Tuesday, November 23, 2010

nóvember part 2


Guadalajara, Guadalajara...

Tienes el alma de provinciana
hueles a limpia rosa temprana,
a verde jara fresca del rio,
son mil palomas tu caserio,

Guadalajara, Guadalajara
hueles a pura tierra mojada.
 
Mér ber að taka fram að hér sleppi ég öllum atriðum sem skipta í raun engu máli (eins og að við fórum að fá okkur að borða í hádeginu osfrv osfrv) JBC
Byrjuðum ferðina í bestu rútu sem ég hef farið í ! vorum ekkert smá ánægð í þessum lúxus sofandi yfir nóttina. Komum um 8 leytið og það var ískalt úti! (saknaði Íslands þegar ég sá allt í einu rakann sem ég andaði frá mér...) Vinur Johanns kom að sækja okkur, en dagurinn var frekar rólegur (flestir höfðu skóla en við Johann vorum bara í rólegheitunum í húsinu hans Rodrigo) - en fórum samt í einn almenningsgarð sem er í raun hálfgerður skógur sem var bara gaman. Um kvöldið skutluðu þeir mér svo til Brians bróðurs.
Daginn eftir héldum við 'systkinin' í góða bæjarferð! Gengum allar fallegustu göturnar í bænum og skoðuðum helstu mannvirki oþh (þau sem við höfðum þá ekki séð í tourbus-unum tveimur frá síðustu ferð hah) og var bara æðislegt veður (eins og alltaf er þarna, eins og bestu sumardagarnir á Íslandi) og fínerí! Um kvöldið komu svo strákarnir (Johann(þýskaland) og vinir hans(mexikó)) að sækja mig (en ætlaði að dvelja þar þangað til að Brian væri alveg búinn í prófunum sínum) og héldum við út að leita að hjólaviðburði (fullt af fólki fer út að hjóla og götur lokaðar osfrv), en við ætlðuðum öll að leigja hjól. en allt kom fyrir ekki þegar við fundum aldrei hjólin! Komum okkur í staðinn fyrir á huggulegum veitingastað/bar þarna í nágreninu, svo var bara haldið heim í hús.
þetta er séð frá fallegri torgunum, en þarna er beinagrind í flottum búningi (í tilefni dag hinna dauðu)
*(myndirnar eru eitthvað aftur að stríða mér á tölvunni þannig ég get engu lofað um hvenær þær kom allar á facebook..)

Næsta dag var spiluð Lauma frameftir degi, en í aðeins 'meiri' útgáfu en allir í góðu skapi þannig það var bara gaman að þessu (pendejo á spænsku, 3 lime á borðinu(ef fjórir spila - einnig er tússpenni nálægur) en ef þú nærð ekki þá færðu bara staf - í andlitið)
um kvöldið var svo haldið eitthvert í bæinn að skoða og var bara gaman!

Þá var haldið daginn eftir í heimahús vina í svona rólegt tjill eitthvað sem var mjög gaman, sátum úti á verönd (ég lá samt mest allan timann í hengirúminu hehe) enda alltaf skemmtilegt að kynnast fleira fólki og svoleiðis. (ok er ekki alveg að standa mig í að sleppa atriðunum sem skipta engu en mér er svo sem sama)

