jess loksins annað blogg til að gleðja ykkur. Það er aldeilis hellingur búinn að gerast frá því síðast og ég bara veit varla hvar ég á að byrja, en ætlað stikla vel á stóru og sleppa alveg slatta hah :)
- Horfði á Ísland-Portúgal með popppoka og 2 kóklight inni í stofu; hlýtur að hafa verið skrýtið fyrir þau að heyra hrópin frá mér á íslensku hah...(M18 ætti að kannast við köllin í mér) En algjör bombumörk, hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sjá leikinn, tala nú ekki um að ná mynd af mér með CR eins og Darri!vááá
En hafði sett inn status hvort einhver gæti tekið mig með sér og fór ekki verr en svo að Obed lét foreldra sína vita og þau tóku mig með sér, en frönsk stelpa frá tepic er komin að búa með þeim og þau voru að fara hvort eð er. Var bara gaman að sjá einn hafnarboltaleik! En þetta var fyrsti leikur tímabilsins og því svaka ‘kynningaratriði’ og klúrir klappstýrudansar (lol) og hvað eina.
Skildi ekki nærrum því allar reglurnar en fannst gaman að sjá home run! Hahah dúndraði líka einni derhúfu aftur fyrir mig sem hitti einn kallinn í andlitið hehe (ekki jafn brutal og hljómar). Hittum Juliu, Jose Pablo, Deboruh og Elo á leiknum, en sá líka Flaviu! Svo var alltaf verið að sýna fólk á skjánum sem var gaman að sjá stundum. Eftir leikinn kom pabbi Obeds að sækja okkur og fórum við heim til þeirra að borða
- á fimmtudeginum eftir bauð ég slatta af fólki heim í mat, en Cecy keypti fullt af Taco-um og gosi oþh fyrir okkur og svona. Fannst líka fínt ef foreldrarnir vita með hverjum ég er alltaf, en þarna komu nokkrir frændur og frænka mín (sem eru á sama aldri og góðir vinir mínir), allir þeir skiptinemar sem komust og svo vinir mínir sem ég kynntist í gegnum Allen, en þau þekkja öll núna líka til skiptinemanna (sem að fara oftast saman út, erum svona 4-7 sem gerum oft eitthvað saman af þeim) og var bara mikið fjör.
- Guadalajara!
-----á laugardeginum var svo lagt af stað til Guadalajara. Keyrt var í ca 9 tíma en var mun fljótara að líða en ég hafði búist við! komið var við í oxxo-um á leiðinni og bara virt fyrir sér umhverfið! náttúrulega allt öðruvísi en á Íslandi, bara allt þakið gróðri og trjám og einhver ræktun líka. Keyrðum líka framhjá eldgömlu hrauni, gaman að sjá eitthvað sem maður kannaðist við. Oft voru líka stórar eðlur á götunni bara og einu sinni skutust kýr upp á götuna. Í gróðrinum í umhverfinu á leiðinni eru engar gönguleiðir eða neitt, bara hellingur af gróðri og villtu dýralífi! sem að mér fannst allavega merkilegt..Þegar við komum skruppum við í moll til að hitta Brian þar (eldri bróðurinn sem er að læra fjármál þar í háskóla) og fengum okkur að borða á góðum ítölskum. Við fórum síðan í nokkrar 'stórarogleiðinlegar'búðir til að finna hluti fyrir nýju íbúðina hans Brian, og í endann (einum og hálfum tíma fyrir tónleikana) fórum við að reyna að kaupa miða á Arcade Fire - en kom þá í ljós að það var uppselt. Við gáfumst þó ekkert upp, við Brian fórum bara á staðinn, en hann átti nú þegar 1 miða, þurftum við bara að finna annan - sem reyndist erfiðara en við héldum! allir fyrir utan voru líka að leita að miða. Við fundum þó á endanum kall sem vildi selja okkur á ásættanlegu verði, en þurftum að bruna útí búð til að skipta peningum þar sem að við vorum bæði bara með kort! tókum fyrsta leigubílinn sem við gátum og rétt náðum að koma til baka áður en hann seldi hann öðrum!
