Wednesday, December 1, 2010

smá jólastúss :)

Er búin að skreyta inni hjá mér, vantar bara seríu og þá er allt orðið æðislegt :) annars var ég að byrja í boxi og er farin að æfa mig á hverjum degi fyrir þá sem það vilja vita ... 
Hafði mjög gaman að því að ná ykkur svona mikið á skype undanfarið og veit að það mun líklegast eitthvað fara aukandi í desember þar sem að ég er í frííííiiii ! Hér eru komin jólaljós útum allt og allt bara kósí. Jólatrén ekki alveg jafn 'fallega' skreytt samt en þau eru sæt. Annars bara stuttur bútur frá deginum í dag..


Ég var bara önnum kafin með móður minni hérna úti í dag. Bókstaflega. Byrjuðum á því að fara út og gera fullt að hlutum sem við þurftum að gera, þ.á.m. að kaupa jólatré ! Komum svo heim (við tvær bara) og byrjuðum á því að setja upp jólatréð, borða, fórum svo að skreyta það með jólatónlist undir og svona, allt voðalega kósý. Nema hvað, finnum við ekki dót til að byrja að skreyta húsið svona hér og þar - og þá fannst kransinn til að setja á útidyrahurðina! Þannig að ég fer og set hann þar sem hann á að vera, og við vorum eitthvað að sjá hvort hann væri nú ekki örugglega í miðjunni, þannig að hún Cecy skutlast út svona að eins lengra í burtu og ég loka hurðinni svo að við sjáum hann nú betur kransinn. Hún las svo (það sem stendur á honum) Welcome! og ég vá gracias! og tók í hurðahúninn. Þá var hurðin læst. Höfðum læst okkur úti! og vorum úti í 2 og hálfan tíma að bíða eftir Aaróni! hahah vorum þarna úti, fundum svo út að bíllinn væri opinn og sátum þar inni og spjölluðum og tókum til í hanskahólfinu osfrv...vorum ekki með síma, vorum með kannski 500kall í peningum, og auk þess var hún bara í inniskónum sínum þannig við vorum ekki að fara að fara neitt (það er veitingastaður fyrir utan privöduna okkar sem hefði kannski verið fínt að fara á - en við vorum búnar að borða..) svo vorum við búnar að dvelja í kannski 5 mínútur í húsi nágrannans þegar hann loksins kom! og þá vorum við eiginlega of þreyttar til að halda áfram í jólaskreytingunni þannig að við ákváðum að fresta þessu til morguns. high five!
verður allavega ekki alveg svona fallegt :)


xx


ps lýsi enn og aftur yfir endalausri hamingju og ánægju með pakkann sem ég fékk um daginn !
ást og friður

Tuesday, November 23, 2010

nóvember part 2


Guadalajara, Guadalajara...

Tienes el alma de provinciana
hueles a limpia rosa temprana,
a verde jara fresca del rio,
son mil palomas tu caserio,

Guadalajara, Guadalajara
hueles a pura tierra mojada.
 
Mér ber að taka fram að hér sleppi ég öllum atriðum sem skipta í raun engu máli (eins og að við fórum að fá okkur að borða í hádeginu osfrv osfrv) JBC
Byrjuðum ferðina í bestu rútu sem ég hef farið í ! vorum ekkert smá ánægð í þessum lúxus sofandi yfir nóttina. Komum um 8 leytið og það var ískalt úti! (saknaði Íslands þegar ég sá allt í einu rakann sem ég andaði frá mér...) Vinur Johanns kom að sækja okkur, en dagurinn var frekar rólegur (flestir höfðu skóla en við Johann vorum bara í rólegheitunum í húsinu hans Rodrigo) - en fórum samt í einn almenningsgarð sem er í raun hálfgerður skógur sem var bara gaman. Um kvöldið skutluðu þeir mér svo til Brians bróðurs.
Daginn eftir héldum við 'systkinin' í góða bæjarferð! Gengum allar fallegustu göturnar í bænum og skoðuðum helstu mannvirki oþh (þau sem við höfðum þá ekki séð í tourbus-unum tveimur frá síðustu ferð hah) og var bara æðislegt veður (eins og alltaf er þarna, eins og bestu sumardagarnir á Íslandi) og fínerí! Um kvöldið komu svo strákarnir (Johann(þýskaland) og vinir hans(mexikó)) að sækja mig (en ætlaði að dvelja þar þangað til að Brian væri alveg búinn í prófunum sínum) og héldum við út að leita að hjólaviðburði (fullt af fólki fer út að hjóla og götur lokaðar osfrv), en við ætlðuðum öll að leigja hjól. en allt kom fyrir ekki þegar við fundum aldrei hjólin! Komum okkur í staðinn fyrir á huggulegum veitingastað/bar þarna í nágreninu, svo var bara haldið heim í hús.
þetta er séð frá fallegri torgunum, en þarna er beinagrind í flottum búningi (í tilefni dag hinna dauðu)
*(myndirnar eru eitthvað aftur að stríða mér á tölvunni þannig ég get engu lofað um hvenær þær kom allar á facebook..)

Næsta dag var spiluð Lauma frameftir degi, en í aðeins 'meiri' útgáfu en allir í góðu skapi þannig það var bara gaman að þessu (pendejo á spænsku, 3 lime á borðinu(ef fjórir spila - einnig er tússpenni nálægur) en ef þú nærð ekki þá færðu bara staf - í andlitið)
um kvöldið var svo haldið eitthvert í bæinn að skoða og var bara gaman!

Þá var haldið daginn eftir í heimahús vina í svona rólegt tjill eitthvað sem var mjög gaman, sátum úti á verönd (ég lá samt mest allan timann í hengirúminu hehe) enda alltaf skemmtilegt að kynnast fleira fólki og svoleiðis. (ok er ekki alveg að standa mig í að sleppa atriðunum sem skipta engu en mér er svo sem sama)

á laugardaginn fór ég til Brians, en þeir hinir fóru að skoða smábæinn Tequila sem er rétt hjá. Við Brian héldum hins vegar í öðruvísi bæjarleiðangur, en við fórum að skoða fullt af götumörkuðum sem var mjög gaman! Hef nú yfirhöfuð alltaf haft gaman að þessu í útlöndum, en þar er alltaf einhver til að segja æ nú er komið nóg, förum eitthvert....eeen þarna vorum við bara að skoða lengi (og kaupa) aaalls konar dót! bara gaman að því. 
Myndirnar teknar í markaðnum sem er á fjórum hæðum, inni, en vinkona okkar hún Björk kom þar við á sínum tíma
Kíktum líka við í Zapopan (eitt af fjölmörgu suburb-unum frá Gdl) sem er rosa krúttlegur, fékk mér djúpsteiktan banana og eitthvað fleira skemmtilegt. Hittum líka á stóran danshóp sem var að sýna einhverja indíána dansa fyrir utan kirkjuna sem var flott. Þar sem að Of Montreal tónleikunum hafði verið aflýst um kvöldið, fundum við bara í staðinn aðra tónleika með mexíkóskum böndum sem var bara gaman! 
sést aðeins i danshópinn fyrir neðan..(zapopan)
Molotov (hálfgert rokkrapp, en einstaklega skemmtilegir textar hahah)
Þá var haldið til Chapalpa næsta dag! En það er stærsta stöðuvatn landsins. Og ótrúlega fallegur og huggulegur staður! Veðrið alveg eins og það gerist best, rólegur og vinalegur bær og ég veit ekki hvað og hvað. Röltum um bæinn og meðfram vatninu og kíktum á götumarkaðinn þar sem eitthvað var að sjálfsögðu keypt, þar á meðal Elote og mjög góðan ávaxtasafa í bamboo glasi! Á leiðinni heim stoppuðum við svo í Tlaquepaque (annað suburb frá Gdl) þar sem við gengum flottu göngugötuna og fórum á aðaltorgið og svona (frekar mikið fólk og eins og oft mikið af sölubásum og fólk að sýna eitthvað sniðugt)
sátt með bambúinn!
lýsir bara andrúmsloftinu í Chapalpa
krúttlegt mariachi band í Tlaquepaque (litlir strákar með :) )
Á mánudeginum héldum við til Tapalpa (fjallabær í svolítilli fjarlægð) með hinum strákunum og var það bara fjör! þegar við komum héldum við strax til að sjá risa steinana sem eru þarna af einhverjum ástæðum en þegar við sáum hestaleguna var ekki aftur snúið. Flott landslag og góðir hestar, en hattarnir gerðu gæðamuninn. Um kvöldið fórum við svo í sjálfan bæinn og settumst við niður á torginu þar sem að einhver samkoma/skemmtun var í bænum í tilefni af byltingunni (16.nóv held ég-fyrir hundrað árum) þar sem að flott tónlistaratriði komu fram. Fannst líka alveg gaman að því þegar strákarnir voru að skjálfa úr kulda að leita að heitu kakói að drekka þá kom ég bara við í ísbúðinni C