á laugardaginn fór ég til Brians, en þeir hinir fóru að skoða smábæinn Tequila sem er rétt hjá. Við Brian héldum hins vegar í öðruvísi bæjarleiðangur, en við fórum að skoða fullt af götumörkuðum sem var mjög gaman! Hef nú yfirhöfuð alltaf haft gaman að þessu í útlöndum, en þar er alltaf einhver til að segja æ nú er komið nóg, förum eitthvert....eeen þarna vorum við bara að skoða lengi (og kaupa) aaalls konar dót! bara gaman að því. 
Myndirnar teknar í markaðnum sem er á fjórum hæðum, inni, en vinkona okkar hún Björk kom þar við á sínum tíma
Kíktum líka við í Zapopan (eitt af fjölmörgu suburb-unum frá Gdl) sem er rosa krúttlegur, fékk mér djúpsteiktan banana og eitthvað fleira skemmtilegt. Hittum líka á stóran danshóp sem var að sýna einhverja indíána dansa fyrir utan kirkjuna sem var flott. Þar sem að Of Montreal tónleikunum hafði verið aflýst um kvöldið, fundum við bara í staðinn aðra tónleika með mexíkóskum böndum sem var bara gaman! 
sést aðeins i danshópinn fyrir neðan..(zapopan)
Molotov (hálfgert rokkrapp, en einstaklega skemmtilegir textar hahah)
Þá var haldið til Chapalpa næsta dag! En það er stærsta stöðuvatn landsins. Og ótrúlega fallegur og huggulegur staður! Veðrið alveg eins og það gerist best, rólegur og vinalegur bær og ég veit ekki hvað og hvað. Röltum um bæinn og meðfram vatninu og kíktum á götumarkaðinn þar sem eitthvað var að sjálfsögðu keypt, þar á meðal Elote og mjög góðan ávaxtasafa í bamboo glasi! Á leiðinni heim stoppuðum við svo í Tlaquepaque (annað suburb frá Gdl) þar sem við gengum flottu göngugötuna og fórum á aðaltorgið og svona (frekar mikið fólk og eins og oft mikið af sölubásum og fólk að sýna eitthvað sniðugt)
sátt með bambúinn!
lýsir bara andrúmsloftinu í Chapalpa
krúttlegt mariachi band í Tlaquepaque (litlir strákar með :) )
Á mánudeginum héldum við til Tapalpa (fjallabær í svolítilli fjarlægð) með hinum strákunum og var það bara fjör! þegar við komum héldum við strax til að sjá risa steinana sem eru þarna af einhverjum ástæðum en þegar við sáum hestaleguna var ekki aftur snúið. Flott landslag og góðir hestar, en hattarnir gerðu gæðamuninn. Um kvöldið fórum við svo í sjálfan bæinn og settumst við niður á torginu þar sem að einhver samkoma/skemmtun var í bænum í tilefni af byltingunni (16.nóv held ég-fyrir hundrað árum) þar sem að flott tónlistaratriði komu fram. Fannst líka alveg gaman að því þegar strákarnir voru að skjálfa úr kulda að leita að heitu kakói að drekka þá kom ég bara við í ísbúðinni C

kunnum alveg að vera kúrekar ef út í það er farið haha
Á þriðjudaginn ákváðum við Brian svo að skella okkur í Selva Mágica (sem ég var búin að heyra að væri tívolíið í bænum) og í dýragarðinn. Þegar að við loksins komum þangað eftir klukkutíma umferð oþh vesen og vorum búin að kaupa frekar dýra dagpassa komumst við að því að þessi garður væri fyrir fólk í kringum..8 ár. haha röltum um garðinn prófandi hin og þessi tæki, hvort sem það var 'krúttlegur' rússíbani eða 5 metra fallturn.. (gátum ekki prófað öll þar sem að sum höfðu takmörk fyrir því hversu hár í loftinu þú máttir vera...) en við fundum að lokum 2 sem voru ágæt og hengum bara í þeim...(en þar sem við vorum á þriðjudegi í miðjum nóvember voru e n g a r raðir!
Báturinn góði!
útsýni yfir garðinn og Guadalajara
en það hefði verið góð ákvörðun að fara fyrr yfir í dýragarðinn, en hann var mjög flottur, hvít tígrisdýr klikka ekki. Mesta feilið var þó að ákveða að 'kíkja inn' í eitthvað safn í miðjum garðinum (vorum orðin tæp á tíma) en karlinn var bara svo ánægður að fá okkur að við ákváðum bara að slá til. Við héldum hins vegar að þetta væri bara svona eitthvað lítið til að ganga rétt í gegnum een svo var ekki. ætla bara að segja frá í punktum:
- hann kynnti fyrir okkur safnið (markmiðið að bera saman dýrin og manninn)
- horfðum á 5 min myndband.
- héldum niður til að bera saman mataræði okkar og górillunnar í garðinum.
- fórum í tæki til að sýna okkur hvað það yrði erfitt fyrir okkur að fljúga (þetta var alveg stórkostlega pínlegt að vera tvö í hóp þarna, sitjandi á einhverjum stólum með vængjum sem að maðurinn hækkaði svo upp í 3 metra hahahah)
- hann sagði okkur frá því hvað það getur verið erfitt fyrir dýrin að para sig þegar þau lifa langt í burtu frá hvort öðru og við tók eitthvert samstæðuspil (enn og aftur pínlegt að horfa á okkur ýta á einhverja takka á einhverju korti - áttum að ná öllum pörunum á 3 mínútum (sem liðu eins og 15...))
- þá vorum við nú alveg komin með nóg og ég reyndi bara eins lúmskt og kurteisilega og ég gat að segja að safaríið væri alveg að fara að loka og við yrðum að drífa okkur! (sem var satt, enda vorum við ekki hálfnuð á þessu safni!)
Héldum í Safari þar sem að voru fullt af flottum afrískum dýrum. Eignaðist vin sem var Gíraffi og vildi bara borða úr höndinni minni sem var mun áhugaverðara en það hljómar hahah (litlu börnin í sömu ferð næstum því farin að skæla hehe). Reyndum svo að sjá sem mest á þessum litla tíma sem við höfðum og héldum svo heim. Fórum í hús strákanna, en Brian þurfti að gera heimavinnu þannig að hann skildi mig eftir þar og svo ætluðum við bara að sjást á rútustöðinni um kvöldið. Við hin héldum hins vegar í afmæli á veitingastað sem var bara kósí og gaman og svo var bara haldið heim!n
dýravinurinn
í réttu ljósi
með flottustu dýrum í heeimi

