bara lítið og þá kannski oftar ef þið eruð heppin
á föstudaginn var haldið uppá afmæli Austins (USA) og keypti kennarinn pizzu og komum við með drykki :) þar sem að ég, Johann og Austin vorum búin að ákveða að fara á Lucha Libre um kvöldið og Flavia og Julia út saman um kvöldið (og ætluðu að hafa sig til hjá Flaviu, en Flavia og Austin búa í miðbænum og þar var líka Lucha Libre) fórum við saman niður í bæ beint eftir og höfðum við Flavia, Julia og Johann smá 'picnic prígeim' í garðinum, og vorum heppin að hafa létta lúðrasveitartónleika fyrir undirleik. Við Johann hittum svo Austin á Lucha Libre sem var bara skemmtilegt! vorum hlæjandi allan tíman (eða allavega ég) því þetta er alveg frábært. svaaaka drama í byrjun þegar keppendurnir koma inn í salinn við þvílíkar undirtektir. Svo er þetta alveg happdrætti hverni leikritið gengur! Þetta er eiginlega skemmtilegra að horfa á en ég hélt því það er frekar fyndið að sjá þá leika þessa brandara! þeas þegar þeir stappa niður fætinum þegar þeir kýla eða klappa höndunum þegar þeir eru slegnir osfrv... var líka alveg frábært þegar einn var byrjaður að klifra upp á kanntinn á 'vellinum' og datt svo bara niður - ekki viljandi! en svo er þetta ekkert allt alveg leikið, allavega þurfa þeir að spinna helling og einn ef ekki fleiri fóru heim með sjúkrabíl seinna um kvöldið...keyptar voru grímur og myndir voru teknar, svo ég tala ekki um öll ljótu orðin sem við lærðum (djók, kunnum þau eiginlega fyrir annars hefðum við ekki legið jafn mikið í kasti yfir því sem var stundum kallað hehe) seinna um kvöldið héldum við svo bara í partí sem var skemmtilegt.
á laugardaginn vorum við líka búin að plana að hittast skiptinemarnir útaf afmælinu og að þessu sinni í la primavera (fína hverfið sem er temmilega langt í burtu) þar vorum við Julia, Flavia, Austin, Viola, Johann, Miguel og ég og skemmtum okkur vel. Borðuðum dýra fína eldbakaða pizzu og fínerí. Ég var svo búin að fá leyfi fyrir að fara með Violu aftur á ströndina daginn eftir og ætlaði þá að gista hjá henni um kvöldið (því þau leggja svo rosalega snemma á stað alltaf), en áður en við fórum þangað fórum við í fjölskylduafmæli hjá frænku minni sem var rosa fínt, og var borðað yfir sig eins og svo oft áður. (verð samt að segja að gulrótakakan heima er svo miklu betri :( og desertarnir eiginlega yfir höfuð hah)
á sunnudaginn fórum við svo á ströndina og byrjuðum á yoga með mömmunni hennar Violu en díses það er ekkert smá, enda ekkert smá fit kona haha aaallavega gáfumst við fljótlega upp þar sem við vorum ekki með mottur en héldum þá bara í sjóinn! var ennþá skemmtilegra núna þar sem við náðum að vera í öldunum helling á þessum brettum okkar og kunnum þetta betra. Duttum svo í stutt sólbað og sundlaug áður en haldið var heim á leið. Var svo bara heima hjá henni út daginn og fór svo bara heim :)
góð helgi!
btw myndir frá þessu á facebook og jájá skal næst velja betur úr...eða bara taka betri myndir haha
Monday, September 27, 2010
Monday, September 20, 2010
langt síðan síðast...
síðasta blogg var miðvd áttunda og núna er kominn tuttugasti...hellingur er búinn að gerast og ég vel bara úr hérna held ég, spurning hvort það verði eitthvað gefnar upp dagsetningar, en allavega myndir eru enn bara frá símanum mínum, er löt við að setja þær inn og svo hef ég líka verið löt við að stela af hinum til að setja í albúmið mitt en skal farað vera duglegri, mér finnst hvort eð er líka bara gaman að skoða þær :)
ætla að gera bara punkta með hinu og þessu sem ég er búin að vera að gera oþh en ætla ekki að segja neitt til um hversu langt né stutt þetta verður...
- prófaði í fyrsta sinn ferska kókoshnetu á veitingastað en hún var með mjög góðri súpu ofan í með fullt af sjávarfangi...fannst allt rosalega gott en ég bara gat ekki fengið mig til að borða kolkrabbann! Armarnir eru skornir í ca 2 cm bita og svo sér maður sogskálarnar utan á....öööahglkal eeekki girnó hahah, smakkaði samt einn þegar ég sá ekki sogskálarnar og hann var góður, en hitt er bara of mikið! kom mér á óvart hvað kókosinn er mjúkur ferskur (fer samt eftir hvernig þú kaupir, komst þannig séð að því seinna) og blautur og mismikið kókosbragð þannig séð en þetta var gott og nýtt :)
- fór á hljómsveitaræf með öllu rocksteady times liðinu sem var mjög gaman! vantaði bara einn og bara mikið fjör :) fékk nótur og býst við að æfa með þeim eitthvað í næstu viku þar sem ég var útúr bænum í þessari..
- kotasælan er temmilega hlaupkennd hérna. Allavega neyddi ég ofan í mig síðustu bitunum af brauðinu mínu um daginn og ætlaði þá að gera enn betur og fá mer kartöflubrauð eeen hún átti ekki arómat. svekk. (en ekki það mikil brauðmenning hérna að mér finnst)
- um kvöldið fórum við svo á huggulegan stað sem var samt úti að horfa á Rocksteady spila og var bara fjör þar! gisti þá með Violu (þýskur skiptinemi, húsið hennar og fjölskylda er mín næsta (við svissumst á fjölskyldum :))) þannig fórum heim snemma þar sem að við ætluðum á ströndina sneeemma daginn eftir!