kunnum alveg að vera kúrekar ef út í það er farið haha
Á þriðjudaginn ákváðum við Brian svo að skella okkur í Selva Mágica (sem ég var búin að heyra að væri tívolíið í bænum) og í dýragarðinn. Þegar að við loksins komum þangað eftir klukkutíma umferð oþh vesen og vorum búin að kaupa frekar dýra dagpassa komumst við að því að þessi garður væri fyrir fólk í kringum..8 ár. haha röltum um garðinn prófandi hin og þessi tæki, hvort sem það var 'krúttlegur' rússíbani eða 5 metra fallturn.. (gátum ekki prófað öll þar sem að sum höfðu takmörk fyrir því hversu hár í loftinu þú máttir vera...) en við fundum að lokum 2 sem voru ágæt og hengum bara í þeim...(en þar sem við vorum á þriðjudegi í miðjum nóvember voru e n g a r raðir!
Báturinn góði!
útsýni yfir garðinn og Guadalajara
en það hefði verið góð ákvörðun að fara fyrr yfir í dýragarðinn, en hann var mjög flottur, hvít tígrisdýr klikka ekki. Mesta feilið var þó að ákveða að 'kíkja inn' í eitthvað safn í miðjum garðinum (vorum orðin tæp á tíma) en karlinn var bara svo ánægður að fá okkur að við ákváðum bara að slá til. Við héldum hins vegar að þetta væri bara svona eitthvað lítið til að ganga rétt í gegnum een svo var ekki. ætla bara að segja frá í punktum:
- hann kynnti fyrir okkur safnið (markmiðið að bera saman dýrin og manninn)
- horfðum á 5 min myndband.
- héldum niður til að bera saman mataræði okkar og górillunnar í garðinum.
- fórum í tæki til að sýna okkur hvað það yrði erfitt fyrir okkur að fljúga (þetta var alveg stórkostlega pínlegt að vera tvö í hóp þarna, sitjandi á einhverjum stólum með vængjum sem að maðurinn hækkaði svo upp í 3 metra hahahah)
- hann sagði okkur frá því hvað það getur verið erfitt fyrir dýrin að para sig þegar þau lifa langt í burtu frá hvort öðru og við tók eitthvert samstæðuspil (enn og aftur pínlegt að horfa á okkur ýta á einhverja takka á einhverju korti - áttum að ná öllum pörunum á 3 mínútum (sem liðu eins og 15...))
- þá vorum við nú alveg komin með nóg og ég reyndi bara eins lúmskt og kurteisilega og ég gat að segja að safaríið væri alveg að fara að loka og við yrðum að drífa okkur! (sem var satt, enda vorum við ekki hálfnuð á þessu safni!)
Héldum í Safari þar sem að voru fullt af flottum afrískum dýrum. Eignaðist vin sem var Gíraffi og vildi bara borða úr höndinni minni sem var mun áhugaverðara en það hljómar hahah (litlu börnin í sömu ferð næstum því farin að skæla hehe). Reyndum svo að sjá sem mest á þessum litla tíma sem við höfðum og héldum svo heim. Fórum í hús strákanna, en Brian þurfti að gera heimavinnu þannig að hann skildi mig eftir þar og svo ætluðum við bara að sjást á rútustöðinni um kvöldið. Við hin héldum hins vegar í afmæli á veitingastað sem var bara kósí og gaman og svo var bara haldið heim!n
dýravinurinn
í réttu ljósi
með flottustu dýrum í heeimi

dýr að kúka 
Ég er annars bara búin að ákveða að ég ætla að reyna að njóta þess bara sem best að fá að upplifa alvöru mexíkósk jól, þau íslensku taka bara á móti mér aftur á næsta ári (en samt ekki slæmt að fá þau íslensku beint í æð þegar ég vakna á aðfangadag! (DE: mun vakna extra snemma til að ná að syngja með þér í kvöld jólin eru að koma fyrir kl 6!)
btw keyptum ferskar, nýbakaðar, alvöru alvöru tortillur (hveiti) um daginn sem eru æææði! þær minntu mig samt fyrst á laufabrauð! :( mig langar í laufabrauðargerð :(

Er búin að vera á fullu að stússast seinustu daga til að gera pakkann sem ég mun senda heim tilbúinn en hann er alveg flottur..

Átti líka frábæra helgi (gisti hjá Violu(þýs) yfir hana alla) en fórum í skemmtileg partí (annars standa þau bara yfirleitt alltaf fyrir sér, og er að sjálfsögðu nóg af þeim hér) og byrjuðum að taka fyrstu skrefin í kite-surfi (sem var ekkert smá gaman!) og bónus að fá alla kettlingana um kvöldið! 

Svo var Paula að segja mér að við færum í jólafrí 3.desember ! það yrði alveg ææðislegt!

Þetta ætti nú alveg að duga bara fram að jólabloggi eða eitthvað álíka! heimta allavega smá frí frá bloggbeiðnum eftir þetta ótrúlega of langa bloggi sem ég gubbaði uppúr mér(hafið samt enn rétt á að heimta að fá myndirnar) en bara njótið!

PS takk enn og aftur fyrir æðislega pakkann minn! (þeim fannst þetta allt mjög gott!)

nóvember part 1

jess loksins annað blogg til að gleðja ykkur. Það er aldeilis hellingur búinn að gerast frá því síðast og ég bara veit varla hvar ég á að byrja, en ætlað stikla vel á stóru og sleppa alveg slatta hah :) 
lol jk
alveg er ég að vera góð að standa við orð mín núna...er að deyja úr þreytu og klukkan er orðin hálf 1 - vakna fyrir 6 á hverjum morgni fyrir skólann....(og jájájá skal bara drífa í part 2 eins fljótt og ég get..vonandi kemur það áður en næsta harry potter kemur allavega)
þetta er semsagt frá því áður en ég fór til Guadalajara! býst við að skrifa næsta blogg fyrir helgi :)
Ég mun hins vegar ekki geta annað en að sleppa slatta og skrifa þetta í punktaformi...vona að þetta verði ekki bara ein desmadre hérna en sjáum til (part 2 verður massífara held ég, en finnst ég alveg búin að skrifa nóg í dag(átti alveg eftir að skrifa um Gdl í dagbókina þannig ég átti mikið eftir...)

