þú ert að fara á kostum: "(litlu börnin í sömu ferð næstum því farin að skæla hehe)" DUGLEG ÞÚ EYRÚN AÐ FARA EKKI AÐ GRÁTA! HI 5! hahahah
    *dýravinurinn í réttu ljósi er frábær myndasyrpa. kúdos. svo ég tali nú ekki um dýr að kúka haha
    *virkilega ánægð að heyra þetta með "í kvöld jólin erað koma" og eins gott að þú standir við það. legg til að þú verðir bara online á skype allan daginn og ég reyni þá bara að hringja í þig ;)
    *stóðst þig vel
    *færð samt ekki frí frá böggi
    -Dagný

    ReplyDelete
  4. Æðislegt blogg Eyrún =) Skrifa seinna (er í vinnunni) kv. mamma

    ReplyDelete
  5. Ok, í fullri hreinskilni þá var þetta blogg...aaalgjöör snilld! lol-aði bókstaflega 3. eða eikkað og var flissandi restina af tímanum! er btw að fýla bamboo glasið og öfunda þig ekkert smá að því að a) hafa látið gíraffa éta úr hendinni þinni(og því að láta litla krakka fara að gráta! lol jk) b) að hafa séð hvít tígrisdýr sem eru sjúklega svöl og c) kite surfing!? nice! og er sammála Dagnýju með kúreka myndina! og HI 5 Dagný, gott djók ;)
    Kv. litli stóri bróðir :D

    ReplyDelete
  6. Hæ aftur, ég skemmti mér ekki minna við að lesa bloggið í annað sinn :)
    Frábært að geta sofið í rútunni ... sparaði auðvitað rosa tíma ... alveg mátulegur nætursvefn bara!
    Fúlt að þið skylduð ekki finna hjólaleigu en þið hafið líklega fengið góðan göngutúr í staðinn á meðan þið voruð að leita!!
    Ótrúlega heppin að Brian skuli hafa gaman af götumörkuðum eins og þú :)
    Þið hafið líka greinilega verið dugleg að skoða ýmislegt í nágrenninu ... ekki slæmt að hafa endalaust þetta góða veður í svona ferðalögum! Ótrúlega flott myndin frá Chapalpa =)
    Og svo reiðtúr í kaupbæti - ekkert smá skemmtilegt ... en þetta virðast nú vera hálfgerðir smáhestar, eru þeir bara svipaðir og íslenskir eða ...?
    Dýragarðar klikka sjaldan! ... ég er samt fegin að þú skyldir ekki reyna að hræða tígrisdýrið!!!
    Jæja, best að fara að hugsa um matinn, takk aftur fyrir frábært blogg og vonandi fer að koma smá jólabragur þegar kemur fram í desember.
    Ástarkveðja, mamma
    p.s. er pakki nr.2 nokkuð kominn?

    ReplyDelete
  7. Día de los Muertos ... var að læra um það í spæ!! wooohoooo
    gæðablogg eyrún!, keep up the good work :D

    ReplyDelete
  8. Heyrðu nú mig mín kæra, bloggin verða bara alltaf skemmtilegri og skemmtilegri, ég veit ekki hvernig þetta endar.
    Þín flottust með kúrekahattinn og aldeilis gaman að sjá mynd af kúkandi dýri hahaha. Virðast vera ótrúlega fallegir og skemmtilegir bæir og staðir sem þú hefur skoðað. Hvernig smakkaðist annars bambúinn? Oh svona litlir kettlingar eru nú með því krúttlegra sem maður sér, þú tekur nú kannski mynd af þeim til að sýna okkur, væri líka gaman að sjá mynd af fjölskyldunni sem þú ferð til í janúar (Violu fjölskyldu).

    Knús, Hófí

    ReplyDelete
  9. Vá hvað er langt síðan ég hef kommentað á blogg, ekki síðan á blog.central tímabilinu. Allavega, gaman að lesa um hvað þú ert búin að vera gera svona miiiikið skemmtilegt þarna úti!
    Og leiðinlegt að jólabarnið fær ekki íslensku jólin sín :/ var btw í ikea um daginn, hugsaði bara um þig og rósu haha en það er alltaf næsta ár!! :)

    En halda svona áfram og þú verður að koma með ítarlegt blogg um mexíkósk jól! :)

    ReplyDelete