Monday, September 20, 2010

langt síðan síðast...

síðasta blogg var miðvd áttunda og núna er kominn tuttugasti...hellingur er búinn að gerast og ég vel bara úr hérna held ég, spurning hvort það verði eitthvað gefnar upp dagsetningar, en allavega myndir eru enn bara frá símanum mínum, er löt við að setja þær inn og svo hef ég líka verið löt við að stela af hinum til að setja í albúmið mitt en skal farað vera duglegri, mér finnst hvort eð er líka bara gaman að skoða þær :)
ætla að gera bara punkta með hinu og þessu sem ég er búin að vera að gera oþh en ætla ekki að segja neitt til um hversu langt né stutt þetta verður...

- prófaði í fyrsta sinn ferska kókoshnetu á veitingastað en hún var með mjög góðri súpu ofan í með fullt af sjávarfangi...fannst allt rosalega gott en ég bara gat ekki fengið mig til að borða kolkrabbann! Armarnir eru skornir í ca 2 cm bita og svo sér maður sogskálarnar utan á....öööahglkal eeekki girnó hahah, smakkaði samt einn þegar ég sá ekki sogskálarnar og hann var góður, en hitt er bara of mikið! kom mér á óvart hvað kókosinn er mjúkur ferskur (fer samt eftir hvernig þú kaupir, komst þannig séð að því seinna) og blautur og mismikið kókosbragð þannig séð en þetta var gott og nýtt :)

- fór á hljómsveitaræf með öllu rocksteady times liðinu sem var mjög gaman! vantaði bara einn og bara mikið fjör :) fékk nótur og býst við að æfa með þeim eitthvað í næstu viku þar sem ég var útúr bænum í þessari..

- kotasælan er temmilega hlaupkennd hérna. Allavega neyddi ég ofan í mig síðustu bitunum af brauðinu mínu um daginn og ætlaði þá að gera enn betur og fá mer kartöflubrauð eeen hún átti ekki arómat. svekk.  (en ekki það mikil brauðmenning hérna að mér finnst)

- um kvöldið fórum við svo á huggulegan stað sem var samt úti að horfa á Rocksteady spila og var bara fjör þar! gisti þá með Violu (þýskur skiptinemi, húsið hennar og fjölskylda er mín næsta (við svissumst á fjölskyldum :))) þannig fórum heim snemma þar sem að við ætluðum á ströndina sneeemma daginn eftir!

- á ströndina með violu!
         lögðum af stað um 7 leytið og keyrðum að strönd sem heitir Celestino, en þar þekkja þau kall sem á hús. stoppuðum ekki þannig séð í húsinu, geymdum bara bílinn fyrir utan og fengum að nota klósettaðstöðuna (kofi úti en venjl. klósett). það var ekki of mikil sól þegar við komum og leist okkur bara rosa vel á allt! Melissa (mamman) er mega fit og fór hún bara í power-yogað sitt. við Viola héldum hinsvegar lengra inn ströndina á bodysurf-brettin okkar! Höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera en svo kom Arturo (pabbinn) og sagði okkur að við áttum að fara undir stóru öldurnar en yfir hinar sem væru ekki búnar að brotna. Þannig allt í góðu, við tókum 2 eða 3 svona ferðir sem voru frekar spes hahah fannst þetta semi tilgangslaust þótt þetta var gaman en aaaallt of mikið salt alls staðaaaar.... aallavega, þá hittum við Arturo aftur og sagði hann okkur hvað við ættum að vera að gera! Gengur út á að reyna að 'ná' eða 'fanga' ölduna (nei á ekki að hljóma hallærislega haha) þannig maður er í rauninni fastur í öldunni þangað til hún kemur alveg upp að ströndinni, en maður byrjar langt frá henni. Núna varð þetta miklu skemmtilegra eftir að maður fattaði hvað maður var í raun að gera þarna úti. Sólin var líka farin að láta sjá sig meira og vorum við komin langt út á sjó, ég, Arturo, vinur hans og Viola. Viola missti samt af okkur og Arturo fór annað þannig ég var bara að tjilla með þessum vini hans sem var bara gaman! Hann var á alvöru bretti (að sjálfsögðu) og kemur þarna uppeftir á hótelið hverja einustu helgi frá laugard-sunnud. Alveg magnað því þetta er alveg frekar mikið erfitt sport! Ert að synda svo mikið allan tímann og að halda jafnvæginu og allt, er svo allt öðruvísi en snjóbretti en alveg frábært! Í lokin leyfði hann mér svo að prófa brettið sitt og náði ég góðri öldu og það var algjör snilld! Lá bara þarna á brettinu ótrúlega hissa yfir því hvað væri í gangi hahah! fór mega hratt og þetta var mega fjör. Eftir þá ferð fór ég að finna Violu (sem ég fann fljótlega syndandi um eftir að hafa misst brettið sitt hahah) og fórum við svo uppá hótelið þarna og tjilluðum í lauginni. Þar kynntumst við betur þessum vini mínum og öðrum vini hans sem ætla að kenna okkur að kyte surfaaaa! vá hvað þessar helgar verða æðislegar þegar við verðum komnar á skrið með þetta! leist bara virkilega vel á þetta. En hinn vinurinn hefur líka verið að endurvinna gamla kyte-a og búa til úr þeim sundbuxur. Nokkuð nettar bara!