- á ströndina með violu!
lögðum af stað um 7 leytið og keyrðum að strönd sem heitir Celestino, en þar þekkja þau kall sem á hús. stoppuðum ekki þannig séð í húsinu, geymdum bara bílinn fyrir utan og fengum að nota klósettaðstöðuna (kofi úti en venjl. klósett). það var ekki of mikil sól þegar við komum og leist okkur bara rosa vel á allt! Melissa (mamman) er mega fit og fór hún bara í power-yogað sitt. við Viola héldum hinsvegar lengra inn ströndina á bodysurf-brettin okkar! Höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera en svo kom Arturo (pabbinn) og sagði okkur að við áttum að fara undir stóru öldurnar en yfir hinar sem væru ekki búnar að brotna. Þannig allt í góðu, við tókum 2 eða 3 svona ferðir sem voru frekar spes hahah fannst þetta semi tilgangslaust þótt þetta var gaman en aaaallt of mikið salt alls staðaaaar.... aallavega, þá hittum við Arturo aftur og sagði hann okkur hvað við ættum að vera að gera! Gengur út á að reyna að 'ná' eða 'fanga' ölduna (nei á ekki að hljóma hallærislega haha) þannig maður er í rauninni fastur í öldunni þangað til hún kemur alveg upp að ströndinni, en maður byrjar langt frá henni. Núna varð þetta miklu skemmtilegra eftir að maður fattaði hvað maður var í raun að gera þarna úti. Sólin var líka farin að láta sjá sig meira og vorum við komin langt út á sjó, ég, Arturo, vinur hans og Viola. Viola missti samt af okkur og Arturo fór annað þannig ég var bara að tjilla með þessum vini hans sem var bara gaman! Hann var á alvöru bretti (að sjálfsögðu) og kemur þarna uppeftir á hótelið hverja einustu helgi frá laugard-sunnud. Alveg magnað því þetta er alveg frekar mikið erfitt sport! Ert að synda svo mikið allan tímann og að halda jafnvæginu og allt, er svo allt öðruvísi en snjóbretti en alveg frábært! Í lokin leyfði hann mér svo að prófa brettið sitt og náði ég góðri öldu og það var algjör snilld! Lá bara þarna á brettinu ótrúlega hissa yfir því hvað væri í gangi hahah! fór mega hratt og þetta var mega fjör. Eftir þá ferð fór ég að finna Violu (sem ég fann fljótlega syndandi um eftir að hafa misst brettið sitt hahah) og fórum við svo uppá hótelið þarna og tjilluðum í lauginni. Þar kynntumst við betur þessum vini mínum og öðrum vini hans sem ætla að kenna okkur að kyte surfaaaa! vá hvað þessar helgar verða æðislegar þegar við verðum komnar á skrið með þetta! leist bara virkilega vel á þetta. En hinn vinurinn hefur líka verið að endurvinna gamla kyte-a og búa til úr þeim sundbuxur. Nokkuð nettar bara!
- fyrir Bicentenariooo! s.s. á miðvikudaginn var annar þjóðhátíðardaganna, og er frí miðvd, fimmtd og föstd líka og er haldið uppá þetta eins og mexíkanar kunna best. Síðasta daginn fyrir fríið í skólanum (þriðjd) var svo svaka dagur í skólanum...en við skiptinemarnir höfðum verið beðnar um að koma með eitthvað útbúið frá löndunum okkar til að bjóða upp á, og ákváðum við Deborah að gista bara hjá henni þar sem við yrðum líklegast heillengi að gera þetta (einhver matur fyrir 150+ manns) og gerði hún Crepes og ég gerði kókoskúlur. fyrir þá sem ekki heyrðu fann svo belgíska (sem gisti líka með okkur og hjálpaði til) kókoskúluuppskriftina aftan á haframjölinu. score! hahah en það kannaðist enginn við það daginn eftir í skólanum. Þýska kom með einhverskonar karftöflur með einhverju mauki og var þetta allt bara mjög gott! laaaangt síðan ég hef borðað jafn ótrúlega mikið. Þessi dagur er semsagt þannig að krakkarnir sem eru á öðru ári í Prepatoria (næstsíðasta ári í high school) dressa sig upp og keppast við að vera með flottasta básinn, sem hver er með svakalega flottum og góðum mexíkóskum mat! ótrúlega margt í boði og mismunandi og getið þið alveg verið stolt af mér fyrir að hafa prófað sem flest þótt að kjöt væri fyrir. Ég er alltaf jafn hrifin af matnum hérna og fannst mér þetta bara algjör snilld! ekki skemmdi fyrir að geta svo fengið sér kókoskúlur eða crepes að vild þegar eitthvað var skrýtið á bragðið hahah. yfirhöfuð fannst fólki kókoskúlurnar bara góðar, en ég hefði kannski gert eitthvað aðeins flottara ef ég hefði vitað að þetta væri svona rosalegur dagur hahah. þessi nífalda uppskrift kláraðist allavega og var ég stolt af því! (enda nokkrir sem eeelskuðu þetta og borðuðu kannski 15 hver hahah)
- þegar C skutlaði mér til Deborah vorum við að keyra þegar hún heyrði einhvern kall vera að selja ferskar kókoshnetur! var þá þannig að kallinn keyrir bara um á pallbílnum sínum og kallar í kallkerfið, en þessar kókoshnetur voru rosalega góðar! maður sér hann skera þær uppi á pallinum, en fyrst fær maður kókoshnetuvatnið (sem ég get varla drukkið, á meðan þú ert að drekka finnurðu bara salt bragð en svo er eftirbragðið gott..mjög spes en gat ekki klárað þetta) og svo kókoshnetuna, þá er búið að skera sjálfan 'ávöxtinn' inní (þetta hvíta) í bita og sett ofan í aftur og svo sett chili og lime og sósur og tannstönglar og allt með því með :) rosa gott! een mín var kannski aðeins of mjúk fyrir minn smekk en samt sem áður mjög góð
- um kvöldið á Bicentenario-inu hélt forsetinn sína árlegu ræðu og söng með restinni af mexíkóunum ásamt því að kveikt var í skriiilljón flugeldum, rauðum, hvítum og grænum - mjög flott show (sem ég fylgdist aðeins með heima í sjónvarpinu) en franska gisti hjá mér um kvöldið og fórum við í stórt og flott partí sem var gaman :) | daginn eftir var haldið út um morguninn (um 9 leytið) til að sjá skrúðgönguna í bænum! hún var í 45 mínútur og gaman að fylgjast með! allt herliðið og lögguliðið og slökkviliðsliðið og rauði krossinn og skemmtivagnar með indíánum og ýmsu fleiru og svo fullt af skólaliði. Fannst líka rosa gaman hvað margir hópar voru með trommur og svo lúðra sem ganga bara í fimm- og þríundum, en engir takkar (kannski ekki einu sinni þríundir? náði ekki alveg að átta mig á þessu) og svo að sjálfsögðu allir að ganga í svaka takt og alles. í lokin komu svo fullt af hestafólki sem var flott.