Þessir tónleikar voru síðan bara snilld! vorum á frábærum stað þar sem við sáum allt en samt nálægt og þetta var bara frábært! Eftir á fórum við svo á tvenna aðra 'tónleika', einhverjir frægir DJ-ar í risa stórum hvítum tjöldum sem var líka bara gaman :)
-----á sunnudeginum var svo túristast, og farið í 2 tourbus-a, en ég varð ástfangin af borginni. bara allt algjör snilld við hana! veðrið alveg eins og bestu sumardagar heima, stór og örugg og full af lífi! Endalausir staðir til að skoða og vera á og ég veit bara ekki hvað. 10 stór neðanjarðar moll og borgin hefur smá evrópskan brag yfir sér, en samt augljóslega mexikósk :) likin'itlovin't
-----mánudagurinn fór í að finna hluti fyrir íbúðina og svo um kvöldið var farið þangað og skrifað undir samninga og bara tekið á móti henni:)
-----á þriðjudeginum var svo farið að sækja Visað (aðaltilgangur ferðarinnar) og var ég sett í að bíða fyrir utan með öll verðmætin...sat ein inná einhverjum restaurant(mexikóskum'drasl'restaurant hah) með allar töskurnar í fanginu. spjallaði aðeins við einn þjóninn sem hélt nú að Ísland væri einhversstaðar í Bandaríikjunum...score(y). þetta tók allt styttri tíma en ég hélt, en við fórum eftir á að fá okkur að borða og svo var bara keyrt heim. | En það er alveg ljóst að ég ætla að fara þangað aftur, enda heeeeeeeeellingur eftir að skoða! langar þangað núúúúnaaa
- Við Johann ákváðum að kíkja aðeins á Starbucks eftir spænsku og hittum svo þar fyrir Gerardo og Malu sem var bara óvænt ánægja. kíktum með þeim niður að ánni (þar er almenningsgarður) og svo á Mcdonalds. Alltaf gaman þessir óvæntu dagar sem er nóg af hér..
-Einhversstaðara þarna eignaðist ég líka sætasta frænda í heimi! algjör dúlla og hlakka svooo til að fá að hitta hann í eigin persónu....bráðum...
-fannst frábært að hlusta á nokkra útvarpsþætti úr útvarpsviku NFMH hérna úti hah
-í gær(föstud) kíkti ég svo aðeins út með Stefi (frænku) og vinum hennar sem var bara mjög gaman! bónus að eiga svona góða fjölskyldu
- í dag var svo kíkt með fjölskyldunni hennar Violu í la primavera í hádegismat(en er mjög ánægð með að vera að fara þangað næst, þau eru mjög almennileg og hress, og ekki skemmir fyrir að hafa sundlaug og tennisvelli í hverfinu!), en vorum við að borða við hliðina á stöðuvatninu sem er þar (giskaði á ca 1/5 af Þingvallavatni) en fullt af góðum fiskréttum frá héraðinu og var svo kíkt aðeins út á bátinn á vatnið sem var bara gaman, fékk smá eins og ég væri heima uppí sumarbústað :) fyrir utan að Þingvallavatn er þúsundsinnum kaldara, en þó ekki grænt á litinn....um sex leytið skutlaði pabbi hennar okkur svo í hinn hluta hverfisins þar sem að vinir okkar skiptinemarnir og hinir venjulegu krakkarnir voru fyrir og var bara hresst þar! Fékk svo far hjá einum vini mínum heim, og stoppuðum við á svona típiskum mexíkóskum 'stað' til að borða á, bara úti einhverjir með eitthvað borð að selja mat, að þessu sinni elote sem var bara gott! keypti svo nokkrar megaódýrar myndir í góðum gæðum(þeir sýna manni hvernig myndirnar eru á diskunum áður en þú kaupir þá). Fannst btw gaman að keyra eina götu í kvöld, en allt í einu tók ég eftir fullt af köllum með hatta á vegkantinum og fullt af bílum - en tók ekki eftir því fyrr en að Alan (vinur minn sem var að keyra mig) sagði mér að þetta væru tónlistarmenn sem þú getur keypt fyrir partíið hahah, en þá tók ég fyrst eftir öllum hljóðfærunum og hvernig þeir voru klæddir! þarna voru þeir ca 3-4 í hóp, en aðrar götur eru með hópa í kringum 10-12 í hópum, en spila þeir allir Banda, mjög 'hressa' og háværa mexíkóska tónlist! bara fjör á þeim.
ætlað skella mér í sund með Violu á mrg og í leikhús um kvöldið...svo er bara Halloween á leiðinni og dagur hinna dauðu (sem verður bara skrýtnari og skrýtnari eftir því sem ég fæ að vita meira hahah)
sakna ykkar helling
xxxx
btw þykir það miður en eitthvað var tölvan í uppreisn og vildi bara ekki uploada neinum myndum. ætla að bæta þeim við sem allra fyrst!