Tuesday, November 23, 2010

nóvember part 1

jess loksins annað blogg til að gleðja ykkur. Það er aldeilis hellingur búinn að gerast frá því síðast og ég bara veit varla hvar ég á að byrja, en ætlað stikla vel á stóru og sleppa alveg slatta hah :) 
lol jk
alveg er ég að vera góð að standa við orð mín núna...er að deyja úr þreytu og klukkan er orðin hálf 1 - vakna fyrir 6 á hverjum morgni fyrir skólann....(og jájájá skal bara drífa í part 2 eins fljótt og ég get..vonandi kemur það áður en næsta harry potter kemur allavega)
þetta er semsagt frá því áður en ég fór til Guadalajara! býst við að skrifa næsta blogg fyrir helgi :)
Ég mun hins vegar ekki geta annað en að sleppa slatta og skrifa þetta í punktaformi...vona að þetta verði ekki bara ein desmadre hérna en sjáum til (part 2 verður massífara held ég, en finnst ég alveg búin að skrifa nóg í dag(átti alveg eftir að skrifa um Gdl í dagbókina þannig ég átti mikið eftir...)

- Síðasta blogg kom um það leyti sem ég hafði verið í þægilegheitum í la primavera og hafði það rosa gott þar. Er annars fastagestur í húsi Violu - þau eru eiginlega eins og fjölskylda nr 2 fyrir mér heheheh LOL þau eru það bókstaflega. En ég er mjög ánægð með það, verður bara gaman og spennandi að skipta!

- Annars erum við Johann líka bara mjög góðir vinir! he's like the brother i never had.....(haha lol jk, sindri er og verður alltaf #1) stundum þá skreppum við bara niður í miðbæinn í rólegheitunum og gerum bara það sem okkur dettur í hug. Um daginn varð t.d. fyrir valinu að fara á hjólabát á ánni sem var mjög skemmtilegt !

- Í lok hvers mánaðar í skólanum mínum þurfa krakkarnir að taka kaflapróf og október var engin undantekning -  hins vegar lærði ég í fyrsta sinn undir 1 stk svoleiðis og gekk síðan bara vel í prófinu! (meina...á ekki einu sinni bókina, en verst að einkunnin er gefin líka með heimavinnu og hvað maður gerir í tímum osfrv..hehe)

- Einn daginn bauð Miguel (brasilía) okkur að koma með sér á Rotaract fund hjá sér (en það er rótarí klúbbur fyrir ca 18-30 ára fólk, oft fólk sem sjálft hefur farið sem skiptinemi á vegum rótarí og skipuleggja ýmis verkefni) sem var bara gaman :) minnir samt að það hafi bara verið við Miguel og svo þjóðverjarnir, en fékk t.a.m. að sjá húsið hans Miguels (sem var rosa fínt - en ég hefði samt ekki meikað að setja upp jólatré og skreyta það í miðjum október..) og var bara gaman á fundinum að kynnast þessu fólki og verkefnum þeirra

- Þá ætti ég líka að nefna rótarí-eventinn sem við vorum skyldug til að mæta á hahah (alveg getur hann Morales kallinn bullað) þetta var sem sagt samkoma fullt af klúbba sem voru að selja mat til styrktar klúbbanna, en þetta var svosem ágætt. Lentum í megabombuass viðtali í sjónvarpinu og svoleiðis sem var bara fínt !

matarsamkoman hah


allir sætir fyrir viðtalið


- Um skólanum var svo um daginn Ferias de Ciencias, sem var haldin í sama stíl og el bicentinario - en þemað alveg gjörólíkt! Þetta gekk út á það að krakkarnir héldu sinn bás með einhverju 'merkilegu' vísindalega séð! og komu þau alveg með undarlegustu hluti hahah Einhverjir voru til dæmis með eld sem  hækkaði og lækkaði með takti tónlistarinnar og vökva sem þú getur brotið og látið leka (við Paula(þýskaland) skemmtum okkur konunglega yfir honum...) og alls konar meira..(ættu að vera einhverjar myndir á face, og mun bæta við þær bráðlega)

- Þá var komið að Halloween þessa síðustu daga í október. Fór í fjölskylduafmæli um daginn sem klikkar sjaldan og endaði á því að sleppa sem Jasmín inná skemmtunina. Var bara eins og ball nema úti á muuun stærra svæði en get alveg sagt að þetta var með bestu kvöldunum! var bara í sjokki eftir kvöldið! svoo flottir búningar og góð tónlist og snilldar stemning, og þar að auki fyrsta skiptið sem ég fór út með bekknum! alveg frábært kvöld.