- fannst gaman að því að foreldrarnir buðu henni (Deborah) svo með okkur til Mazatlan yfir helgina (sjálf hafði ég ekki spurt hvort ég mætti bjóða neinum þar sem að ég vissi að við værum að fara að vera á hóteli og að frænka mín, Stefí (19 ára) sem var nýkomin frá bandaríkjunum (í 1 ár) ætlaði með og var ég ekki búin að hitta hana áður og svoleiðis). Var rosalega gaman í Maza:
á föstudeginum komum við okkur fyrir á hótelinu, fórum út að borða, á ströndina og í sundlaugina og um kvöldið fórum við niður í miðbæinn, röltum um og settumst niður á sætu kaffihúsi á huggulegu torgi, röltum í gegnum götumarkaðs-básana þar og fórum svo á gamlan restaurant þar sem ég smakkaði einhvern drykk frá Sinaloa úr vanillu og eitthvað, var eins og gos nema skringilega gott og öðruvísi hah
á laugardaginn fórum við fyrst þrjár að hlaupa á ströndinni og svo var legið í sólbaði þangað til hinar gáfust upp (sjálf hefði ég getað legið þarna allan daginn, en ætli þetta var ekki ágætisskammtur því þrátt fyrir að hafa borið endalaust af sólvörn á mig þessa 2 tíma sem við vorum þarna endaði ég á því að lýta út eins og homeblest með jarðaberjabragði. mmm.) Keyptum líka af einum kalli sem var að selja plastglös með ferskum ávöxtum og alls konar en var búin að kreifa það alveg síðan ég sá það deginum áður! fékk mér blandað en kókoshnetan var svooooo góð! og mangóið líka :) en þar að auki var ananas, vatnsmelóna, gúrka og eitt enn sem ég var ekki of hrifin af...og svo chili, salt, lime og chamoy, viiiirkilega gooott!! Eftir fórum fundum við foreldrana og fórum að fá okkur að borða. fórum á góðan sjávarrétta stað þar sem ég fékk mér flottan rækjurétt sem var framreiddur í einhverri steinskál hah en var mjög góður. Eftir matinn fórum við svo niður í bæ í þannig séð sightseeing, skoðuðum Cathedral-ið sem var mjög flott; fengum okkur kúluís þar sem ýmsar nýjar bragðtegundir voru í boði, sjálf fékk ég mér plómu og oreo en fannst frekar ógirnilegt að fá mér t.d. ostaís...hver vill eiginlega ostaís?! fannst hann ekkert spes þegar ég fékk að smakka hjá hinum hahah bara alveg eins og hvað nafnið gefur til kynna...; kíktum í hálfgert kolaport þarna sem var fínt, en aðeins dýrara en maður getur fengið annarsstaðar í mexíkó þar sem að Mazatlan er túrista bær....og alltaf can i help you lady? please come in and take a look, með góðum hreim auðvitað.. um kvöldið kíktum við á vinkonur Stefi og svo á ítalskan restaurant
komum heim í dag (sunnudagur ennþá þótt að klukkan sé yfir miðnætti) en fórum á annað hótel að fá morgunmat þar sem ég fékk pönnukökur með súkkulaðikaramellusósu og sýrópi og papaya og banana smoothie sem var mjög gott! kaffið var líka fínt (en fólkið heima hjá sér fær sér yfirleitt bara duftið út í kaffið og hrærir með skeið...(mínir foreldrar reyndar ekki en þetta er mjög algengt að mér skilst)) þó ég fái mér aldrei á morgnana venjulega. Er annars ekki búin að gera neitt í dag annað en að sofa í bíl, borða, sofa og vera í tölvunni....er þ.a.l. orðin þreytt og dofin eftir þessa rólegu en mjög fínu helgi!
btw megið endilega líka vera dugleg að segja mér frá einhverju sniðugu hjá ykkur í msg á facebook! finnst alltaf jafn gaman að lesa það, og sakna ykkar elskunar minar
xxxxxxxxx
ætla að gera bara punkta með hinu og þessu sem ég er búin að vera að gera oþh en ætla ekki að segja neitt til um hversu langt né stutt þetta verður...
- prófaði í fyrsta sinn ferska kókoshnetu á veitingastað en hún var með mjög góðri súpu ofan í með fullt af sjávarfangi...fannst allt rosalega gott en ég bara gat ekki fengið mig til að borða kolkrabbann! Armarnir eru skornir í ca 2 cm bita og svo sér maður sogskálarnar utan á....öööahglkal eeekki girnó hahah, smakkaði samt einn þegar ég sá ekki sogskálarnar og hann var góður, en hitt er bara of mikið! kom mér á óvart hvað kókosinn er mjúkur ferskur (fer samt eftir hvernig þú kaupir, komst þannig séð að því seinna) og blautur og mismikið kókosbragð þannig séð en þetta var gott og nýtt :)
- fór á hljómsveitaræf með öllu rocksteady times liðinu sem var mjög gaman! vantaði bara einn og bara mikið fjör :) fékk nótur og býst við að æfa með þeim eitthvað í næstu viku þar sem ég var útúr bænum í þessari..
- kotasælan er temmilega hlaupkennd hérna. Allavega neyddi ég ofan í mig síðustu bitunum af brauðinu mínu um daginn og ætlaði þá að gera enn betur og fá mer kartöflubrauð eeen hún átti ekki arómat. svekk. (en ekki það mikil brauðmenning hérna að mér finnst)
- um kvöldið fórum við svo á huggulegan stað sem var samt úti að horfa á Rocksteady spila og var bara fjör þar! gisti þá með Violu (þýskur skiptinemi, húsið hennar og fjölskylda er mín næsta (við svissumst á fjölskyldum :))) þannig fórum heim snemma þar sem að við ætluðum á ströndina sneeemma daginn eftir!