dýr að kúka 
Ég er annars bara búin að ákveða að ég ætla að reyna að njóta þess bara sem best að fá að upplifa alvöru mexíkósk jól, þau íslensku taka bara á móti mér aftur á næsta ári (en samt ekki slæmt að fá þau íslensku beint í æð þegar ég vakna á aðfangadag! (DE: mun vakna extra snemma til að ná að syngja með þér í kvöld jólin eru að koma fyrir kl 6!)
btw keyptum ferskar, nýbakaðar, alvöru alvöru tortillur (hveiti) um daginn sem eru æææði! þær minntu mig samt fyrst á laufabrauð! :( mig langar í laufabrauðargerð :(

Er búin að vera á fullu að stússast seinustu daga til að gera pakkann sem ég mun senda heim tilbúinn en hann er alveg flottur..

Átti líka frábæra helgi (gisti hjá Violu(þýs) yfir hana alla) en fórum í skemmtileg partí (annars standa þau bara yfirleitt alltaf fyrir sér, og er að sjálfsögðu nóg af þeim hér) og byrjuðum að taka fyrstu skrefin í kite-surfi (sem var ekkert smá gaman!) og bónus að fá alla kettlingana um kvöldið! 

Svo var Paula að segja mér að við færum í jólafrí 3.desember ! það yrði alveg ææðislegt!

Þetta ætti nú alveg að duga bara fram að jólabloggi eða eitthvað álíka! heimta allavega smá frí frá bloggbeiðnum eftir þetta ótrúlega of langa bloggi sem ég gubbaði uppúr mér(hafið samt enn rétt á að heimta að fá myndirnar) en bara njótið!

PS takk enn og aftur fyrir æðislega pakkann minn! (þeim fannst þetta allt mjög gott!)

nóvember part 1

jess loksins annað blogg til að gleðja ykkur. Það er aldeilis hellingur búinn að gerast frá því síðast og ég bara veit varla hvar ég á að byrja, en ætlað stikla vel á stóru og sleppa alveg slatta hah :) 
lol jk
alveg er ég að vera góð að standa við orð mín núna...er að deyja úr þreytu og klukkan er orðin hálf 1 - vakna fyrir 6 á hverjum morgni fyrir skólann....(og jájájá skal bara drífa í part 2 eins fljótt og ég get..vonandi kemur það áður en næsta harry potter kemur allavega)
þetta er semsagt frá því áður en ég fór til Guadalajara! býst við að skrifa næsta blogg fyrir helgi :)
Ég mun hins vegar ekki geta annað en að sleppa slatta og skrifa þetta í punktaformi...vona að þetta verði ekki bara ein desmadre hérna en sjáum til (part 2 verður massífara held ég, en finnst ég alveg búin að skrifa nóg í dag(átti alveg eftir að skrifa um Gdl í dagbókina þannig ég átti mikið eftir...)