valdi mynd sem að sýndi góða búninga (samt bara random stranger)


- Daginn eftir hélt ég til los Alamos (þar býr Viola (þýskaland og átti held ég btw eftir að greina frá því að sögnin violar á spænsku þýðir að nauðga, enda fær hún alltaf skemmtileg viðbrögð hér þegar hún kynnir sig hahahah)) þar sem að Johann og Viola (þjóðverjar) biðu mín, en það var aldeilis halloween í hverfinu hennar! yfirdrifnar hússkreytingar og við bara röltum um í rólegheitunum (og tókum nammi þegar ekki sást til hinna hehehehe) Fékk líka massífa hugarfarsbreytingu eftir þennan sólarhring með þeim í garð ýmissa landa (fer þó ekkert frekar út í það) en daginn eftir ætluðum við Johann að fara með henni í skólann (í Tec de Monterrey sem er dýrasti og flottasti skólinn og með þeim bestu í landinu - og þar af leiðandi alls ekki líkur mínum) en skólinn hennar er allt öðruvísi! allt svo stórt og bara ópersónulegt en svo flott - ætla að biðja  og spurjast fyrir hvort ég geti ekki fengið að æfa fótbolta þar þegar ég skipti um fjölskyldu (þau búa hinum megin við götuna við skólann). Annars var mesti munurinn hvernig fólkið er. Ekkert þeirra (sem við þekktum ekki fyrir) heilsaði okkur...og það er tilbreyting frá þessum venjulegu mexíkönum (allavega eins og ég þekki þá). Það var líka áhugavert að vera með tvo þjóðverja við hliðina á sér þegar við sáum risastóra mynd af Hitler og á henni stóð EAT KEBAB. Það var sem sagt verið að auglýsa einhverja matarsamkomu..og voru alls konar  auglýsingar sem ég fór eiginlega bara að skammast mín fyrir þeirra hönd að hafa sett upp (en þau útskýrðu líka helling fyrir mér hvernig allt í kringum stríðið er fyrir þau osfrv). Ég kíkti líka í einn tíma hjá föður mínum hér sem kennir í háskólanum þarna, en við þekkjum líka slatta af háskólafólki þarna sem er miklu hressara heldur en fólkið í prepatoria! en bara gaman að sjá muninn.

- Día de muertos. Skrýtinn frídagur. Þau fræddu mig um það hvað leiðin eru eiginlega bara heimsótt 3 daga á ári: mæðra, feðra og el día de muertos. Og þá er engin smá umferð í garðinn! Ég dró þau með mér til að sýna mér og það var aldeilis mikið af fólki! Það var búið að loka götunni fyrir framan og höfðu komið sér fyrir fullt af sölumönnum með básana sína að selja dót til að fara með að leiðinu. Kirkjugarðurinn er allt öðruvísi heldur en á Íslandi, leiðin einhvern vegin svo mikið út um allt...og lítur ekki út fyrir að halda þessarri ró yfir sér einhvern veginn. En þó svo að margt fólkið hér heimsækir leiðin á þessum degi (og í skólunum eru útbúin svokölluð altör (altari) fyrir einhverja fræga sem hafa dáið (minn bekkur gerði fyrir John Lennon)) og því fylgi aaalls konar skreytingar í bænum og bakkelsi þá er fólkið í suðrinu víst ennþá ýktara með þetta, en þar baka þau kannski muffins í laginu eins og hauskúpur og setjast saman og borða þær yfir leiðinu, gefa svo hinum látna eitthvað sem honum á að finnast gott (t.d. pan de muertos) og spila kannski eitt lag eða tvö fyrir hann...


- Viola kom síðan í heimsókn í skólann minn og fékk að upplifa muninn! Skólinn minn er t.d. ekki með universidad (þar af leiðandi meira eins og grunnskóli) og miiiklu minni og bara yfirhöfuð öðruvísi! Henni  líkaði samt víst mjög vel við skólann okkar (enda fólkið þar allt öðruvísi, mun auðveldara að kynnast því oþh)

-síðasta daginn fyrir Guadalajara fór ég svo með Ceciliu í vinnuna hennar, en hú kennir 7-12 ára krökkum í almenningsskóla ensku! aaaaalgjörar dúllur! Kom eins og aðstoðarkennari og fengu þau að spurja mig spjörunum úr (fékk spurningar eins og guad color? (þau þurftu að skrifa þær niður) en elstu krakkarnir vissu mun meira) og kenndi þeim aðeins um Ísland og gaf þeim svo nammi í lokin :) en auk þess báðu þau öll um msn-ið mitt og facebook hahah fannst það alveg best..