- á ströndina með violu!
lögðum af stað um 7 leytið og keyrðum að strönd sem heitir Celestino, en þar þekkja þau kall sem á hús. stoppuðum ekki þannig séð í húsinu, geymdum bara bílinn fyrir utan og fengum að nota klósettaðstöðuna (kofi úti en venjl. klósett). það var ekki of mikil sól þegar við komum og leist okkur bara rosa vel á allt! Melissa (mamman) er mega fit og fór hún bara í power-yogað sitt. við Viola héldum hinsvegar lengra inn ströndina á bodysurf-brettin okkar! Höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera en svo kom Arturo (pabbinn) og sagði okkur að við áttum að fara undir stóru öldurnar en yfir hinar sem væru ekki búnar að brotna. Þannig allt í góðu, við tókum 2 eða 3 svona ferðir sem voru frekar spes hahah fannst þetta semi tilgangslaust þótt þetta var gaman en aaaallt of mikið salt alls staðaaaar.... aallavega, þá hittum við Arturo aftur og sagði hann okkur hvað við ættum að vera að gera! Gengur út á að reyna að 'ná' eða 'fanga' ölduna (nei á ekki að hljóma hallærislega haha) þannig maður er í rauninni fastur í öldunni þangað til hún kemur alveg upp að ströndinni, en maður byrjar langt frá henni. Núna varð þetta miklu skemmtilegra eftir að maður fattaði hvað maður var í raun að gera þarna úti. Sólin var líka farin að láta sjá sig meira og vorum við komin langt út á sjó, ég, Arturo, vinur hans og Viola. Viola missti samt af okkur og Arturo fór annað þannig ég var bara að tjilla með þessum vini hans sem var bara gaman! Hann var á alvöru bretti (að sjálfsögðu) og kemur þarna uppeftir á hótelið hverja einustu helgi frá laugard-sunnud. Alveg magnað því þetta er alveg frekar mikið erfitt sport! Ert að synda svo mikið allan tímann og að halda jafnvæginu og allt, er svo allt öðruvísi en snjóbretti en alveg frábært! Í lokin leyfði hann mér svo að prófa brettið sitt og náði ég góðri öldu og það var algjör snilld! Lá bara þarna á brettinu ótrúlega hissa yfir því hvað væri í gangi hahah! fór mega hratt og þetta var mega fjör. Eftir þá ferð fór ég að finna Violu (sem ég fann fljótlega syndandi um eftir að hafa misst brettið sitt hahah) og fórum við svo uppá hótelið þarna og tjilluðum í lauginni. Þar kynntumst við betur þessum vini mínum og öðrum vini hans sem ætla að kenna okkur að kyte surfaaaa! vá hvað þessar helgar verða æðislegar þegar við verðum komnar á skrið með þetta! leist bara virkilega vel á þetta. En hinn vinurinn hefur líka verið að endurvinna gamla kyte-a og búa til úr þeim sundbuxur. Nokkuð nettar bara!
- fyrir Bicentenariooo! s.s. á miðvikudaginn var annar þjóðhátíðardaganna, og er frí miðvd, fimmtd og föstd líka og er haldið uppá þetta eins og mexíkanar kunna best. Síðasta daginn fyrir fríið í skólanum (þriðjd) var svo svaka dagur í skólanum...en við skiptinemarnir höfðum verið beðnar um að koma með eitthvað útbúið frá löndunum okkar til að bjóða upp á, og ákváðum við Deborah að gista bara hjá henni þar sem við yrðum líklegast heillengi að gera þetta (einhver matur fyrir 150+ manns) og gerði hún Crepes og ég gerði kókoskúlur. fyrir þá sem ekki heyrðu fann svo belgíska (sem gisti líka með okkur og hjálpaði til) kókoskúluuppskriftina aftan á haframjölinu. score! hahah en það kannaðist enginn við það daginn eftir í skólanum. Þýska kom með einhverskonar karftöflur með einhverju mauki og var þetta allt bara mjög gott! laaaangt síðan ég hef borðað jafn ótrúlega mikið. Þessi dagur er semsagt þannig að krakkarnir sem eru á öðru ári í Prepatoria (næstsíðasta ári í high school) dressa sig upp og keppast við að vera með flottasta básinn, sem hver er með svakalega flottum og góðum mexíkóskum mat! ótrúlega margt í boði og mismunandi og getið þið alveg verið stolt af mér fyrir að hafa prófað sem flest þótt að kjöt væri fyrir. Ég er alltaf jafn hrifin af matnum hérna og fannst mér þetta bara algjör snilld! ekki skemmdi fyrir að geta svo fengið sér kókoskúlur eða crepes að vild þegar eitthvað var skrýtið á bragðið hahah. yfirhöfuð fannst fólki kókoskúlurnar bara góðar, en ég hefði kannski gert eitthvað aðeins flottara ef ég hefði vitað að þetta væri svona rosalegur dagur hahah. þessi nífalda uppskrift kláraðist allavega og var ég stolt af því! (enda nokkrir sem eeelskuðu þetta og borðuðu kannski 15 hver hahah)
- þegar C skutlaði mér til Deborah vorum við að keyra þegar hún heyrði einhvern kall vera að selja ferskar kókoshnetur! var þá þannig að kallinn keyrir bara um á pallbílnum sínum og kallar í kallkerfið, en þessar kókoshnetur voru rosalega góðar! maður sér hann skera þær uppi á pallinum, en fyrst fær maður kókoshnetuvatnið (sem ég get varla drukkið, á meðan þú ert að drekka finnurðu bara salt bragð en svo er eftirbragðið gott..mjög spes en gat ekki klárað þetta) og svo kókoshnetuna, þá er búið að skera sjálfan 'ávöxtinn' inní (þetta hvíta) í bita og sett ofan í aftur og svo sett chili og lime og sósur og tannstönglar og allt með því með :) rosa gott! een mín var kannski aðeins of mjúk fyrir minn smekk en samt sem áður mjög góð
- um kvöldið á Bicentenario-inu hélt forsetinn sína árlegu ræðu og söng með restinni af mexíkóunum ásamt því að kveikt var í skriiilljón flugeldum, rauðum, hvítum og grænum - mjög flott show (sem ég fylgdist aðeins með heima í sjónvarpinu) en franska gisti hjá mér um kvöldið og fórum við í stórt og flott partí sem var gaman :) | daginn eftir var haldið út um morguninn (um 9 leytið) til að sjá skrúðgönguna í bænum! hún var í 45 mínútur og gaman að fylgjast með! allt herliðið og lögguliðið og slökkviliðsliðið og rauði krossinn og skemmtivagnar með indíánum og ýmsu fleiru og svo fullt af skólaliði. Fannst líka rosa gaman hvað margir hópar voru með trommur og svo lúðra sem ganga bara í fimm- og þríundum, en engir takkar (kannski ekki einu sinni þríundir? náði ekki alveg að átta mig á þessu) og svo að sjálfsögðu allir að ganga í svaka takt og alles. í lokin komu svo fullt af hestafólki sem var flott.