- fyrir Bicentenariooo! s.s. á miðvikudaginn var annar þjóðhátíðardaganna, og er frí miðvd, fimmtd og föstd líka og er haldið uppá þetta eins og mexíkanar kunna best. Síðasta daginn fyrir fríið í skólanum (þriðjd) var svo svaka dagur í skólanum...en við skiptinemarnir höfðum verið beðnar um að koma með eitthvað útbúið frá löndunum okkar til að bjóða upp á, og ákváðum við Deborah að gista bara hjá henni þar sem við yrðum líklegast heillengi að gera þetta (einhver matur fyrir 150+ manns) og gerði hún Crepes og ég gerði kókoskúlur. fyrir þá sem ekki heyrðu fann svo belgíska (sem gisti líka með okkur og hjálpaði til) kókoskúluuppskriftina aftan á haframjölinu. score! hahah en það kannaðist enginn við það daginn eftir í skólanum. Þýska kom með einhverskonar karftöflur með einhverju mauki og var þetta allt bara mjög gott! laaaangt síðan ég hef borðað jafn ótrúlega mikið. Þessi dagur er semsagt þannig að krakkarnir sem eru á öðru ári í Prepatoria (næstsíðasta ári í high school) dressa sig upp og keppast við að vera með flottasta básinn, sem hver er með svakalega flottum og góðum mexíkóskum mat! ótrúlega margt í boði og mismunandi og getið þið alveg verið stolt af mér fyrir að hafa prófað sem flest þótt að kjöt væri fyrir. Ég er alltaf jafn hrifin af matnum hérna og fannst mér þetta bara algjör snilld! ekki skemmdi fyrir að geta svo fengið sér kókoskúlur eða crepes að vild þegar eitthvað var skrýtið á bragðið hahah. yfirhöfuð fannst fólki kókoskúlurnar bara góðar, en ég hefði kannski gert eitthvað aðeins flottara ef ég hefði vitað að þetta væri svona rosalegur dagur hahah. þessi nífalda uppskrift kláraðist allavega og var ég stolt af því! (enda nokkrir sem eeelskuðu þetta og borðuðu kannski 15 hver hahah)

- þegar C skutlaði mér til Deborah vorum við að keyra þegar hún heyrði einhvern kall vera að selja ferskar kókoshnetur! var þá þannig að kallinn keyrir bara um á pallbílnum sínum og kallar í kallkerfið, en þessar kókoshnetur voru rosalega góðar! maður sér hann skera þær uppi á pallinum, en fyrst fær maður kókoshnetuvatnið (sem ég get varla drukkið, á meðan þú ert að drekka finnurðu bara salt bragð en svo er eftirbragðið gott..mjög spes en gat ekki klárað þetta) og svo kókoshnetuna, þá er búið að skera sjálfan 'ávöxtinn' inní (þetta hvíta) í bita og sett ofan í aftur og svo sett chili og lime og sósur og tannstönglar og allt með því með :) rosa gott! een mín var kannski aðeins of mjúk fyrir minn smekk en samt sem áður mjög góð