- Síðasta blogg kom um það leyti sem ég hafði verið í þægilegheitum í la primavera og hafði það rosa gott þar. Er annars fastagestur í húsi Violu - þau eru eiginlega eins og fjölskylda nr 2 fyrir mér heheheh LOL þau eru það bókstaflega. En ég er mjög ánægð með það, verður bara gaman og spennandi að skipta!

- Annars erum við Johann líka bara mjög góðir vinir! he's like the brother i never had.....(haha lol jk, sindri er og verður alltaf #1) stundum þá skreppum við bara niður í miðbæinn í rólegheitunum og gerum bara það sem okkur dettur í hug. Um daginn varð t.d. fyrir valinu að fara á hjólabát á ánni sem var mjög skemmtilegt !

- Í lok hvers mánaðar í skólanum mínum þurfa krakkarnir að taka kaflapróf og október var engin undantekning -  hins vegar lærði ég í fyrsta sinn undir 1 stk svoleiðis og gekk síðan bara vel í prófinu! (meina...á ekki einu sinni bókina, en verst að einkunnin er gefin líka með heimavinnu og hvað maður gerir í tímum osfrv..hehe)

- Einn daginn bauð Miguel (brasilía) okkur að koma með sér á Rotaract fund hjá sér (en það er rótarí klúbbur fyrir ca 18-30 ára fólk, oft fólk sem sjálft hefur farið sem skiptinemi á vegum rótarí og skipuleggja ýmis verkefni) sem var bara gaman :) minnir samt að það hafi bara verið við Miguel og svo þjóðverjarnir, en fékk t.a.m. að sjá húsið hans Miguels (sem var rosa fínt - en ég hefði samt ekki meikað að setja upp jólatré og skreyta það í miðjum október..) og var bara gaman á fundinum að kynnast þessu fólki og verkefnum þeirra

- Þá ætti ég líka að nefna rótarí-eventinn sem við vorum skyldug til að mæta á hahah (alveg getur hann Morales kallinn bullað) þetta var sem sagt samkoma fullt af klúbba sem voru að selja mat til styrktar klúbbanna, en þetta var svosem ágætt. Lentum í megabombuass viðtali í sjónvarpinu og svoleiðis sem var bara fínt !

matarsamkoman hah


allir sætir fyrir viðtalið


- Um skólanum var svo um daginn Ferias de Ciencias, sem var haldin í sama stíl og el bicentinario - en þemað alveg gjörólíkt! Þetta gekk út á það að krakkarnir héldu sinn bás með einhverju 'merkilegu' vísindalega séð! og komu þau alveg með undarlegustu hluti hahah Einhverjir voru til dæmis með eld sem  hækkaði og lækkaði með takti tónlistarinnar og vökva sem þú getur brotið og látið leka (við Paula(þýskaland) skemmtum okkur konunglega yfir honum...) og alls konar meira..(ættu að vera einhverjar myndir á face, og mun bæta við þær bráðlega)

- Þá var komið að Halloween þessa síðustu daga í október. Fór í fjölskylduafmæli um daginn sem klikkar sjaldan og endaði á því að sleppa sem Jasmín inná skemmtunina. Var bara eins og ball nema úti á muuun stærra svæði en get alveg sagt að þetta var með bestu kvöldunum! var bara í sjokki eftir kvöldið! svoo flottir búningar og góð tónlist og snilldar stemning, og þar að auki fyrsta skiptið sem ég fór út með bekknum! alveg frábært kvöld.

valdi mynd sem að sýndi góða búninga (samt bara random stranger)


- Daginn eftir hélt ég til los Alamos (þar býr Viola (þýskaland og átti held ég btw eftir að greina frá því að sögnin violar á spænsku þýðir að nauðga, enda fær hún alltaf skemmtileg viðbrögð hér þegar hún kynnir sig hahahah)) þar sem að Johann og Viola (þjóðverjar) biðu mín, en það var aldeilis halloween í hverfinu hennar! yfirdrifnar hússkreytingar og við bara röltum um í rólegheitunum (og tókum nammi þegar ekki sást til hinna hehehehe) Fékk líka massífa hugarfarsbreytingu eftir þennan sólarhring með þeim í garð ýmissa landa (fer þó ekkert frekar út í það) en daginn eftir ætluðum við Johann að fara með henni í skólann (í Tec de Monterrey sem er dýrasti og flottasti skólinn og með þeim bestu í landinu - og þar af leiðandi alls ekki líkur mínum) en skólinn hennar er allt öðruvísi! allt svo stórt og bara ópersónulegt en svo flott - ætla að biðja  og spurjast fyrir hvort ég geti ekki fengið að æfa fótbolta þar þegar ég skipti um fjölskyldu (þau búa hinum megin við götuna við skólann). Annars var mesti munurinn hvernig fólkið er. Ekkert þeirra (sem við þekktum ekki fyrir) heilsaði okkur...og það er tilbreyting frá þessum venjulegu mexíkönum (allavega eins og ég þekki þá). Það var líka áhugavert að vera með tvo þjóðverja við hliðina á sér þegar við sáum risastóra mynd af Hitler og á henni stóð EAT KEBAB. Það var sem sagt verið að auglýsa einhverja matarsamkomu..og voru alls konar  auglýsingar sem ég fór eiginlega bara að skammast mín fyrir þeirra hönd að hafa sett upp (en þau útskýrðu líka helling fyrir mér hvernig allt í kringum stríðið er fyrir þau osfrv). Ég kíkti líka í einn tíma hjá föður mínum hér sem kennir í háskólanum þarna, en við þekkjum líka slatta af háskólafólki þarna sem er miklu hressara heldur en fólkið í prepatoria! en bara gaman að sjá muninn.

- Día de muertos. Skrýtinn frídagur. Þau fræddu mig um það hvað leiðin eru eiginlega bara heimsótt 3 daga á ári: mæðra, feðra og el día de muertos. Og þá er engin smá umferð í garðinn! Ég dró þau með mér til að sýna mér og það var aldeilis mikið af fólki! Það var búið að loka götunni fyrir framan og höfðu komið sér fyrir fullt af sölumönnum með básana sína að selja dót til að fara með að leiðinu. Kirkjugarðurinn er allt öðruvísi heldur en á Íslandi, leiðin einhvern vegin svo mikið út um allt...og lítur ekki út fyrir að halda þessarri ró yfir sér einhvern veginn. En þó svo að margt fólkið hér heimsækir leiðin á þessum degi (og í skólunum eru útbúin svokölluð altör (altari) fyrir einhverja fræga sem hafa dáið (minn bekkur gerði fyrir John Lennon)) og því fylgi aaalls konar skreytingar í bænum og bakkelsi þá er fólkið í suðrinu víst ennþá ýktara með þetta, en þar baka þau kannski muffins í laginu eins og hauskúpur og setjast saman og borða þær yfir leiðinu, gefa svo hinum látna eitthvað sem honum á að finnast gott (t.d. pan de muertos) og spila kannski eitt lag eða tvö fyrir hann...