- fannst gaman að því að foreldrarnir buðu henni (Deborah) svo með okkur til Mazatlan yfir helgina (sjálf hafði ég ekki spurt hvort ég mætti bjóða neinum þar sem að ég vissi að við værum að fara að vera á hóteli og að frænka mín, Stefí (19 ára) sem var nýkomin frá bandaríkjunum (í 1 ár) ætlaði með og var ég ekki búin að hitta hana áður og svoleiðis). Var rosalega gaman í Maza:
á föstudeginum komum við okkur fyrir á hótelinu, fórum út að borða, á ströndina og í sundlaugina og um kvöldið fórum við niður í miðbæinn, röltum um og settumst niður á sætu kaffihúsi á huggulegu torgi, röltum í gegnum götumarkaðs-básana þar og fórum svo á gamlan restaurant þar sem ég smakkaði einhvern drykk frá Sinaloa úr vanillu og eitthvað, var eins og gos nema skringilega gott og öðruvísi hah
á laugardaginn fórum við fyrst þrjár að hlaupa á ströndinni og svo var legið í sólbaði þangað til hinar gáfust upp (sjálf hefði ég getað legið þarna allan daginn, en ætli þetta var ekki ágætisskammtur því þrátt fyrir að hafa borið endalaust af sólvörn á mig þessa 2 tíma sem við vorum þarna endaði ég á því að lýta út eins og homeblest með jarðaberjabragði. mmm.) Keyptum líka af einum kalli sem var að selja plastglös með ferskum ávöxtum og alls konar en var búin að kreifa það alveg síðan ég sá það deginum áður! fékk mér blandað en kókoshnetan var svooooo góð! og mangóið líka :) en þar að auki var ananas, vatnsmelóna, gúrka og eitt enn sem ég var ekki of hrifin af...og svo chili, salt, lime og chamoy, viiiirkilega gooott!! Eftir fórum fundum við foreldrana og fórum að fá okkur að borða. fórum á góðan sjávarrétta stað þar sem ég fékk mér flottan rækjurétt sem var framreiddur í einhverri steinskál hah en var mjög góður. Eftir matinn fórum við svo niður í bæ í þannig séð sightseeing, skoðuðum Cathedral-ið sem var mjög flott; fengum okkur kúluís þar sem ýmsar nýjar bragðtegundir voru í boði, sjálf fékk ég mér plómu og oreo en fannst frekar ógirnilegt að fá mér t.d. ostaís...hver vill eiginlega ostaís?! fannst hann ekkert spes þegar ég fékk að smakka hjá hinum hahah bara alveg eins og hvað nafnið gefur til kynna...; kíktum í hálfgert kolaport þarna sem var fínt, en aðeins dýrara en maður getur fengið annarsstaðar í mexíkó þar sem að Mazatlan er túrista bær....og alltaf can i help you lady? please come in and take a look, með góðum hreim auðvitað.. um kvöldið kíktum við á vinkonur Stefi og svo á ítalskan restaurant
komum heim í dag (sunnudagur ennþá þótt að klukkan sé yfir miðnætti) en fórum á annað hótel að fá morgunmat þar sem ég fékk pönnukökur með súkkulaðikaramellusósu og sýrópi og papaya og banana smoothie sem var mjög gott! kaffið var líka fínt (en fólkið heima hjá sér fær sér yfirleitt bara duftið út í kaffið og hrærir með skeið...(mínir foreldrar reyndar ekki en þetta er mjög algengt að mér skilst)) þó ég fái mér aldrei á morgnana venjulega. Er annars ekki búin að gera neitt í dag annað en að sofa í bíl, borða, sofa og vera í tölvunni....er þ.a.l. orðin þreytt og dofin eftir þessa rólegu en mjög fínu helgi!
btw megið endilega líka vera dugleg að segja mér frá einhverju sniðugu hjá ykkur í msg á facebook! finnst alltaf jafn gaman að lesa það, og sakna ykkar elskunar minar
xxxxxxxxx
Wednesday, September 8, 2010
örstutttttt
fór í orientation camp um helgina með skiptinemnum, þaes skiptinemunum hér í Culiacán og frá Mazatlan, eeen þau komu hingað og bjó hjá mér eitt stykki, kanadabúi að nafni Jayden.
á föstudeginum komu þau og borðuðum við öll saman tacos(en ekki hvað, og já íslenska skilgreiningin á mexíkóskamatnum er nú bara röng, miðað við hvað ég hélt að allt hét áður en ég kom!) og svo seinna um kvöldið fór ég í kveðjupartíið til Obeds :( frekar leiðinlegt, eeen á að sjá hann aftur áður en ég fer til íslands! þannig það verður gaman að geta loksins talað við hann almennilega spænsku! hah
á laugardeginum var haldið í tourbus um borgina og í parkið (jardín botanico). sem er frekar fráleitt miðað við hvað það er varla neitt að sjá í þessum bæ haha, eeen samt bara svo gaman að lýta í kringum sig á framandi stað!. borðuðum saman um kvöldið og svona, en svo var eitthvað vesen og enduðum á því að ég og jayden fórum bara heim til violu (sem er btw næsta fjölskyldan mín! leist mega vel á þau og það er bara frábært:) ) en þar voru fyrir einn skiptinemi héðan úr C (þýskalandi) og þrjár aðrar frá M (ger, usa og fin) ég og jayden gistum þar án þess að vita af því fyrr en að einhver sagði okkur það. haha.. fórum í sundlaugina þar en komumst fljótlega að því að hún var lokuð og vorum reknar uppúr....spjölluðum svo bara helling og var fínt :)
sunnud: fórum í la primavera (arnarnes Culicán) þar sem við héldum okkur í sundlauginni, fengum að borða og var mjög gaman, svo fóru skiptinemarnir. um kvöldið fór ég bara eins og venjl á café marimba að sjá vini mína spila með fleiri vinum :) klikkar seint
í morgun (miðvd) fór ég svo á fyrsta rótari fundinn með klúbbnum mínum! ég og johann (góður vinur minn hér) erum saman þar og var fínt. þetta er konuklúbbur og alveg lúmskt skemmtilegt að vera með þeim í ömmu/frænku/konuhúmor :) þær voru rosa almennilegar og held ég að þetta verði bara fínt! fór svo eftir spænskutíma í campestre í tennis með johann og vinum hans (klikkar aldrei), ooog hoppaði af 3m bretti! fékk vaaandræðalega mikið adrenalín við það en ég var frekar mikið hrædd þegar ég var komin upp hahah...var grenjandi rigning og fórum í íþróttafötunum útí..(eftir útisturtu!). héldum svo út á þýskan restaurant sem var fjör :)
veit eiginlega ekki meira til að segja...þaaannig að spurningar eru bara vel þegnar :)