- um kvöldið á Bicentenario-inu hélt forsetinn sína árlegu ræðu og söng með restinni af mexíkóunum ásamt því að kveikt var í skriiilljón flugeldum, rauðum, hvítum og grænum - mjög flott show (sem ég fylgdist aðeins með heima í sjónvarpinu) en franska gisti hjá mér um kvöldið og fórum við í stórt og flott partí sem var gaman :) | daginn eftir var haldið út um morguninn (um 9 leytið) til að sjá skrúðgönguna í bænum! hún var í 45 mínútur og gaman að fylgjast með! allt herliðið og lögguliðið og slökkviliðsliðið og rauði krossinn og skemmtivagnar með indíánum og ýmsu fleiru og svo fullt af skólaliði. Fannst líka rosa gaman hvað margir hópar voru með trommur og svo lúðra sem ganga bara í fimm- og þríundum, en engir takkar (kannski ekki einu sinni þríundir? náði ekki alveg að átta mig á þessu) og svo að sjálfsögðu allir að ganga í svaka takt og alles. í lokin komu svo fullt af hestafólki sem var flott.

- fannst gaman að því að foreldrarnir buðu henni (Deborah) svo með okkur til Mazatlan yfir helgina (sjálf hafði ég ekki spurt hvort ég mætti bjóða neinum þar sem að ég vissi að við værum að fara að vera á hóteli og að frænka mín, Stefí (19 ára) sem var nýkomin frá bandaríkjunum (í 1 ár) ætlaði með og var ég ekki búin að hitta hana áður og svoleiðis). Var rosalega gaman í Maza:
          á föstudeginum komum við okkur fyrir á hótelinu, fórum út að borða, á ströndina og í sundlaugina og um kvöldið fórum við niður í miðbæinn, röltum um og settumst niður á sætu kaffihúsi á huggulegu torgi, röltum í gegnum götumarkaðs-básana þar og fórum svo á gamlan restaurant þar sem ég smakkaði einhvern drykk frá Sinaloa úr vanillu og eitthvað, var eins og gos nema skringilega gott og öðruvísi hah
         á laugardaginn fórum við fyrst þrjár að hlaupa á ströndinni og svo var legið í sólbaði þangað til hinar gáfust upp (sjálf hefði ég getað legið þarna allan daginn, en ætli þetta var ekki ágætisskammtur því þrátt fyrir að hafa borið endalaust af sólvörn á mig þessa 2 tíma sem við vorum þarna endaði ég á því að lýta út eins og homeblest með jarðaberjabragði. mmm.) Keyptum líka af einum kalli sem var að selja plastglös með ferskum ávöxtum og alls konar en var búin að kreifa það alveg síðan ég sá það deginum áður! fékk mér blandað en kókoshnetan var svooooo góð! og mangóið líka :) en þar að auki var ananas, vatnsmelóna, gúrka og eitt enn sem ég var ekki of hrifin af...og svo chili, salt, lime og chamoy, viiiirkilega gooott!! Eftir fórum fundum við foreldrana og fórum að fá okkur að borða. fórum á góðan sjávarrétta stað þar sem ég fékk mér flottan rækjurétt sem var framreiddur í einhverri steinskál hah en var mjög góður. Eftir matinn fórum við svo niður í bæ í þannig séð sightseeing, skoðuðum Cathedral-ið sem var mjög flott; fengum okkur kúluís þar sem ýmsar nýjar bragðtegundir voru í boði, sjálf fékk ég mér plómu og oreo en fannst frekar ógirnilegt að fá mér t.d. ostaís...hver vill eiginlega ostaís?! fannst hann ekkert spes þegar ég fékk að smakka hjá hinum hahah bara alveg eins og hvað nafnið gefur til kynna...; kíktum í hálfgert kolaport þarna sem var fínt, en aðeins dýrara en maður getur fengið annarsstaðar í mexíkó þar sem að Mazatlan er túrista bær....og alltaf can i help you lady? please come in and take a look, með góðum hreim auðvitað.. um kvöldið kíktum við á vinkonur Stefi og svo á ítalskan restaurant
          komum heim í dag (sunnudagur ennþá þótt að klukkan sé yfir miðnætti) en fórum á annað hótel að fá morgunmat þar sem ég fékk pönnukökur með súkkulaðikaramellusósu og sýrópi og papaya og banana smoothie sem var mjög gott! kaffið var líka fínt (en fólkið heima hjá sér fær sér yfirleitt bara duftið út í kaffið og hrærir með skeið...(mínir foreldrar reyndar ekki en þetta er mjög algengt að mér skilst)) þó ég fái mér aldrei á morgnana venjulega. Er annars ekki búin að gera neitt í dag annað en að sofa í bíl, borða, sofa og vera í tölvunni....er þ.a.l. orðin þreytt og dofin eftir þessa rólegu en mjög fínu helgi!

