Monday, September 27, 2010

helgin

bara lítið og þá kannski oftar ef þið eruð heppin

á föstudaginn var haldið uppá afmæli Austins (USA) og keypti kennarinn pizzu og komum við með drykki :) þar sem að ég, Johann og Austin vorum búin að ákveða að fara á Lucha Libre um kvöldið og Flavia og Julia út saman um kvöldið (og ætluðu að hafa sig til hjá Flaviu, en Flavia og Austin búa í miðbænum og þar var líka Lucha Libre) fórum við saman niður í bæ beint eftir og höfðum við Flavia, Julia og Johann smá  'picnic prígeim' í garðinum, og vorum heppin að hafa létta lúðrasveitartónleika fyrir undirleik. Við Johann hittum svo Austin á Lucha Libre sem var bara skemmtilegt! vorum hlæjandi allan tíman (eða allavega ég) því þetta er alveg frábært. svaaaka drama í byrjun þegar keppendurnir koma inn í salinn við þvílíkar undirtektir. Svo er þetta alveg happdrætti hverni leikritið gengur! Þetta er eiginlega skemmtilegra að horfa á en ég hélt því það er frekar fyndið að sjá þá leika þessa brandara! þeas þegar þeir stappa niður fætinum þegar þeir kýla eða klappa höndunum þegar þeir eru slegnir osfrv... var líka alveg frábært þegar einn var byrjaður að klifra upp á kanntinn á 'vellinum' og datt svo bara niður - ekki viljandi! en svo er þetta ekkert allt alveg leikið, allavega þurfa þeir að spinna helling og einn ef ekki fleiri fóru heim með sjúkrabíl seinna um kvöldið...keyptar voru grímur og myndir voru teknar, svo ég tala ekki um öll ljótu orðin sem við lærðum (djók, kunnum þau eiginlega fyrir annars hefðum við ekki legið jafn mikið í kasti yfir því sem var stundum kallað hehe) seinna um kvöldið héldum við svo bara í partí sem var skemmtilegt.

á laugardaginn vorum við líka búin að plana að hittast skiptinemarnir útaf afmælinu og að þessu sinni í la primavera (fína hverfið sem er temmilega langt í burtu) þar vorum við Julia, Flavia, Austin, Viola, Johann, Miguel og ég og skemmtum okkur vel. Borðuðum dýra fína eldbakaða pizzu og fínerí. Ég var svo búin að fá leyfi fyrir að fara með Violu aftur á ströndina daginn eftir og ætlaði þá að gista hjá henni um kvöldið (því þau leggja svo rosalega snemma á stað alltaf), en áður en við fórum þangað fórum við í fjölskylduafmæli hjá frænku minni sem var rosa fínt, og var borðað yfir sig eins og svo oft áður. (verð samt að segja að gulrótakakan heima er svo miklu betri :( og desertarnir eiginlega yfir höfuð hah)

á sunnudaginn fórum við svo á ströndina og byrjuðum á yoga með mömmunni hennar Violu en díses það er ekkert smá, enda ekkert smá fit kona haha aaallavega gáfumst við fljótlega upp þar sem við vorum ekki með mottur en héldum þá bara í sjóinn! var ennþá skemmtilegra núna þar sem við náðum að vera í öldunum helling á þessum brettum okkar og kunnum þetta betra. Duttum svo í stutt sólbað og sundlaug áður en haldið var heim á leið. Var svo bara heima hjá henni út daginn og fór svo bara heim :)

góð helgi!
btw myndir frá þessu á facebook og jájá skal næst velja betur úr...eða bara taka betri myndir haha

8 comments:

  1. mamma btw! ættir að vera mega stolt af mér hvað ég þvæ allan þvottinn minn sjálf og hengi upp og allt sem því tengist!

    ReplyDelete
  2. sko til ... ég er þvílíkt ánægð með þig :) ... eins og ég er auðvitað bara yfirleitt :) :) Það virðist alltaf vera fullt skemmtilegt í gangi hjá þér sem er auðvitað frábært. Knús, mamma

    ReplyDelete
  3. dugleg að þvo þvottinn! eru öll fötin enn í réttri stærð og réttum lit? hehe

    þessi helgi hljómaði annars unaðslega! myndi ekki hata smá úrvalsveður, búið að vera full mikið rok og rigning hér fyrir minn smekk...
    þetta var fyrsta vinnuhelgin mín btw í búðinni sem er rosa flott og gekk bara glymrandi vel!

    p.s. lol og like á að þú ætlir að bæta þig í myndamálum, ég hef trú á því að þú getir mun betur en þetta! blörraðar myndir í massavís nei takk!

    ReplyDelete
  4. Það er alltaf sama fjörið hjá þér. Greinilega verið góð helgi sem er frábært. Hér höfum við verið í roki og rigningu sem við erum reyndar orðin óvön. Ekki hissa á að mamma þín sé stolt af þvottaárangri þínum. Bíð spennt eftir enn einu fábæru barnabarni sem fer alveg að koma.
    Ert þú búin að fá lykilorðið sem þú spurðir um?
    bestu kveðjur amma je

    ReplyDelete
  5. Hæ skvís, gaman gamana að sjá fleiri myndir af öllu sem þú ert að gera og frábært hjá þér að vera svona dugleg með þvottinn.
    Auðvitað eru íslensku eftirréttirnir og bakkelsið best af öllu, eins og svo margt annað, eins gott að þú gleymir því ekki.
    Er ekki mamma hennar Violu næsta mamma þín? Ef svo er verður þú komin í svaka yogaform eftir veruna hjá henni.

    Knús, knús, knús,
    Hófí

    ReplyDelete
  6. ... við erum greinilega ekkert rosalega heppin :( ... það er orðið ROSAlangt síðan síðast! Sakna þín, mamma

    ReplyDelete
  7. O já alveg er ég sammála mömmu þinni, við viljum meira blogg, gerðu það? Svo gaman að fylgjast með og fá fréttir af þér mín kæra!

    Kossar og knús til þín,
    Hófí

    ReplyDelete