xxxxxxxxxxx
á föstudeginum komu þau og borðuðum við öll saman tacos(en ekki hvað, og já íslenska skilgreiningin á mexíkóskamatnum er nú bara röng, miðað við hvað ég hélt að allt hét áður en ég kom!) og svo seinna um kvöldið fór ég í kveðjupartíið til Obeds :( frekar leiðinlegt, eeen á að sjá hann aftur áður en ég fer til íslands! þannig það verður gaman að geta loksins talað við hann almennilega spænsku! hah
á laugardeginum var haldið í tourbus um borgina og í parkið (jardín botanico). sem er frekar fráleitt miðað við hvað það er varla neitt að sjá í þessum bæ haha, eeen samt bara svo gaman að lýta í kringum sig á framandi stað!. borðuðum saman um kvöldið og svona, en svo var eitthvað vesen og enduðum á því að ég og jayden fórum bara heim til violu (sem er btw næsta fjölskyldan mín! leist mega vel á þau og það er bara frábært:) ) en þar voru fyrir einn skiptinemi héðan úr C (þýskalandi) og þrjár aðrar frá M (ger, usa og fin) ég og jayden gistum þar án þess að vita af því fyrr en að einhver sagði okkur það. haha.. fórum í sundlaugina þar en komumst fljótlega að því að hún var lokuð og vorum reknar uppúr....spjölluðum svo bara helling og var fínt :)
sunnud: fórum í la primavera (arnarnes Culicán) þar sem við héldum okkur í sundlauginni, fengum að borða og var mjög gaman, svo fóru skiptinemarnir. um kvöldið fór ég bara eins og venjl á café marimba að sjá vini mína spila með fleiri vinum :) klikkar seint
í morgun (miðvd) fór ég svo á fyrsta rótari fundinn með klúbbnum mínum! ég og johann (góður vinur minn hér) erum saman þar og var fínt. þetta er konuklúbbur og alveg lúmskt skemmtilegt að vera með þeim í ömmu/frænku/konuhúmor :) þær voru rosa almennilegar og held ég að þetta verði bara fínt! fór svo eftir spænskutíma í campestre í tennis með johann og vinum hans (klikkar aldrei), ooog hoppaði af 3m bretti! fékk vaaandræðalega mikið adrenalín við það en ég var frekar mikið hrædd þegar ég var komin upp hahah...var grenjandi rigning og fórum í íþróttafötunum útí..(eftir útisturtu!). héldum svo út á þýskan restaurant sem var fjör :)
veit eiginlega ekki meira til að segja...þaaannig að spurningar eru bara vel þegnar :)
xxxxxxxxxxx
Thursday, September 2, 2010
mexíkóski mánuðurinn er mættur
September er mánuður sem inniheldur bæði daginn sem Mexíkanar fengu sjálfstæði, og daginn sem bylting var gerð gegn vondum einræðisherra...og því Mexíkanarnir óspart - en á þessu ári eru liðin 100 og 200 ár síðan þannig það er algjör bomba! strax er búið að setja upp fullt af skrauti í skólanum mínum og um borgina eitthvað. Verður svo fagnað um land allt með skrúðgöngum, flugeldum og nóg af fiestas! finnst reyndar frekar spes að hafa risastóra skrúðgöngu sem mér var sagt að væri bara frekar hættuleg: og það vegna þess að margir skutu upp í loftið og detta kúlurnar aftur niður og fjöldi fólks deyr...(veit ekki hversu margir eða neitt en leist nú ekki á það..)
vil bara segja samt að það er mun þægilegra að koma með þetta í stærri skömmtum...tímasetningin bara hittist svo oft þannig á..he he he
ætlað segja bara frá einhverjum hlutum hérna hinum megin, en það er ekkert hægt að setja allt hérna inn og alltaf geri ég eitthvað skemmtilegt á hverjum degi!
-á mánudaginn kynntist ég nýju fólki (já fyrir 2 vikum fyrirgefið), þeas fólk sem að æfir reglulega saman og spilar! var bara gaman að því og er ég oft farin að hitta þau núorðið, hvort sem það er að spila eða gera eitthvað allt annað. Eru þau nokkur með fastan tíma að spila á einu mjög huggulegu kaffihúsi í bænum og var gaman að kíkja á þau :). En um kvöldið var kveðjuboð fyrir Allen, en hann fór á miðvikudeginum. Öll fjölskyldan og nokkrir vinir mættu og var það bara gaman. Eftir að fjölskyldan fór voru nokkrir vinir eftir lengur og fannst þeim gaman að skoða íslandsbókina...fékk spurningar á borð við: eru villtir hestar á Íslandi? og þekkiru alla á landinu? hah. þeim fannst líka mjög fyndið að spurja hvort ég væri skyld hinum og þessum í bókinni, þaes eins og er þetta pabbi þinn? þetta frændi þinn? hver er þetta? hahahah en þeim fannst hins vegar frekar sjúkt að við værum eiginlega öll skyld eftir nokkrar kynslóðir...
Svo kynntist ég náttúrulega honum Paulo Alejandro nýja besta vininum mínum hérna úti, en bara ef hann væri aðeins stærri en 15cm að lengd, en ekki mundi heldur skemma fyrir ef hann gæti gert e-ð annað en að mjálma allan daginn
-daginn eftir, síðasta dag Allens, fórum við út að borða nokkrir vinir í hádeginu, en fórum svo fjölskyldan í sushi um kvöldið var með Allen nánast allan daginn sem ég var ánægð með. Ekki alveg nógu sátt með að hann fór!
-miðvikudagurinn var afmælisdagur hjá einni af okkur og var farið út um kvöldið allir skiptinemarnir:) sem var mjög gaman, því ekki oft sem við förum eitthvað alveg öll, hefur alltaf vantað alveg nokkra, en þarna vantaði bara þá japönsku að mig minnir.btw alltaf jafn mikið fjör að sitja aftur í pallbílunum hehe
fimmmtd: borðaði eitthvað skrýtið í skólanum (stykki sem leit út eins og lítið burrito en var þá bara gegnheilt og frá maís...samt alls ekki baunir, en svo var bráðnaður ostur yfir og baunadót við hliðiná...samt alveg fínt en spes), vesenaðist aðeins fyrir visað, æfði með vinum mínum, keypti mexnammi og fórum svo á kaffihúsið 'okkar' eftir á! fékk frían frappó :) (fáum oft fría drykki þar þar sem þau þekkja starfsmennina vel og yfirmanninn) fannst líka mjög gaman að gera fullt af plönum og svona. Er mjög ánægð með fólkið hérna, virkilega hresst og skemmtilegt, og þetta verður bara betra eftir að spænskan verður komin á hreint!
