Hafði mjög gaman að því að ná ykkur svona mikið á skype undanfarið og veit að það mun líklegast eitthvað fara aukandi í desember þar sem að ég er í frííííiiii ! Hér eru komin jólaljós útum allt og allt bara kósí. Jólatrén ekki alveg jafn 'fallega' skreytt samt en þau eru sæt. Annars bara stuttur bútur frá deginum í dag..
Ég var bara önnum kafin með móður minni hérna úti í dag. Bókstaflega. Byrjuðum á því að fara út og gera fullt að hlutum sem við þurftum að gera, þ.á.m. að kaupa jólatré ! Komum svo heim (við tvær bara) og byrjuðum á því að setja upp jólatréð, borða, fórum svo að skreyta það með jólatónlist undir og svona, allt voðalega kósý. Nema hvað, finnum við ekki dót til að byrja að skreyta húsið svona hér og þar - og þá fannst kransinn til að setja á útidyrahurðina! Þannig að ég fer og set hann þar sem hann á að vera, og við vorum eitthvað að sjá hvort hann væri nú ekki örugglega í miðjunni, þannig að hún Cecy skutlast út svona að eins lengra í burtu og ég loka hurðinni svo að við sjáum hann nú betur kransinn. Hún las svo (það sem stendur á honum) Welcome! og ég vá gracias! og tók í hurðahúninn. Þá var hurðin læst. Höfðum læst okkur úti! og vorum úti í 2 og hálfan tíma að bíða eftir Aaróni! hahah vorum þarna úti, fundum svo út að bíllinn væri opinn og sátum þar inni og spjölluðum og tókum til í hanskahólfinu osfrv...vorum ekki með síma, vorum með kannski 500kall í peningum, og auk þess var hún bara í inniskónum sínum þannig við vorum ekki að fara að fara neitt (það er veitingastaður fyrir utan privöduna okkar sem hefði kannski verið fínt að fara á - en við vorum búnar að borða..) svo vorum við búnar að dvelja í kannski 5 mínútur í húsi nágrannans þegar hann loksins kom! og þá vorum við eiginlega of þreyttar til að halda áfram í jólaskreytingunni þannig að við ákváðum að fresta þessu til morguns. high five!
![]() |
verður allavega ekki alveg svona fallegt :) |
xx
ps lýsi enn og aftur yfir endalausri hamingju og ánægju með pakkann sem ég fékk um daginn !
ást og friður