krakkarnir að stilla sér upp eftir frímínútur


- tók svo lokaprófið mitt í spænskunni þennan dag (og lærði helling!) og gekk bara vel - en ég á enn eftir að fá einkunn! svo var bara haldið heim að pakka til að LEGGJA AF STAÐ

btw besta rúta e v e r

frh mjööög fljótlega! (vonandi bara strax á mrg)
xxxxx

6 comments:

  1. Aldeilis frábærlega skemmtilegt blogg!! Er ekki gert ráð fyrir að þið haldið áfram í sama skóla eftir að þið skiptið um fjölskyldu? Dagur hinna dauðu hljómar mjög spes ... er þetta bara einn dagur eða var búið að skreyta eitthvað áður? Hvar fékkstu þennan fína Jasmín-búning? Varst þú með eitthvað "vísindaundur"?
    Mjög gaman að fá fleiri myndir =) vonandi kemur framhaldsbloggið sem allra fyrst, knús, mamma

    ReplyDelete
  2. jú thad er gert rad fyrir thvi, held ad enginn muni skipta um skóla nema ad their bidji séérstaklega um thad..Og thad var byrjad ad skreyta fyrir dag hinna daudu ca mánudi á undan! beinagrindur útum allt í skrautlegum búningum og sá morg altari hér og thar um borgina! Stefi fraenka min (19 ára sem var ad koma heim i haust fra au pair í usa) lanadi mer Jasmín búninginn (lánadi mér heeelling af gomlum dansbúningum til ad velja úr) :)og neeeei hahahah var ekki med neitt (enda hafdi enginn latid okkur einu sinni vita af thessu!) og já ég mun líklegast leggjast í skriftir mjog fljótlega aftur
    xxxx Eyrún

    ReplyDelete
  3. svo þú áttir þig á því strax hvað ég er að leggja mikinn metnað í kommentið mitt þá vil ég byrja á því að segja VÁ langt blogg og vel gert að hafa nennt þessu svona seint - sá strax hvað það var langt því ég er með 2 glugga opna svo ég geti kommentað um leið og ég les! ;)
    * lol á fjölskyldu-lol-ið þitt hehe
    -held samt að þú eigir við fjölskylda númer ÞRJÚ því væntanlega erum við númer eitt!
    *hahaha (viðbrögð við sindra gríni)
    *gaman að heyra hvað þið eruð dugleg að finna ykkur eitthvað að gera :)
    *megabombuass viðtal ?!?! var svona megabomba með svakalegan ass að taka viðtalið eða?
    *greyið Viola að heita þetta...
    *dúllukennari að gefa nammi! :)
    Hlakka til að lesa meira :) gaman að sjá hvað þú hefur það gott og ert dugleg að gera hluti!
    Kv. uppáhalds

    ReplyDelete
  4. Glæsilegt blogg Eyrún, gaman að lesa þetta allt saman. Vonandi færðu að æfa fótbolta í skólanum hennar Violu, hvað er annars lang til hennar núna?
    Flott Jasmín, orðin fallega brún skvísan!

    Hlakka til að lesa framhaldið,
    knús, Hófí!

    ReplyDelete
  5. hahahahahah mjög gott dagný!
    - megabombuass er bara klassa lýsingarorð en ef út í það er farið þá var gellan reyndar með alveg frekar stóóóran afturenda hahaha
    - hugsaði líka um að skrifa nr 3 en vildi ekki rugla fólk í ríminu!
    - Cecilia fer reyndar oft með nammi í skólann! hahah fannst samt gaman að gefa þeim þau (þurftu að segja mer litinn á sínu nammi til að fá mig til að gefa þeim það hah)

    ég skipti um fjölskyldu í janúar!

    ReplyDelete
  6. Öflugt blogg! En samt gaman að lesa það :D Væri sjúklega til í að sjá svona ekta Halloween skreytingar og vera á degi hinna dauðu! mér finnst líka mög fyndið hvað þú ert farin að lol-a ótrúlega oft og það að hahahahaha-in þín enda alltaf á h-i í staðinn fyrir a-i! (það þarf ekki mjög mikið til að skemmta mér...) Eins gott að þetta hafi verið djók með bróðurinn því annars mun mér líða eins og ég hafi verið svikinn en takk samt fyrir #1, hörð samkeppni um það sæti.... og btw like á megabombuass, klassa lýsingarorð ;)
    kv. Sindri, bróðir #1

    ReplyDelete