-á föstud fór ég ekki í skólann því við ætluðum að klára allt fyrir visað, en eg misskildi samt Cecy þannig ég vaknaði eldsnemma, en ég fór þá bara með henni í gymmið í staðinn. fórum í spinning tíma og svo pilates eftir á hahah jesús, formið mitt er bara næstum því vandræðalegt strax...Í spænskutímanum héldum við uppá afmælið hjá Flaviu (þótt það var á miðvd) og kom kennarinn með köku og við með rest :) það var bara gaman! um kvöldið var svo haldið í sundlaugarpartíið í la primavera (en það er svona arnarnes Culiacán) sem var bara fjör
-á laugardaginn ákvað ég að vakna til að sjá TH spila sem var ekki sniðugt. ömurlegi leikur haha. en já, svaf heillengi en fór svo með Obed og við æfðum með hinu fólkinu sem að spilar á kaffihúsinu(bassaleikari, slagverksleikari, hljómb.l, söngkona, basunul og sax+þverfl.l :))! bara gaman þar eins og venjulega! um kvöldið fór ég í afmæli hjá bekkjarsystur minni sem var bara fínt :)
-sunnudagur: dagurinn á ströndinni! var æææði
fór með 2 öðrum skiptinemavinkonum mínum herna (Deboruh og Juliu) og fjölskyldu annarrar (sem býr í primavera). Keyrðum í tæpan klukkutíma og var gaman að sjá umhverfið. Fengum líka bara snilldarveður! fórum í sundlaugina (sem var flott), sjórinn var volgur og ótrúlega gaman að fara langt fram í hann þar sem hann hélt áfram að vera svona 1.50 á hæð og alltaf meiri og meiri öldur! fengum fínasta mat svo hjá stórfjölskyldunni sem var mætt á svæðið, lærði enn eitt fjölskyldufjárhættuspilið og svo var spilað blak! þetta var algjör snilld bara! fékk líka loksins lit! og tókst að brenna aðeins þótt að ég bar á mig 30 vörn ca 10x yfir daginn! Pabbinn hennar Juliu líka algjör snillingur. veit ekki hvað ég hló mikið af honum hahahah
á mánudaginn og þriðjudaginn var ég með spilavinunum og fórum við að borða og tjilluðum hjá ánni og svona:) rosa fínt og gaman! hittum líka 1stk ameríkana (ég og Johann, þjóðverji) sem bauð okkur vinnu við að kenna tungumál...
á miðvikudaginn fór ég með Obed að taka upp hjá vini hans og var það í hverfi sem ég hafði ekki komið í fyrr, en það var í stéttinni fyrir neðan, og sá maður alveg muninn. Samt eru til mun fátækari hverfi hérna líka en ég hef bara keyrt framhjá þeim, ekki komið við þar! Var bara gaman (þó ekki var þetta mjög prófessíónalt haha) en svo eftir spænsku tíma kom vinur Johanns að sækja okkur og við fórum í Campestre, sem er sportsclub í bænum. Var svo gaman! Spiluðum tennis! og rétt skruppum í sund eftir.. en það er svo gaman í tennis! Bara svo mikið útlönd og góðar minningar tengdar alltaf! var mjög ánægð með það! heima bjó ég mér til boozt en með smá mexikosku ívafi, en varð ég að nota jógúrt í staðinn fyrir skyr. hins vegar bættist við ferskt papaya og Jamaica (sem er drykkur sem er gerður frá blómum, og finnst fólki hann misgóður. mér finnst sá sem er keyptur ógeð, en heimagerðir ferskir góðir:) ), + allt þetta venjulega að sjálfsögðu. Ceciliu fannst ekki mikið varið í þetta en Aaróni fannst þetta gott! hahah
það er æðislegt veður í dag. á morgun eiga svo skiptinemarnir frá Mazatlan að koma í heimsókn yfir helgina og er víst eitthvað plan fyrir hana, eigum að fara á ströndina og eitthvað. þau eru eitthvað í kringum 10 skilst mér og verður bara fínt að hitta þau (þó mig hefði frekar langað annað á mrg! :s)
hef samt fulla trú á að þessi helgi og næsta vika verði jafn góð!
ps finnst frekar spes hvað það hlytur að vera e-ð af skrytnum efnum í mjólkurvörunum hérna miðað við að þær geymast í frekar langan tíma....og það ekki í ísskáp. veit ekki alveg haha
ooog hinar og þessar myndir núna og bara litlar svo þær taki ekki billjonfalt pláss!
vil bara segja samt að það er mun þægilegra að koma með þetta í stærri skömmtum...tímasetningin bara hittist svo oft þannig á..he he he
ætlað segja bara frá einhverjum hlutum hérna hinum megin, en það er ekkert hægt að setja allt hérna inn og alltaf geri ég eitthvað skemmtilegt á hverjum degi!
-á mánudaginn kynntist ég nýju fólki (já fyrir 2 vikum fyrirgefið), þeas fólk sem að æfir reglulega saman og spilar! var bara gaman að því og er ég oft farin að hitta þau núorðið, hvort sem það er að spila eða gera eitthvað allt annað. Eru þau nokkur með fastan tíma að spila á einu mjög huggulegu kaffihúsi í bænum og var gaman að kíkja á þau :). En um kvöldið var kveðjuboð fyrir Allen, en hann fór á miðvikudeginum. Öll fjölskyldan og nokkrir vinir mættu og var það bara gaman. Eftir að fjölskyldan fór voru nokkrir vinir eftir lengur og fannst þeim gaman að skoða íslandsbókina...fékk spurningar á borð við: eru villtir hestar á Íslandi? og þekkiru alla á landinu? hah. þeim fannst líka mjög fyndið að spurja hvort ég væri skyld hinum og þessum í bókinni, þaes eins og er þetta pabbi þinn? þetta frændi þinn? hver er þetta? hahahah en þeim fannst hins vegar frekar sjúkt að við værum eiginlega öll skyld eftir nokkrar kynslóðir...