- Viola kom síðan í heimsókn í skólann minn og fékk að upplifa muninn! Skólinn minn er t.d. ekki með universidad (þar af leiðandi meira eins og grunnskóli) og miiiklu minni og bara yfirhöfuð öðruvísi! Henni  líkaði samt víst mjög vel við skólann okkar (enda fólkið þar allt öðruvísi, mun auðveldara að kynnast því oþh)

-síðasta daginn fyrir Guadalajara fór ég svo með Ceciliu í vinnuna hennar, en hú kennir 7-12 ára krökkum í almenningsskóla ensku! aaaaalgjörar dúllur! Kom eins og aðstoðarkennari og fengu þau að spurja mig spjörunum úr (fékk spurningar eins og guad color? (þau þurftu að skrifa þær niður) en elstu krakkarnir vissu mun meira) og kenndi þeim aðeins um Ísland og gaf þeim svo nammi í lokin :) en auk þess báðu þau öll um msn-ið mitt og facebook hahah fannst það alveg best..

krakkarnir að stilla sér upp eftir frímínútur


- tók svo lokaprófið mitt í spænskunni þennan dag (og lærði helling!) og gekk bara vel - en ég á enn eftir að fá einkunn! svo var bara haldið heim að pakka til að LEGGJA AF STAÐ

btw besta rúta e v e r

frh mjööög fljótlega! (vonandi bara strax á mrg)
xxxxx

Saturday, October 23, 2010

En Culiacán tenemos el único león vegetariano!

jess loksins annað blogg til að gleðja ykkur. Það er aldeilis hellingur búinn að gerast frá því síðast og ég bara veit varla hvar ég á að byrja, en ætlað stikla vel á stóru og sleppa alveg slatta hah :) 

- Horfði á Ísland-Portúgal með popppoka og 2 kóklight inni í stofu; hlýtur að hafa verið skrýtið fyrir þau að heyra hrópin frá mér á íslensku hah...(M18 ætti að kannast við köllin í mér) En algjör bombumörk, hefði ég gefið mikið fyrir að fá að sjá leikinn, tala nú ekki um að ná mynd af mér með CR eins og Darri!vááá 
En hafði sett inn status hvort einhver gæti tekið mig með sér og fór ekki verr en svo að Obed lét foreldra sína vita og þau tóku mig með sér, en frönsk stelpa frá tepic er komin að búa með þeim og þau voru að fara hvort eð er. Var bara gaman að sjá einn hafnarboltaleik! En þetta var fyrsti leikur tímabilsins og því svaka ‘kynningaratriði’ og klúrir klappstýrudansar (lol) og hvað eina.
Skildi ekki nærrum því allar reglurnar en fannst gaman að sjá home run! Hahah dúndraði líka einni derhúfu aftur fyrir mig sem hitti einn kallinn í andlitið hehe (ekki jafn brutal og hljómar). Hittum Juliu, Jose Pablo, Deboruh og Elo á leiknum, en sá líka Flaviu! Svo var alltaf verið að sýna fólk á skjánum sem var gaman að sjá stundum. Eftir leikinn kom pabbi Obeds að sækja okkur og fórum við heim til þeirra að borða



- á fimmtudeginum eftir bauð ég slatta af fólki heim í mat, en Cecy keypti fullt af Taco-um og gosi oþh fyrir okkur og svona. Fannst líka fínt ef foreldrarnir vita með hverjum ég er alltaf, en þarna komu nokkrir frændur og frænka mín (sem eru á sama aldri og góðir vinir mínir), allir þeir skiptinemar sem komust og svo vinir mínir sem ég kynntist í gegnum Allen, en þau þekkja öll núna líka til skiptinemanna (sem að fara oftast saman út, erum svona 4-7 sem gerum oft eitthvað saman af þeim) og var bara mikið fjör.

- Guadalajara!
-----á laugardeginum var svo lagt af stað til Guadalajara. Keyrt var í ca 9 tíma en var mun fljótara að líða en ég hafði búist við! komið var við í oxxo-um á leiðinni og bara virt fyrir sér umhverfið! náttúrulega allt öðruvísi en á Íslandi, bara allt þakið gróðri og trjám og einhver ræktun líka. Keyrðum líka framhjá eldgömlu hrauni, gaman að sjá eitthvað sem maður kannaðist við. Oft voru líka stórar eðlur á götunni bara og einu sinni skutust kýr upp á götuna. Í gróðrinum í umhverfinu á leiðinni eru engar gönguleiðir eða neitt, bara hellingur af gróðri og villtu dýralífi! sem að mér fannst allavega merkilegt..Þegar við komum skruppum við í moll til að hitta Brian þar (eldri bróðurinn sem er að læra fjármál þar í háskóla) og fengum okkur að borða á góðum ítölskum. Við fórum síðan í nokkrar 'stórarogleiðinlegar'búðir til að finna hluti fyrir nýju íbúðina hans Brian, og í endann (einum og hálfum tíma fyrir tónleikana) fórum við að reyna að kaupa miða á Arcade Fire - en kom þá í ljós að það var uppselt. Við gáfumst þó ekkert upp, við Brian fórum bara á staðinn, en hann átti nú þegar 1 miða, þurftum við bara að finna annan - sem reyndist erfiðara en við héldum! allir fyrir utan voru líka að leita að miða. Við fundum þó á endanum kall sem vildi selja okkur á ásættanlegu verði, en þurftum að bruna útí búð til að skipta peningum þar sem að við vorum bæði bara með kort! tókum fyrsta leigubílinn sem við gátum og rétt náðum að koma til baka áður en hann seldi hann öðrum!
Þessir tónleikar voru síðan bara snilld! vorum á frábærum stað þar sem við sáum allt en samt nálægt og þetta var bara frábært! Eftir á fórum við svo á tvenna aðra 'tónleika', einhverjir frægir DJ-ar í risa stórum hvítum tjöldum sem var líka bara gaman :)
-----á sunnudeginum var svo túristast, og farið í 2 tourbus-a, en ég varð ástfangin af borginni. bara allt algjör snilld við hana! veðrið alveg eins og bestu sumardagar heima, stór og örugg og full af lífi! Endalausir staðir til að skoða og vera á og ég veit bara ekki hvað. 10 stór neðanjarðar moll og borgin hefur smá evrópskan brag yfir sér, en samt augljóslega mexikósk :) likin'itlovin't
-----mánudagurinn fór í að finna hluti fyrir íbúðina og svo um kvöldið var farið þangað og skrifað undir samninga og bara tekið á móti henni:)
-----á þriðjudeginum var svo farið að sækja Visað (aðaltilgangur ferðarinnar) og var ég sett í að bíða fyrir utan með öll verðmætin...sat ein inná einhverjum restaurant(mexikóskum'drasl'restaurant hah) með allar töskurnar í fanginu. spjallaði aðeins við einn þjóninn sem hélt nú að Ísland væri einhversstaðar í Bandaríikjunum...score(y). þetta tók allt styttri tíma en ég hélt, en við fórum eftir á að fá okkur að borða og svo var bara keyrt heim. | En það er alveg ljóst að ég ætla að fara þangað aftur, enda heeeeeeeeellingur eftir að skoða! langar þangað núúúúnaaa


- Við Johann ákváðum að kíkja aðeins á Starbucks eftir spænsku og hittum svo þar fyrir Gerardo og Malu sem var bara óvænt ánægja. kíktum með þeim niður að ánni (þar er almenningsgarður) og svo á Mcdonalds. Alltaf gaman þessir óvæntu dagar sem er nóg af hér..

