Monday, October 11, 2010

eitthvað aðeins

er liðið frá því síðast, en ekki frá það miklu nýju að segja! hér er allt bara að ganga sinn vanagang. fer í skólann eldsnemma á morgnana, kem heim og borða með foreldrunum, tjilla aðeins og fer svo í spænsku. reyni svo að gera 'eitthvað' alla daga :) hvort sem það er tennis eða kaffihús eða bara hvað sem er. Þessi vika var nú eitthvað búin að vera spes (frá miðvikudeginum í þar seinustu viku og að næsta miðvd..) veit ekki en ég var bara að horfa helling á greys og á fundi með rótarí (ásamt hinum að sjálfsögðu) en C líka búin að vera með flensu og svona hitt og þetta að angra mig...

En á föstudaginn fór ég með skólanum í vatnsgarð! var alveg frábært :) alls ekkert huuges (en það er stór rétt hjá Mazatlan sem mig langar mega að fara í! yrði snilld!) Fóru flestir af betri vinum mínum frá skólanum og það var bara rosa góð stemning þegar komið var á staðinn. Sátum aftan á pallinum á bílnum sem var gaman eins og alltaf og það var æðislegt veður! svo er lika mega eðlilegt að sjá þessar risa eðlur (lol ekki risaeðlur samt) eða kameljón eða hvað sem þetta heitir bara á vappi um garðinn, svo ég tala nú ekki um slönguna sem einhverjir sáu! var bara að hlykkjast upp með hausinn svona 30cm frá jörðu (held þið ættuð að fatta hvert ég er að fara með þetta) en svo voru kennararnir allir í einu 'skýlinu' (bara staður með borðum og stólum með skjóli frá sólinni og svo var öldulaug og slatti af venjulegri laugum, og svo rennibrautir! vantaði samt bröttustustustu rennibrautirnar en það voru samt nokkrar sem maður fór mjög hratt í sem var mjög gaman. Um kvöldið fór ég svo aðeins út með vinum mínum.

í skýlinu, skólakrakkar

í bílnum á leiðinni
var að skemmta sér konunglega í fyrsta sinn aftur í hahahah

í vatnsgarðinum

greindi meistaralega blóðflokkinn minn um daginn, en þessu var víst hætt eitthvað á íslandi eftir að nemendur voru að komast að því að þeir væru ekki börn foreldra sinna....

öldulaugin

random umhverfismynd, ekkert mikið merkilegt svo sem, bara enhversstaðar á leiðinni

skiptinemar eftir spænskutíma

skiptinemar eftir spænskutíma


á laugardaginn svaf ég vandræðalega lengi, eða til hálf 4 (hafði vaknað eldsnemma um morguninn þar sem ég hélt að ég væri að fara að hjálpa rauða krossinum þann daginn en gat ekki reddað fari þannig fór bara aftur að sofa) nema hvað að kl 3 hafði fjölskylda violu(þýskaland) boðið mér út að borða með þeim! ég dreif mig bara eins og ég gat að hafa mig til en var ekki komin fyrr en 4 (var ekki mér að kenna!) en þá voru þau nýbúin að borða en þetta var allt í lagi svosem, ekkert allt of vandræðalegt. Amman og bróðir Melissu (mömmunnar) og fjölskyldan hans voru þarna líka og bara gaman að sjá fleiri. var svo bara með þeim restina af deginum, fórum í einhverja hálfgerða opnunarveislu hjá einhverjum flamenco skóla sem var ágætt, með pinnamat oþh og svo dönsuðu einhverjar konur nokkra dansa sem var bara flott :) kíktum eftir það á nýopnaðan restaurant til að óska eigandanum til hamingju en þau þekktu hann vel og höfðu verið að hjálpa heillengi til við að hanna og hjálpa til við staðinn.

á sunnudaginn fór ég svo um 9 leytið til vinkonu minnar og þaðan til rauða krossins, en allir eru að hjálpast að fyrir fólkið á austurströndinni, í Vera Cruz, útaf flóðunum. í skólanum mínum er verið að safna hreinlætisvörum og mat og svo voru allir beðnir um að fara að hjálpa rauða krosssinum þegar þeir gætu um helgina. Þar var ég aðallega að setja saman pappakassa (h5) en það var bara gaman þar sem við vorum mörg úr skólanum saman og svona..svo um 1 leytið (já var ekki það lengi) fór ég með bekkjarsystur minni heim til hennar, út að borða með fjölskyldunni hennar og svo í afmælisveislu hjá vinkonu hennar. Þar var sundlaug (því miður bara full af 5 ára krökkum) og fullt af fólki, mat og drykkjum og flott mexíkóskt band, spiluðu mexíkóska tónlist og af sjálfsögðu allt allt of hátt, en bandið allt mike-að og allt sett í botn....en gaman af þeim svosem

Á morgun fer ég líklegast a la primavera með slatta af fólki og svo á hafnaboltaleik um kvöldið, fimmtudaginn býð ég svo fullt af fólki heim í mat og svo vonandi fæ ég að fara til Guadalajara á föstudaginn yfir helgina hjá bróður mínum og á einhverja tónleika þar! er samt ekki að gera mér of háar vonir..

er btw byrjuð að læra í einhverjum fögum í skólanum og Suzy sýndi mér traust áðan með því að leyfa mér að klappa sér á höfðinu hahahah jee
xxxxxxx

