Wednesday, September 8, 2010

örstutttttt

fór í orientation camp um helgina með skiptinemnum, þaes skiptinemunum hér í Culiacán og frá Mazatlan, eeen þau komu hingað og bjó hjá mér eitt stykki, kanadabúi að nafni Jayden.

á föstudeginum komu þau og borðuðum við öll saman tacos(en ekki hvað, og já íslenska skilgreiningin á mexíkóskamatnum er nú bara röng, miðað við hvað ég hélt að allt hét áður en ég kom!) og svo seinna um kvöldið fór ég í kveðjupartíið til Obeds :( frekar leiðinlegt, eeen á að sjá hann aftur áður en ég fer til íslands! þannig það verður gaman að geta loksins talað við hann almennilega spænsku! hah

á laugardeginum var haldið í tourbus um borgina og í parkið (jardín botanico). sem er frekar fráleitt miðað við hvað það er varla neitt að sjá í þessum bæ haha, eeen samt bara svo gaman að lýta í kringum sig á framandi stað!. borðuðum saman um kvöldið og svona, en svo var eitthvað vesen og enduðum á því að ég og jayden fórum bara heim til violu (sem er btw næsta fjölskyldan mín! leist mega vel á þau og það er bara frábært:) ) en þar voru fyrir einn skiptinemi héðan úr C (þýskalandi) og þrjár aðrar frá M (ger, usa og fin) ég og jayden gistum þar án þess að vita af því fyrr en að einhver sagði okkur það. haha.. fórum í sundlaugina þar en komumst fljótlega að því að hún var lokuð og vorum reknar uppúr....spjölluðum svo bara helling og var fínt :)

sunnud: fórum í la primavera (arnarnes Culicán) þar sem við héldum okkur í sundlauginni, fengum að borða og var mjög gaman, svo fóru skiptinemarnir. um kvöldið fór ég bara eins og venjl á café marimba að sjá vini mína spila með fleiri vinum :) klikkar seint

í morgun (miðvd) fór ég svo á fyrsta rótari fundinn með klúbbnum mínum! ég og johann (góður vinur minn hér) erum saman þar og var fínt. þetta er konuklúbbur og alveg lúmskt skemmtilegt að vera með þeim í ömmu/frænku/konuhúmor :) þær voru rosa almennilegar og held ég að þetta verði bara fínt! fór svo eftir spænskutíma í campestre í tennis með johann og vinum hans (klikkar aldrei), ooog hoppaði af 3m bretti! fékk vaaandræðalega mikið adrenalín við það en ég var frekar mikið hrædd þegar ég var komin upp hahah...var grenjandi rigning og fórum í íþróttafötunum útí..(eftir útisturtu!). héldum svo út á þýskan restaurant sem var fjör :)
veit eiginlega ekki meira til að segja...þaaannig að spurningar eru bara vel þegnar :)
xxxxxxxxxxx

11 comments:

  1. ætlaði líka að segja að hættulega skrúðgangan sem ég sagði frá um daginn er í allt annari borg, og var, enda nokkur ár síðan skilst mér :)
    mikið í gangi hérna sem er bara á kannski stiginu, þannig ég ætla ekkert að greina frá því nema að það sé pottþétt

    ReplyDelete
  2. Hæ Eyrún, takk fyrir spjallið áðan, ótrúlega notalegt og skemmtilegt að vakna við að sjá þig og heyra. Nokkrar spurningar. Farið þið skiptinemarnir í Guliacan ekki í heimsókna til þeirra í Mazatlan ? Er Johann ekki karlkyns, fór hann með þér í konuRotaryklúbbinn? Eru etv líka karlar í konuklúbbnum? Gaman verður að fylgjast með hvað gerist í öllum kanski málunum, vonandi verður eh af þeim að veruleika, hafðu það gott elsku stelpan okkar gott að heyra að borgin þín er frekar róleg, en farðu nú samt alltaf varlega, tölum saman bráðlega aftur kys og knus am ga

    ReplyDelete
  3. Hæ elskan, ánægjulegt að heyra að þér líst vel á næstu fjölskyldu! Þegar þú ferð á Café Marimba er þá Cecy að keyra þig og sækja í hvert sinn? Gaman að heyra að þú hafir komist í tennis (man ekki eftir að hafa heyrt um það fyrr), er ekki samt ennþá rosalega heitt til að spila tennis eða er þetta kannski innanhúss? Gastu eitthvað spurt á fundinum um gym eða tónlistartíma?
    Ástarkveðja, mamma

    ReplyDelete
  4. Hæ hó bara að tékka hvort þetta virkar núna, reyndi tvisvar í morgun!