-Einhversstaðara þarna eignaðist ég líka sætasta frænda í heimi! algjör dúlla og hlakka svooo til að fá að hitta hann í eigin persónu....bráðum...

-fannst frábært að hlusta á nokkra útvarpsþætti úr útvarpsviku NFMH hérna úti hah 

-í gær(föstud) kíkti ég svo aðeins út með Stefi (frænku) og vinum hennar sem var bara mjög gaman! bónus að eiga svona góða fjölskyldu

- í dag var svo kíkt með fjölskyldunni hennar Violu í la primavera í hádegismat(en er mjög ánægð með að vera að fara þangað næst, þau eru mjög almennileg og hress, og ekki skemmir fyrir að hafa sundlaug og tennisvelli í hverfinu!), en vorum við að borða við hliðina á stöðuvatninu sem er þar (giskaði á ca 1/5 af Þingvallavatni) en fullt af góðum fiskréttum frá héraðinu og var svo kíkt aðeins út á bátinn á vatnið sem var bara gaman, fékk smá eins og ég væri heima uppí sumarbústað :) fyrir utan að Þingvallavatn er þúsundsinnum kaldara, en þó ekki grænt á litinn....um sex leytið skutlaði pabbi hennar okkur svo í hinn hluta hverfisins þar sem að vinir okkar skiptinemarnir og hinir venjulegu krakkarnir voru fyrir og var bara hresst þar! Fékk svo far hjá einum vini mínum heim, og stoppuðum við á svona típiskum mexíkóskum 'stað' til að borða á, bara úti einhverjir með eitthvað borð að selja mat, að þessu sinni elote sem var bara gott! keypti svo nokkrar megaódýrar myndir í góðum gæðum(þeir sýna manni hvernig myndirnar eru á diskunum áður en þú kaupir þá). Fannst btw gaman að keyra eina götu í kvöld, en allt í einu tók ég eftir fullt af köllum með hatta á vegkantinum og fullt af bílum - en tók ekki eftir því fyrr en að Alan (vinur minn sem var að keyra mig) sagði mér að þetta væru tónlistarmenn sem þú getur keypt fyrir partíið hahah, en þá tók ég fyrst eftir öllum hljóðfærunum og hvernig þeir voru klæddir! þarna voru þeir ca 3-4 í hóp, en aðrar götur eru með hópa í kringum 10-12 í hópum, en spila þeir allir Banda, mjög 'hressa' og háværa mexíkóska tónlist! bara fjör á þeim.

ætlað skella mér í sund með Violu á mrg og í leikhús um kvöldið...svo er bara Halloween á leiðinni og dagur hinna dauðu (sem verður bara skrýtnari og skrýtnari eftir því sem ég fæ að vita meira hahah)

sakna ykkar helling
xxxx


btw þykir það miður en eitthvað var tölvan í uppreisn og vildi bara ekki uploada neinum myndum. ætla að bæta þeim við sem allra fyrst!

Monday, October 11, 2010

eitthvað aðeins

er liðið frá því síðast, en ekki frá það miklu nýju að segja! hér er allt bara að ganga sinn vanagang. fer í skólann eldsnemma á morgnana, kem heim og borða með foreldrunum, tjilla aðeins og fer svo í spænsku. reyni svo að gera 'eitthvað' alla daga :) hvort sem það er tennis eða kaffihús eða bara hvað sem er. Þessi vika var nú eitthvað búin að vera spes (frá miðvikudeginum í þar seinustu viku og að næsta miðvd..) veit ekki en ég var bara að horfa helling á greys og á fundi með rótarí (ásamt hinum að sjálfsögðu) en C líka búin að vera með flensu og svona hitt og þetta að angra mig...

En á föstudaginn fór ég með skólanum í vatnsgarð! var alveg frábært :) alls ekkert huuges (en það er stór rétt hjá Mazatlan sem mig langar mega að fara í! yrði snilld!) Fóru flestir af betri vinum mínum frá skólanum og það var bara rosa góð stemning þegar komið var á staðinn. Sátum aftan á pallinum á bílnum sem var gaman eins og alltaf og það var æðislegt veður! svo er lika mega eðlilegt að sjá þessar risa eðlur (lol ekki risaeðlur samt) eða kameljón eða hvað sem þetta heitir bara á vappi um garðinn, svo ég tala nú ekki um slönguna sem einhverjir sáu! var bara að hlykkjast upp með hausinn svona 30cm frá jörðu (held þið ættuð að fatta hvert ég er að fara með þetta) en svo voru kennararnir allir í einu 'skýlinu' (bara staður með borðum og stólum með skjóli frá sólinni og svo var öldulaug og slatti af venjulegri laugum, og svo rennibrautir! vantaði samt bröttustustustu rennibrautirnar en það voru samt nokkrar sem maður fór mjög hratt í sem var mjög gaman. Um kvöldið fór ég svo aðeins út með vinum mínum.

í skýlinu, skólakrakkar

í bílnum á leiðinni
var að skemmta sér konunglega í fyrsta sinn aftur í hahahah

í vatnsgarðinum

greindi meistaralega blóðflokkinn minn um daginn, en þessu var víst hætt eitthvað á íslandi eftir að nemendur voru að komast að því að þeir væru ekki börn foreldra sinna....

öldulaugin

random umhverfismynd, ekkert mikið merkilegt svo sem, bara enhversstaðar á leiðinni

skiptinemar eftir spænskutíma

skiptinemar eftir spænskutíma


á laugardaginn svaf ég vandræðalega lengi, eða til hálf 4 (hafði vaknað eldsnemma um morguninn þar sem ég hélt að ég væri að fara að hjálpa rauða krossinum þann daginn en gat ekki reddað fari þannig fór bara aftur að sofa) nema hvað að kl 3 hafði fjölskylda violu(þýskaland) boðið mér út að borða með þeim! ég dreif mig bara eins og ég gat að hafa mig til en var ekki komin fyrr en 4 (var ekki mér að kenna!) en þá voru þau nýbúin að borða en þetta var allt í lagi svosem, ekkert allt of vandræðalegt. Amman og bróðir Melissu (mömmunnar) og fjölskyldan hans voru þarna líka og bara gaman að sjá fleiri. var svo bara með þeim restina af deginum, fórum í einhverja hálfgerða opnunarveislu hjá einhverjum flamenco skóla sem var ágætt, með pinnamat oþh og svo dönsuðu einhverjar konur nokkra dansa sem var bara flott :) kíktum eftir það á nýopnaðan restaurant til að óska eigandanum til hamingju en þau þekktu hann vel og höfðu verið að hjálpa heillengi til við að hanna og hjálpa til við staðinn.