10 comments:

  1. Húrra! frábært að fá nýjar myndir og fréttir :)
    Þið eruð öll orðin svo brún og sæt, mjög flottur hópur! Áttu orðið einhverja góða vinkonu/vin í skiptinemahópnum? Vonandi ganga plön vikunnar upp ... en annars gerirðu örugglega bara eitthvað annað skemmtilegt :D
    Knús og kossar, mamma

    ReplyDelete
  2. Hæ Eyrún mín alltaf jafn gaman að heyra frá þér, takk fyrir langa spjallið s.l. föstud, en þá var enn óvisssa með helgina, en mér sýnist nú að þokkalega hafi ræst úr, gott að þú komst í hjálparstarfið á sud úr því þú komst ekki á laugard, verst að þurfa alltaf að vera að biðja um skutl, eru alls engar almennar samgöngur við þetta hverfi sem þú býrð í, það væri flott að hafa Vespu, er of langt að hjóla til einhverra vina? Hvaða matarboð verður heima hjá þér fimmtud. og er það eldri sonurinn sem er í skóla að heiman sem þú ert að vonast til að heimsækja?
    Allt gott héðan, veðrið heldur áfram að vera ótrúlega gott miðað við árstíma, hitamet slegin og hálffölnað laufið á trjánum hangir ennþá af því svo oft logn, næstum engar rok- haustrigningar komnar ennþá. Hafðu það sem allra best Eyrún mín mvh amma ga , Frábært að fá nýjar myndir.

    ReplyDelete
  3. jájájá mamma vid erum oll vinir og nokkur svona nánust thannig séd, en johann, julia, viola, deborah og flavia og lika austin og hinir svosem erum oll gódir vinir og forum oft ad gera eitthvad saman.
    thad er vist einhver straeto en C vill ekki ad eg taki hann, eda henni finnst hann bara langt i burtu...ef eg vildi tha gaeti eg kannski tekid hann en eg kann ekkert a hann og vil ekki fara i straetoana ein, thannig tha er eg komin a sama stig hah.
    má thvi midur ekki keyra nein vélknúin okutaeki (annars maetti eg keyra bilinn theirra! :c) en ad hjola er of langt, og verdur erfidara thegar eg hef ekki hjól! reyndar aetla eg ad fa lanad einn daginn en fyrstu vikuna i hverjum manudi er reynt ad safna saman i storan hjólahóp ad fara um borgina og vinur minn sagdist aetla ad taka mig med ser og lana mer hjól :)
    ég er bara ad bjóda skiptinemunum og odrum vinum heim ad borda og svo kannski forum vid i bio eftir eda eitthvad, veit ekki :)
    já, hann heitir Brian og vona ég bara svo innilega ad ég geti farid!
    en frábaert ad heyra med vedrid, eg helt nu ad rigningarnar vaeru byrjadar! en annars ÁFRAM ÍSLAND!

    ReplyDelete
  4. Hæ hæ hæ, æðislegt að fá nýtt blogg, takk fyrir það og ekki síður myndirnar. Frábært hvað er alltaf líflegt í kringum þig, vinir og kunningjar út um allt og alltaf eitthvað í gangi. Gaman að þið skilduð fara í vatnsgarð en ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta með öll þessi dýr á vappi um garðinn. Þín dugleg að bjóða fullt af fólki í mat, eða ætlar þú ekki að elda sjálf, færðu kannski aðstoð frá C? Gangi þér vel og góða skemmtun!
    Kossar og knús, Hófí

    ReplyDelete
  5. hahahah neei veistu held að við kaupum bara í matinn! eða ég veit það ekki annað hvort verður það..
    en dýrin voru bara hér og þar (ekkert rosa mörg) skríðandi um..

    ReplyDelete
  6. AAAARRRRGGGG!!! gerði ótrúlega langt comment sem datt út! það var eitthvað um blóðflokka, bóndaför og alls konar fleiri æðislega hluti.... sveeeekk :( geri annað í fyrramálið...looofa!

    ReplyDelete
  7. fyrirgefðu...gleymdi mér yfir því að læra fyrir öflugt samfélagsfræðipróf sem ég hafði gleymt :S en hér er ég ;). Hvað kom annars út úr þessu blóðflokkadæmi? held að mamma sé sokdið stressuð að þú uppgötvir eitthvað óvart(sjá ástæðu af hverju þetta er ekki lengur stundað á íslandi ;)) Sindri

    ReplyDelete
  8. ætlaði líka bara að segja að ég vona að þú sért komin með sjúkt bóndafar sem þú getir montað þig endaslaust af! eða að minnsta kosti sjúkt tan, og þá áttu endilega posta mynd af því svo að ég geti hlegið yfir því en á sama tíma öfundað þig sjúklega yfir því að hafa möguleika á því að líta ekki út eins og draugur....þó að ég sé náttúrulega jafn náttúrulega tanaður og alltaf :D held líka að það hafi bara verið gott að þú hafir ekki séð þessa slöngu því pabbi hefði ekki verið á staðnum til þess að drepa hana fyrir þig :O en lofa annars að fara að verða duglegri að commenta og lesa ;) xoxoxoxoxoxoxoxoxoxo <3<3<3<3<3<3<3 Sindri

    ReplyDelete
  9. gamnagamnagaman öfundöfundöfund kv ída á ljóta íslandi :(

    ReplyDelete