    Knús, Hófí

    ReplyDelete
  5. Jei það virkar! Rosalega gaman að fá nýtt blogg, alltaf nóg að gera og þú alltaf svo hress og jákvæð! Fínt að þú getur aðeins kynnst næstu fjölskyldu, veistu annars nokkuð um það hvenær þú verður flutt? Þegar þú talar um spilamennsku ertu þá að spila á saxafóninn? Gaman hvað tónlistin er að koma sterk inn, þú slærð þeim náttúrulega öllum við!

    Stórt knús til þín,
    Hófí

    ReplyDelete
  6. Hæ, hæ, sorry að ég hef ekkert kommentað :S En ég hef samt verið að fylgjast með og er það ótrúlega gaman. Frábært hvað þér gengur vel með spænskuna, samtölin og textarnir sem þú varst að lesa fyrir okkur uppí sumarbústað hafa greinilega hjálpað. Það er líka rosa gaman að heyra frá skólanum, tónlistinni og matnum. En mér finnst samt fyrst og fremst frábært hvað þú skemmtir þér vel :D

    Kær kveðja
    Ásta Gígja



    P.s. Garðaskóli er æði þótt að ég sé ekki búin að upplifa mikið. Allavega langar mig ekki að fara aftur í Flataskóla.

    ReplyDelete
  7. GÁ: Já, í maí förum við til Mazatlan en þá er svona loka conference eitthvað fyrir okkur í boði rótarí. Johann er jú karlkyns en fór í boði þeirra, og þetta er bara konuklúbbur!

    HR: Nei haha guð hún skutlar mér mjög sjaldan þegar ég fer eitthvað með vinum, en það er eiginlega alltaf hægt að redda mér bara með vinum mínum og eru þeir alltaf rosa hjálpsamir og til í að sækja mig! Tennisvellirnir eru úti (og alveg slatti á þessum stað) en svo er undir skýli stór staður sem hægt er að spila upp að vegg (eins og skvass en með venjulegum spöðum oþh) og JÚ það er heitt, en við höfum verið að fara um 6 þannig þá deyr maður ekki, en svitnar mikið...og nei þessi fyrsti fundur var ekki svoleiðis :) bara seinna.

    HK:ég flyt einhverntímann í Nóvember held ég. þegar ég er að spila þá er það á saxófóninn og er ég að fara að æfa með stóra bandinu sem er bara gaman! eru að spila ska, samba, jazz og allskonar og spila á kaffihúsum og stöðum og svona!

    ÁGE: allt í góðu! það er alveg á hreinu hahah...neinei segi svona, en já garðaskóli er alveg stóru skrefi fyrir ofan flataskóla! er opnunarballið búið að vera? :) megaánægð að þér finnst hann góður!

    ReplyDelete
  8. Hæ hæ og takk fyrir öll svörin, æðislegt að fá þau. Hvað þýðir annars "stóra bandið", hver er munurinn á stóra og litla, hvaða hljóðfæri eru hinir að spila á og eru álíka margar stelpur og strákar? Vá spennandi ef þú ferð að spila á kaffihúsum og svoleiðis, þú verður bara bráðum fræg í Culiacán!
    Knús og kossar,
    Hófí

    ReplyDelete
  9. Hæ Eyrún mín, gaman að lesa svörin þín, er nokkuð að gerast með að skipta um skóla? Voru einhverjar skemmtilegar uppákomur um helgina? Það var ekkert að gerast hjá mér þessa helgi en hef von um tvö partý um næstu helgi (sko þá gömlu) fór reyndar í skemmtilegan konu kvöldverð austur í sveit s.l. fimmtud með viðskiptaskólas mínum í nýlegan sumaarbústað, það var gaman. Hér er að byrja að hausta og laufið að byrja að gulna og fjúka af trjánum, sá í fyrsta sinn einsstafs tölu á hitamælinum í bílnum í morgun þegar ég var að fara í Laugar, aðeins 8° hiti. Hlakka alltaf til að heyra frá þér kv am ga

    ReplyDelete
  10. HK: var fyrst bara að spila með nokkrum vinum mínum (sem voru líka nokkur úr þessu bandi) og ég tók upp með þeim, en sá sem var mest með það er núna farin til Brasilíu þannig ekkert meira þar. Stóra bandið er með fullt af hljóðfærum æ þust venjul, rythmasveit og blásturshlj. en nei yrðum þá 3 stelpur en þetta eru lika bara vinir að spila saman.
    GÁ: gaman að hera frá þér sömuleiðis! en já ég gerði ýmislegt sem kemur bara í næsta bloggi, etv á mrg en er alltof þreytt núna. :) fólkið hér kann engar raunverulegar árstíðir held ég, hjá þeim er bara aðeins svalara í kringum Desember! annars alltaf eins !

    ReplyDelete
  11. Takk Eyrún mín fyrir skjót og góð svör, gaman að heyra þetta og frábært hvað þú ert komin með marga góða vinahópa í kringum þig.

    Knús, Hófí

    ReplyDelete