á sunnudaginn fór ég svo um 9 leytið til vinkonu minnar og þaðan til rauða krossins, en allir eru að hjálpast að fyrir fólkið á austurströndinni, í Vera Cruz, útaf flóðunum. í skólanum mínum er verið að safna hreinlætisvörum og mat og svo voru allir beðnir um að fara að hjálpa rauða krosssinum þegar þeir gætu um helgina. Þar var ég aðallega að setja saman pappakassa (h5) en það var bara gaman þar sem við vorum mörg úr skólanum saman og svona..svo um 1 leytið (já var ekki það lengi) fór ég með bekkjarsystur minni heim til hennar, út að borða með fjölskyldunni hennar og svo í afmælisveislu hjá vinkonu hennar. Þar var sundlaug (því miður bara full af 5 ára krökkum) og fullt af fólki, mat og drykkjum og flott mexíkóskt band, spiluðu mexíkóska tónlist og af sjálfsögðu allt allt of hátt, en bandið allt mike-að og allt sett í botn....en gaman af þeim svosem

Á morgun fer ég líklegast a la primavera með slatta af fólki og svo á hafnaboltaleik um kvöldið, fimmtudaginn býð ég svo fullt af fólki heim í mat og svo vonandi fæ ég að fara til Guadalajara á föstudaginn yfir helgina hjá bróður mínum og á einhverja tónleika þar! er samt ekki að gera mér of háar vonir..

er btw byrjuð að læra í einhverjum fögum í skólanum og Suzy sýndi mér traust áðan með því að leyfa mér að klappa sér á höfðinu hahahah jee
xxxxxxx

Monday, September 27, 2010

helgin

bara lítið og þá kannski oftar ef þið eruð heppin

á föstudaginn var haldið uppá afmæli Austins (USA) og keypti kennarinn pizzu og komum við með drykki :) þar sem að ég, Johann og Austin vorum búin að ákveða að fara á Lucha Libre um kvöldið og Flavia og Julia út saman um kvöldið (og ætluðu að hafa sig til hjá Flaviu, en Flavia og Austin búa í miðbænum og þar var líka Lucha Libre) fórum við saman niður í bæ beint eftir og höfðum við Flavia, Julia og Johann smá  'picnic prígeim' í garðinum, og vorum heppin að hafa létta lúðrasveitartónleika fyrir undirleik. Við Johann hittum svo Austin á Lucha Libre sem var bara skemmtilegt! vorum hlæjandi allan tíman (eða allavega ég) því þetta er alveg frábært. svaaaka drama í byrjun þegar keppendurnir koma inn í salinn við þvílíkar undirtektir. Svo er þetta alveg happdrætti hverni leikritið gengur! Þetta er eiginlega skemmtilegra að horfa á en ég hélt því það er frekar fyndið að sjá þá leika þessa brandara! þeas þegar þeir stappa niður fætinum þegar þeir kýla eða klappa höndunum þegar þeir eru slegnir osfrv... var líka alveg frábært þegar einn var byrjaður að klifra upp á kanntinn á 'vellinum' og datt svo bara niður - ekki viljandi! en svo er þetta ekkert allt alveg leikið, allavega þurfa þeir að spinna helling og einn ef ekki fleiri fóru heim með sjúkrabíl seinna um kvöldið...keyptar voru grímur og myndir voru teknar, svo ég tala ekki um öll ljótu orðin sem við lærðum (djók, kunnum þau eiginlega fyrir annars hefðum við ekki legið jafn mikið í kasti yfir því sem var stundum kallað hehe) seinna um kvöldið héldum við svo bara í partí sem var skemmtilegt.

á laugardaginn vorum við líka búin að plana að hittast skiptinemarnir útaf afmælinu og að þessu sinni í la primavera (fína hverfið sem er temmilega langt í burtu) þar vorum við Julia, Flavia, Austin, Viola, Johann, Miguel og ég og skemmtum okkur vel. Borðuðum dýra fína eldbakaða pizzu og fínerí. Ég var svo búin að fá leyfi fyrir að fara með Violu aftur á ströndina daginn eftir og ætlaði þá að gista hjá henni um kvöldið (því þau leggja svo rosalega snemma á stað alltaf), en áður en við fórum þangað fórum við í fjölskylduafmæli hjá frænku minni sem var rosa fínt, og var borðað yfir sig eins og svo oft áður. (verð samt að segja að gulrótakakan heima er svo miklu betri :( og desertarnir eiginlega yfir höfuð hah)

á sunnudaginn fórum við svo á ströndina og byrjuðum á yoga með mömmunni hennar Violu en díses það er ekkert smá, enda ekkert smá fit kona haha aaallavega gáfumst við fljótlega upp þar sem við vorum ekki með mottur en héldum þá bara í sjóinn! var ennþá skemmtilegra núna þar sem við náðum að vera í öldunum helling á þessum brettum okkar og kunnum þetta betra. Duttum svo í stutt sólbað og sundlaug áður en haldið var heim á leið. Var svo bara heima hjá henni út daginn og fór svo bara heim :)

góð helgi!
btw myndir frá þessu á facebook og jájá skal næst velja betur úr...eða bara taka betri myndir haha

Monday, September 20, 2010

langt síðan síðast...

síðasta blogg var miðvd áttunda og núna er kominn tuttugasti...hellingur er búinn að gerast og ég vel bara úr hérna held ég, spurning hvort það verði eitthvað gefnar upp dagsetningar, en allavega myndir eru enn bara frá símanum mínum, er löt við að setja þær inn og svo hef ég líka verið löt við að stela af hinum til að setja í albúmið mitt en skal farað vera duglegri, mér finnst hvort eð er líka bara gaman að skoða þær :)
ætla að gera bara punkta með hinu og þessu sem ég er búin að vera að gera oþh en ætla ekki að segja neitt til um hversu langt né stutt þetta verður...

- prófaði í fyrsta sinn ferska kókoshnetu á veitingastað en hún var með mjög góðri súpu ofan í með fullt af sjávarfangi...fannst allt rosalega gott en ég bara gat ekki fengið mig til að borða kolkrabbann! Armarnir eru skornir í ca 2 cm bita og svo sér maður sogskálarnar utan á....öööahglkal eeekki girnó hahah, smakkaði samt einn þegar ég sá ekki sogskálarnar og hann var góður, en hitt er bara of mikið! kom mér á óvart hvað kókosinn er mjúkur ferskur (fer samt eftir hvernig þú kaupir, komst þannig séð að því seinna) og blautur og mismikið kókosbragð þannig séð en þetta var gott og nýtt :)

- fór á hljómsveitaræf með öllu rocksteady times liðinu sem var mjög gaman! vantaði bara einn og bara mikið fjör :) fékk nótur og býst við að æfa með þeim eitthvað í næstu viku þar sem ég var útúr bænum í þessari..

- kotasælan er temmilega hlaupkennd hérna. Allavega neyddi ég ofan í mig síðustu bitunum af brauðinu mínu um daginn og ætlaði þá að gera enn betur og fá mer kartöflubrauð eeen hún átti ekki arómat. svekk.  (en ekki það mikil brauðmenning hérna að mér finnst)

- um kvöldið fórum við svo á huggulegan stað sem var samt úti að horfa á Rocksteady spila og var bara fjör þar! gisti þá með Violu (þýskur skiptinemi, húsið hennar og fjölskylda er mín næsta (við svissumst á fjölskyldum :))) þannig fórum heim snemma þar sem að við ætluðum á ströndina sneeemma daginn eftir!