- Síðasta blogg kom um það leyti sem ég hafði verið í þægilegheitum í la primavera og hafði það rosa gott þar. Er annars fastagestur í húsi Violu - þau eru eiginlega eins og fjölskylda nr 2 fyrir mér heheheh LOL þau eru það bókstaflega. En ég er mjög ánægð með það, verður bara gaman og spennandi að skipta!

- Annars erum við Johann líka bara mjög góðir vinir! he's like the brother i never had.....(haha lol jk, sindri er og verður alltaf #1) stundum þá skreppum við bara niður í miðbæinn í rólegheitunum og gerum bara það sem okkur dettur í hug. Um daginn varð t.d. fyrir valinu að fara á hjólabát á ánni sem var mjög skemmtilegt !

- Í lok hvers mánaðar í skólanum mínum þurfa krakkarnir að taka kaflapróf og október var engin undantekning -  hins vegar lærði ég í fyrsta sinn undir 1 stk svoleiðis og gekk síðan bara vel í prófinu! (meina...á ekki einu sinni bókina, en verst að einkunnin er gefin líka með heimavinnu og hvað maður gerir í tímum osfrv..hehe)

- Einn daginn bauð Miguel (brasilía) okkur að koma með sér á Rotaract fund hjá sér (en það er rótarí klúbbur fyrir ca 18-30 ára fólk, oft fólk sem sjálft hefur farið sem skiptinemi á vegum rótarí og skipuleggja ýmis verkefni) sem var bara gaman :) minnir samt að það hafi bara verið við Miguel og svo þjóðverjarnir, en fékk t.a.m. að sjá húsið hans Miguels (sem var rosa fínt - en ég hefði samt ekki meikað að setja upp jólatré og skreyta það í miðjum október..) og var bara gaman á fundinum að kynnast þessu fólki og verkefnum þeirra

- Þá ætti ég líka að nefna rótarí-eventinn sem við vorum skyldug til að mæta á hahah (alveg getur hann Morales kallinn bullað) þetta var sem sagt samkoma fullt af klúbba sem voru að selja mat til styrktar klúbbanna, en þetta var svosem ágætt. Lentum í megabombuass viðtali í sjónvarpinu og svoleiðis sem var bara fínt !

matarsamkoman hah


allir sætir fyrir viðtalið


- Um skólanum var svo um daginn Ferias de Ciencias, sem var haldin í sama stíl og el bicentinario - en þemað alveg gjörólíkt! Þetta gekk út á það að krakkarnir héldu sinn bás með einhverju 'merkilegu' vísindalega séð! og komu þau alveg með undarlegustu hluti hahah Einhverjir voru til dæmis með eld sem  hækkaði og lækkaði með takti tónlistarinnar og vökva sem þú getur brotið og látið leka (við Paula(þýskaland) skemmtum okkur konunglega yfir honum...) og alls konar meira..(ættu að vera einhverjar myndir á face, og mun bæta við þær bráðlega)

- Þá var komið að Halloween þessa síðustu daga í október. Fór í fjölskylduafmæli um daginn sem klikkar sjaldan og endaði á því að sleppa sem Jasmín inná skemmtunina. Var bara eins og ball nema úti á muuun stærra svæði en get alveg sagt að þetta var með bestu kvöldunum! var bara í sjokki eftir kvöldið! svoo flottir búningar og góð tónlist og snilldar stemning, og þar að auki fyrsta skiptið sem ég fór út með bekknum! alveg frábært kvöld.

valdi mynd sem að sýndi góða búninga (samt bara random stranger)