Svo kynntist ég náttúrulega honum Paulo Alejandro nýja besta vininum mínum hérna úti, en bara ef hann væri aðeins stærri en 15cm að lengd, en ekki mundi heldur skemma fyrir ef hann gæti gert e-ð annað en að mjálma allan daginn
-daginn eftir, síðasta dag Allens, fórum við út að borða nokkrir vinir í hádeginu, en fórum svo fjölskyldan í sushi um kvöldið var með Allen nánast allan daginn sem ég var ánægð með. Ekki alveg nógu sátt með að hann fór!
-miðvikudagurinn var afmælisdagur hjá einni af okkur og var farið út um kvöldið allir skiptinemarnir:) sem var mjög gaman, því ekki oft sem við förum eitthvað alveg öll, hefur alltaf vantað alveg nokkra, en þarna vantaði bara þá japönsku að mig minnir.btw alltaf jafn mikið fjör að sitja aftur í pallbílunum hehe
fimmmtd: borðaði eitthvað skrýtið í skólanum (stykki sem leit út eins og lítið burrito en var þá bara gegnheilt og frá maís...samt alls ekki baunir, en svo var bráðnaður ostur yfir og baunadót við hliðiná...samt alveg fínt en spes), vesenaðist aðeins fyrir visað, æfði með vinum mínum, keypti mexnammi og fórum svo á kaffihúsið 'okkar' eftir á! fékk frían frappó :) (fáum oft fría drykki þar þar sem þau þekkja starfsmennina vel og yfirmanninn) fannst líka mjög gaman að gera fullt af plönum og svona. Er mjög ánægð með fólkið hérna, virkilega hresst og skemmtilegt, og þetta verður bara betra eftir að spænskan verður komin á hreint!
-á föstud fór ég ekki í skólann því við ætluðum að klára allt fyrir visað, en eg misskildi samt Cecy þannig ég vaknaði eldsnemma, en ég fór þá bara með henni í gymmið í staðinn. fórum í spinning tíma og svo pilates eftir á hahah jesús, formið mitt er bara næstum því vandræðalegt strax...Í spænskutímanum héldum við uppá afmælið hjá Flaviu (þótt það var á miðvd) og kom kennarinn með köku og við með rest :) það var bara gaman! um kvöldið var svo haldið í sundlaugarpartíið í la primavera (en það er svona arnarnes Culiacán) sem var bara fjör
-á laugardaginn ákvað ég að vakna til að sjá TH spila sem var ekki sniðugt. ömurlegi leikur haha. en já, svaf heillengi en fór svo með Obed og við æfðum með hinu fólkinu sem að spilar á kaffihúsinu(bassaleikari, slagverksleikari, hljómb.l, söngkona, basunul og sax+þverfl.l :))! bara gaman þar eins og venjulega! um kvöldið fór ég í afmæli hjá bekkjarsystur minni sem var bara fínt :)
-sunnudagur: dagurinn á ströndinni! var æææði
fór með 2 öðrum skiptinemavinkonum mínum herna (Deboruh og Juliu) og fjölskyldu annarrar (sem býr í primavera). Keyrðum í tæpan klukkutíma og var gaman að sjá umhverfið. Fengum líka bara snilldarveður! fórum í sundlaugina (sem var flott), sjórinn var volgur og ótrúlega gaman að fara langt fram í hann þar sem hann hélt áfram að vera svona 1.50 á hæð og alltaf meiri og meiri öldur! fengum fínasta mat svo hjá stórfjölskyldunni sem var mætt á svæðið, lærði enn eitt fjölskyldufjárhættuspilið og svo var spilað blak! þetta var algjör snilld bara! fékk líka loksins lit! og tókst að brenna aðeins þótt að ég bar á mig 30 vörn ca 10x yfir daginn! Pabbinn hennar Juliu líka algjör snillingur. veit ekki hvað ég hló mikið af honum hahahah
á mánudaginn og þriðjudaginn var ég með spilavinunum og fórum við að borða og tjilluðum hjá ánni og svona:) rosa fínt og gaman! hittum líka 1stk ameríkana (ég og Johann, þjóðverji) sem bauð okkur vinnu við að kenna tungumál...
á miðvikudaginn fór ég með Obed að taka upp hjá vini hans og var það í hverfi sem ég hafði ekki komið í fyrr, en það var í stéttinni fyrir neðan, og sá maður alveg muninn. Samt eru til mun fátækari hverfi hérna líka en ég hef bara keyrt framhjá þeim, ekki komið við þar! Var bara gaman (þó ekki var þetta mjög prófessíónalt haha) en svo eftir spænsku tíma kom vinur Johanns að sækja okkur og við fórum í Campestre, sem er sportsclub í bænum. Var svo gaman! Spiluðum tennis! og rétt skruppum í sund eftir.. en það er svo gaman í tennis! Bara svo mikið útlönd og góðar minningar tengdar alltaf! var mjög ánægð með það! heima bjó ég mér til boozt en með smá mexikosku ívafi, en varð ég að nota jógúrt í staðinn fyrir skyr. hins vegar bættist við ferskt papaya og Jamaica (sem er drykkur sem er gerður frá blómum, og finnst fólki hann misgóður. mér finnst sá sem er keyptur ógeð, en heimagerðir ferskir góðir:) ), + allt þetta venjulega að sjálfsögðu. Ceciliu fannst ekki mikið varið í þetta en Aaróni fannst þetta gott! hahah
það er æðislegt veður í dag. á morgun eiga svo skiptinemarnir frá Mazatlan að koma í heimsókn yfir helgina og er víst eitthvað plan fyrir hana, eigum að fara á ströndina og eitthvað. þau eru eitthvað í kringum 10 skilst mér og verður bara fínt að hitta þau (þó mig hefði frekar langað annað á mrg! :s)
hef samt fulla trú á að þessi helgi og næsta vika verði jafn góð!
ps finnst frekar spes hvað það hlytur að vera e-ð af skrytnum efnum í mjólkurvörunum hérna miðað við að þær geymast í frekar langan tíma....og það ekki í ísskáp. veit ekki alveg haha
ooog hinar og þessar myndir núna og bara litlar svo þær taki ekki billjonfalt pláss!
í sundlaugarpartíinu
the dancing fountains! gaman að þessu og ekk skemmdi fyrir dýrindis tónlistin undir
þurrkað leche...við þrjú stútuðum stórum kassa á örfáum dögum..
í spænskutíma einhverntímann
já ég veit heldur ekki hvað ég er að gera
gellis í skolanum
xxxxxxxxx
Subscribe to:
Posts (Atom)