- á ströndina með violu!
         lögðum af stað um 7 leytið og keyrðum að strönd sem heitir Celestino, en þar þekkja þau kall sem á hús. stoppuðum ekki þannig séð í húsinu, geymdum bara bílinn fyrir utan og fengum að nota klósettaðstöðuna (kofi úti en venjl. klósett). það var ekki of mikil sól þegar við komum og leist okkur bara rosa vel á allt! Melissa (mamman) er mega fit og fór hún bara í power-yogað sitt. við Viola héldum hinsvegar lengra inn ströndina á bodysurf-brettin okkar! Höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera en svo kom Arturo (pabbinn) og sagði okkur að við áttum að fara undir stóru öldurnar en yfir hinar sem væru ekki búnar að brotna. Þannig allt í góðu, við tókum 2 eða 3 svona ferðir sem voru frekar spes hahah fannst þetta semi tilgangslaust þótt þetta var gaman en aaaallt of mikið salt alls staðaaaar.... aallavega, þá hittum við Arturo aftur og sagði hann okkur hvað við ættum að vera að gera! Gengur út á að reyna að 'ná' eða 'fanga' ölduna (nei á ekki að hljóma hallærislega haha) þannig maður er í rauninni fastur í öldunni þangað til hún kemur alveg upp að ströndinni, en maður byrjar langt frá henni. Núna varð þetta miklu skemmtilegra eftir að maður fattaði hvað maður var í raun að gera þarna úti. Sólin var líka farin að láta sjá sig meira og vorum við komin langt út á sjó, ég, Arturo, vinur hans og Viola. Viola missti samt af okkur og Arturo fór annað þannig ég var bara að tjilla með þessum vini hans sem var bara gaman! Hann var á alvöru bretti (að sjálfsögðu) og kemur þarna uppeftir á hótelið hverja einustu helgi frá laugard-sunnud. Alveg magnað því þetta er alveg frekar mikið erfitt sport! Ert að synda svo mikið allan tímann og að halda jafnvæginu og allt, er svo allt öðruvísi en snjóbretti en alveg frábært! Í lokin leyfði hann mér svo að prófa brettið sitt og náði ég góðri öldu og það var algjör snilld! Lá bara þarna á brettinu ótrúlega hissa yfir því hvað væri í gangi hahah! fór mega hratt og þetta var mega fjör. Eftir þá ferð fór ég að finna Violu (sem ég fann fljótlega syndandi um eftir að hafa misst brettið sitt hahah) og fórum við svo uppá hótelið þarna og tjilluðum í lauginni. Þar kynntumst við betur þessum vini mínum og öðrum vini hans sem ætla að kenna okkur að kyte surfaaaa! vá hvað þessar helgar verða æðislegar þegar við verðum komnar á skrið með þetta! leist bara virkilega vel á þetta. En hinn vinurinn hefur líka verið að endurvinna gamla kyte-a og búa til úr þeim sundbuxur. Nokkuð nettar bara!

- fyrir Bicentenariooo! s.s. á miðvikudaginn var annar þjóðhátíðardaganna, og er frí miðvd, fimmtd og föstd líka og er haldið uppá þetta eins og mexíkanar kunna best. Síðasta daginn fyrir fríið í skólanum (þriðjd) var svo svaka dagur í skólanum...en við skiptinemarnir höfðum verið beðnar um að koma með eitthvað útbúið frá löndunum okkar til að bjóða upp á, og ákváðum við Deborah að gista bara hjá henni þar sem við yrðum líklegast heillengi að gera þetta (einhver matur fyrir 150+ manns) og gerði hún Crepes og ég gerði kókoskúlur. fyrir þá sem ekki heyrðu fann svo belgíska (sem gisti líka með okkur og hjálpaði til) kókoskúluuppskriftina aftan á haframjölinu. score! hahah en það kannaðist enginn við það daginn eftir í skólanum. Þýska kom með einhverskonar karftöflur með einhverju mauki og var þetta allt bara mjög gott! laaaangt síðan ég hef borðað jafn ótrúlega mikið. Þessi dagur er semsagt þannig að krakkarnir sem eru á öðru ári í Prepatoria (næstsíðasta ári í high school) dressa sig upp og keppast við að vera með flottasta básinn, sem hver er með svakalega flottum og góðum mexíkóskum mat! ótrúlega margt í boði og mismunandi og getið þið alveg verið stolt af mér fyrir að hafa prófað sem flest þótt að kjöt væri fyrir. Ég er alltaf jafn hrifin af matnum hérna og fannst mér þetta bara algjör snilld! ekki skemmdi fyrir að geta svo fengið sér kókoskúlur eða crepes að vild þegar eitthvað var skrýtið á bragðið hahah. yfirhöfuð fannst fólki kókoskúlurnar bara góðar, en ég hefði kannski gert eitthvað aðeins flottara ef ég hefði vitað að þetta væri svona rosalegur dagur hahah. þessi nífalda uppskrift kláraðist allavega og var ég stolt af því! (enda nokkrir sem eeelskuðu þetta og borðuðu kannski 15 hver hahah)

- þegar C skutlaði mér til Deborah vorum við að keyra þegar hún heyrði einhvern kall vera að selja ferskar kókoshnetur! var þá þannig að kallinn keyrir bara um á pallbílnum sínum og kallar í kallkerfið, en þessar kókoshnetur voru rosalega góðar! maður sér hann skera þær uppi á pallinum, en fyrst fær maður kókoshnetuvatnið (sem ég get varla drukkið, á meðan þú ert að drekka finnurðu bara salt bragð en svo er eftirbragðið gott..mjög spes en gat ekki klárað þetta) og svo kókoshnetuna, þá er búið að skera sjálfan 'ávöxtinn' inní (þetta hvíta) í bita og sett ofan í aftur og svo sett chili og lime og sósur og tannstönglar og allt með því með :) rosa gott! een mín var kannski aðeins of mjúk fyrir minn smekk en samt sem áður mjög góð

- um kvöldið á Bicentenario-inu hélt forsetinn sína árlegu ræðu og söng með restinni af mexíkóunum ásamt því að kveikt var í skriiilljón flugeldum, rauðum, hvítum og grænum - mjög flott show (sem ég fylgdist aðeins með heima í sjónvarpinu) en franska gisti hjá mér um kvöldið og fórum við í stórt og flott partí sem var gaman :) | daginn eftir var haldið út um morguninn (um 9 leytið) til að sjá skrúðgönguna í bænum! hún var í 45 mínútur og gaman að fylgjast með! allt herliðið og lögguliðið og slökkviliðsliðið og rauði krossinn og skemmtivagnar með indíánum og ýmsu fleiru og svo fullt af skólaliði. Fannst líka rosa gaman hvað margir hópar voru með trommur og svo lúðra sem ganga bara í fimm- og þríundum, en engir takkar (kannski ekki einu sinni þríundir? náði ekki alveg að átta mig á þessu) og svo að sjálfsögðu allir að ganga í svaka takt og alles. í lokin komu svo fullt af hestafólki sem var flott.