btw megið endilega líka vera dugleg að segja mér frá einhverju sniðugu hjá ykkur í msg á facebook! finnst alltaf jafn gaman að lesa það, og sakna ykkar elskunar minar

xxxxxxxxx

6 comments:

  1. Hæ Eyrún mín og takk fyrir skemmtilegt blogg, var að skrifa svo langt comment til þín en það fór ekki, týndist bara fúlt. Er að fara í Laugar núna kl 9.30 og tannlæknis kl 12.3o svo ég reyni aftur síðdegis eða í kvöld. kv amma ga

    ReplyDelete
  2. Vá Eyrún, glæsilegt blogg, rosa gaman að fylgjast með þessu ævintýri hjá þér. Frábært að komast á ströndina af og til, væri alveg til í það!

    Knús, Hófí

    ReplyDelete
  3. Þetta er nú meira fjörið hjá þér elskan mín. Ég væri alveg til í að komast kókoshneturnar með þér. Það er greinilega mjög spennandi matur þarna. Þetta hljómar smá glannalegt með öldurnar en þú ferð örugglega varlega. Fjölskyldan var í mat hjá mér í gærkvöldi. Saknaði þín, Didda og pabba þíns sem var í fjallaferð. Nýja systirin á heimilinu hjá þér varð náttúrlega að hitta ömmu sína. Hún var mjög elskuleg þó að hún geti ekki komið í staðinn fyrir þig. Ranna er hress og nú styttist óðum að við sjáum litla drenginn. Hlakka mjög til. Hafðu það sem allra best amma je

    ReplyDelete
  4. ída las allt!! svo dugleg

    en þetta hljómar allt svo klikkað vel eyrún og gaman að lesa blogin þín!
    bara keep up the good work!!!
    djók (en samt ekki)

    en skemmtu þer ótrúlega vel og hlakka til að sjá næsta blogggggg :-D

    ReplyDelete
  5. Jájájá, ekkert smá prógram í gangi hjá þér! Það er greinilega enginn tími til að láta sér leiðast eða fá heimþrá! en það er líka bara gott auðvitað :) Gaman að þú skyldir komast í að prófa brimbretti ... einmitt það sem þú varst búin að vera að tala um að þig langaði svo mikið að gera :) Þú verður samt að passa að vita hvað þér er óhætt að fara langt út án þess að lenda í einhverjum hafstraumum ... :/ Mér finnst líka gaman að lesa um þessa framandi rétti sem þú ert alltaf að prófa, ég er hrædd um að Kylie finnist maturinn hér á Íslandi frekar venjulegur!! Ertu eitthvað farin að kynnast Mexíkóskri tónlist eða er aðallega spiluð svona "alþjóðleg" tónlist eins og hér heima? Hlakka til að heyra frá þér næst og vonandi ferðu að geta hlaðið myndavélina þína... alltaf jafn gaman að skoða nýjar myndir :D Ástarkveðja, mamma

    ReplyDelete
  6. heyrðu er alveg búin að fá að kynnast mexíkósku tónlistinni hahah! mariachi og banda eeendalaust ! til að mynda, ef bandahljómsveit er fengin til að spila í vieislu spila þeir yfirleitt í kannsi 14 tíma hahah ferð framhjá um 8 um kvöldið, svo eru þeir enn að um 10 morguninn eftir! en það er bara fjör
    og jáb náði að hlaða myndavélina! loksins, set inn þegar ég hef tíma :)

    og já að sjálfsögðu fer ég varlega!

    ReplyDelete