- Daginn eftir hélt ég til los Alamos (þar býr Viola (þýskaland og átti held ég btw eftir að greina frá því að sögnin violar á spænsku þýðir að nauðga, enda fær hún alltaf skemmtileg viðbrögð hér þegar hún kynnir sig hahahah)) þar sem að Johann og Viola (þjóðverjar) biðu mín, en það var aldeilis halloween í hverfinu hennar! yfirdrifnar hússkreytingar og við bara röltum um í rólegheitunum (og tókum nammi þegar ekki sást til hinna hehehehe) Fékk líka massífa hugarfarsbreytingu eftir þennan sólarhring með þeim í garð ýmissa landa (fer þó ekkert frekar út í það) en daginn eftir ætluðum við Johann að fara með henni í skólann (í Tec de Monterrey sem er dýrasti og flottasti skólinn og með þeim bestu í landinu - og þar af leiðandi alls ekki líkur mínum) en skólinn hennar er allt öðruvísi! allt svo stórt og bara ópersónulegt en svo flott - ætla að biðja  og spurjast fyrir hvort ég geti ekki fengið að æfa fótbolta þar þegar ég skipti um fjölskyldu (þau búa hinum megin við götuna við skólann). Annars var mesti munurinn hvernig fólkið er. Ekkert þeirra (sem við þekktum ekki fyrir) heilsaði okkur...og það er tilbreyting frá þessum venjulegu mexíkönum (allavega eins og ég þekki þá). Það var líka áhugavert að vera með tvo þjóðverja við hliðina á sér þegar við sáum risastóra mynd af Hitler og á henni stóð EAT KEBAB. Það var sem sagt verið að auglýsa einhverja matarsamkomu..og voru alls konar  auglýsingar sem ég fór eiginlega bara að skammast mín fyrir þeirra hönd að hafa sett upp (en þau útskýrðu líka helling fyrir mér hvernig allt í kringum stríðið er fyrir þau osfrv). Ég kíkti líka í einn tíma hjá föður mínum hér sem kennir í háskólanum þarna, en við þekkjum líka slatta af háskólafólki þarna sem er miklu hressara heldur en fólkið í prepatoria! en bara gaman að sjá muninn.

- Día de muertos. Skrýtinn frídagur. Þau fræddu mig um það hvað leiðin eru eiginlega bara heimsótt 3 daga á ári: mæðra, feðra og el día de muertos. Og þá er engin smá umferð í garðinn! Ég dró þau með mér til að sýna mér og það var aldeilis mikið af fólki! Það var búið að loka götunni fyrir framan og höfðu komið sér fyrir fullt af sölumönnum með básana sína að selja dót til að fara með að leiðinu. Kirkjugarðurinn er allt öðruvísi heldur en á Íslandi, leiðin einhvern vegin svo mikið út um allt...og lítur ekki út fyrir að halda þessarri ró yfir sér einhvern veginn. En þó svo að margt fólkið hér heimsækir leiðin á þessum degi (og í skólunum eru útbúin svokölluð altör (altari) fyrir einhverja fræga sem hafa dáið (minn bekkur gerði fyrir John Lennon)) og því fylgi aaalls konar skreytingar í bænum og bakkelsi þá er fólkið í suðrinu víst ennþá ýktara með þetta, en þar baka þau kannski muffins í laginu eins og hauskúpur og setjast saman og borða þær yfir leiðinu, gefa svo hinum látna eitthvað sem honum á að finnast gott (t.d. pan de muertos) og spila kannski eitt lag eða tvö fyrir hann...


- Viola kom síðan í heimsókn í skólann minn og fékk að upplifa muninn! Skólinn minn er t.d. ekki með universidad (þar af leiðandi meira eins og grunnskóli) og miiiklu minni og bara yfirhöfuð öðruvísi! Henni  líkaði samt víst mjög vel við skólann okkar (enda fólkið þar allt öðruvísi, mun auðveldara að kynnast því oþh)

-síðasta daginn fyrir Guadalajara fór ég svo með Ceciliu í vinnuna hennar, en hú kennir 7-12 ára krökkum í almenningsskóla ensku! aaaaalgjörar dúllur! Kom eins og aðstoðarkennari og fengu þau að spurja mig spjörunum úr (fékk spurningar eins og guad color? (þau þurftu að skrifa þær niður) en elstu krakkarnir vissu mun meira) og kenndi þeim aðeins um Ísland og gaf þeim svo nammi í lokin :) en auk þess báðu þau öll um msn-ið mitt og facebook hahah fannst það alveg best..

krakkarnir að stilla sér upp eftir frímínútur


- tók svo lokaprófið mitt í spænskunni þennan dag (og lærði helling!) og gekk bara vel - en ég á enn eftir að fá einkunn! svo var bara haldið heim að pakka til að LEGGJA AF STAÐ

btw besta rúta e v e r

frh mjööög fljótlega! (vonandi bara strax á mrg)
xxxxx