- fannst gaman að því að foreldrarnir buðu henni (Deborah) svo með okkur til Mazatlan yfir helgina (sjálf hafði ég ekki spurt hvort ég mætti bjóða neinum þar sem að ég vissi að við værum að fara að vera á hóteli og að frænka mín, Stefí (19 ára) sem var nýkomin frá bandaríkjunum (í 1 ár) ætlaði með og var ég ekki búin að hitta hana áður og svoleiðis). Var rosalega gaman í Maza:
          á föstudeginum komum við okkur fyrir á hótelinu, fórum út að borða, á ströndina og í sundlaugina og um kvöldið fórum við niður í miðbæinn, röltum um og settumst niður á sætu kaffihúsi á huggulegu torgi, röltum í gegnum götumarkaðs-básana þar og fórum svo á gamlan restaurant þar sem ég smakkaði einhvern drykk frá Sinaloa úr vanillu og eitthvað, var eins og gos nema skringilega gott og öðruvísi hah
         á laugardaginn fórum við fyrst þrjár að hlaupa á ströndinni og svo var legið í sólbaði þangað til hinar gáfust upp (sjálf hefði ég getað legið þarna allan daginn, en ætli þetta var ekki ágætisskammtur því þrátt fyrir að hafa borið endalaust af sólvörn á mig þessa 2 tíma sem við vorum þarna endaði ég á því að lýta út eins og homeblest með jarðaberjabragði. mmm.) Keyptum líka af einum kalli sem var að selja plastglös með ferskum ávöxtum og alls konar en var búin að kreifa það alveg síðan ég sá það deginum áður! fékk mér blandað en kókoshnetan var svooooo góð! og mangóið líka :) en þar að auki var ananas, vatnsmelóna, gúrka og eitt enn sem ég var ekki of hrifin af...og svo chili, salt, lime og chamoy, viiiirkilega gooott!! Eftir fórum fundum við foreldrana og fórum að fá okkur að borða. fórum á góðan sjávarrétta stað þar sem ég fékk mér flottan rækjurétt sem var framreiddur í einhverri steinskál hah en var mjög góður. Eftir matinn fórum við svo niður í bæ í þannig séð sightseeing, skoðuðum Cathedral-ið sem var mjög flott; fengum okkur kúluís þar sem ýmsar nýjar bragðtegundir voru í boði, sjálf fékk ég mér plómu og oreo en fannst frekar ógirnilegt að fá mér t.d. ostaís...hver vill eiginlega ostaís?! fannst hann ekkert spes þegar ég fékk að smakka hjá hinum hahah bara alveg eins og hvað nafnið gefur til kynna...; kíktum í hálfgert kolaport þarna sem var fínt, en aðeins dýrara en maður getur fengið annarsstaðar í mexíkó þar sem að Mazatlan er túrista bær....og alltaf can i help you lady? please come in and take a look, með góðum hreim auðvitað.. um kvöldið kíktum við á vinkonur Stefi og svo á ítalskan restaurant
          komum heim í dag (sunnudagur ennþá þótt að klukkan sé yfir miðnætti) en fórum á annað hótel að fá morgunmat þar sem ég fékk pönnukökur með súkkulaðikaramellusósu og sýrópi og papaya og banana smoothie sem var mjög gott! kaffið var líka fínt (en fólkið heima hjá sér fær sér yfirleitt bara duftið út í kaffið og hrærir með skeið...(mínir foreldrar reyndar ekki en þetta er mjög algengt að mér skilst)) þó ég fái mér aldrei á morgnana venjulega. Er annars ekki búin að gera neitt í dag annað en að sofa í bíl, borða, sofa og vera í tölvunni....er þ.a.l. orðin þreytt og dofin eftir þessa rólegu en mjög fínu helgi!

btw megið endilega líka vera dugleg að segja mér frá einhverju sniðugu hjá ykkur í msg á facebook! finnst alltaf jafn gaman að lesa það, og sakna ykkar elskunar minar

xxxxxxxxx

Wednesday, September 8, 2010

örstutttttt

fór í orientation camp um helgina með skiptinemnum, þaes skiptinemunum hér í Culiacán og frá Mazatlan, eeen þau komu hingað og bjó hjá mér eitt stykki, kanadabúi að nafni Jayden.

á föstudeginum komu þau og borðuðum við öll saman tacos(en ekki hvað, og já íslenska skilgreiningin á mexíkóskamatnum er nú bara röng, miðað við hvað ég hélt að allt hét áður en ég kom!) og svo seinna um kvöldið fór ég í kveðjupartíið til Obeds :( frekar leiðinlegt, eeen á að sjá hann aftur áður en ég fer til íslands! þannig það verður gaman að geta loksins talað við hann almennilega spænsku! hah

á laugardeginum var haldið í tourbus um borgina og í parkið (jardín botanico). sem er frekar fráleitt miðað við hvað það er varla neitt að sjá í þessum bæ haha, eeen samt bara svo gaman að lýta í kringum sig á framandi stað!. borðuðum saman um kvöldið og svona, en svo var eitthvað vesen og enduðum á því að ég og jayden fórum bara heim til violu (sem er btw næsta fjölskyldan mín! leist mega vel á þau og það er bara frábært:) ) en þar voru fyrir einn skiptinemi héðan úr C (þýskalandi) og þrjár aðrar frá M (ger, usa og fin) ég og jayden gistum þar án þess að vita af því fyrr en að einhver sagði okkur það. haha.. fórum í sundlaugina þar en komumst fljótlega að því að hún var lokuð og vorum reknar uppúr....spjölluðum svo bara helling og var fínt :)

sunnud: fórum í la primavera (arnarnes Culicán) þar sem við héldum okkur í sundlauginni, fengum að borða og var mjög gaman, svo fóru skiptinemarnir. um kvöldið fór ég bara eins og venjl á café marimba að sjá vini mína spila með fleiri vinum :) klikkar seint

í morgun (miðvd) fór ég svo á fyrsta rótari fundinn með klúbbnum mínum! ég og johann (góður vinur minn hér) erum saman þar og var fínt. þetta er konuklúbbur og alveg lúmskt skemmtilegt að vera með þeim í ömmu/frænku/konuhúmor :) þær voru rosa almennilegar og held ég að þetta verði bara fínt! fór svo eftir spænskutíma í campestre í tennis með johann og vinum hans (klikkar aldrei), ooog hoppaði af 3m bretti! fékk vaaandræðalega mikið adrenalín við það en ég var frekar mikið hrædd þegar ég var komin upp hahah...var grenjandi rigning og fórum í íþróttafötunum útí..(eftir útisturtu!). héldum svo út á þýskan restaurant sem var fjör :)
veit eiginlega ekki meira til að segja...þaaannig að spurningar eru bara vel þegnar :)
xxxxxxxxxxx

Thursday, September 2, 2010

mexíkóski mánuðurinn er mættur

September er mánuður sem inniheldur bæði daginn sem Mexíkanar fengu sjálfstæði, og daginn sem bylting var gerð gegn vondum einræðisherra...og því Mexíkanarnir óspart - en á þessu ári eru liðin 100 og 200 ár síðan þannig það er algjör bomba! strax er búið að setja upp fullt af skrauti í skólanum mínum og um borgina eitthvað. Verður svo fagnað um land allt með skrúðgöngum, flugeldum og nóg af fiestas! finnst reyndar frekar spes að hafa risastóra skrúðgöngu sem mér var sagt að væri bara frekar hættuleg: og það vegna þess að margir skutu upp í loftið og detta kúlurnar aftur niður og fjöldi fólks deyr...(veit ekki hversu margir eða neitt en leist nú ekki á það..)

vil bara segja samt að það er mun þægilegra að koma með þetta í stærri skömmtum...tímasetningin bara hittist svo oft þannig á..he he he

ætlað segja bara frá einhverjum hlutum hérna hinum megin, en það er ekkert hægt að setja allt hérna inn og alltaf geri ég eitthvað skemmtilegt á hverjum degi!

-á mánudaginn kynntist ég nýju fólki (já fyrir 2 vikum fyrirgefið), þeas fólk sem að æfir reglulega saman og spilar! var bara gaman að því og er ég oft farin að hitta þau núorðið, hvort sem það er að spila eða gera eitthvað allt annað. Eru þau nokkur með fastan tíma að spila á einu mjög huggulegu kaffihúsi í bænum og var gaman að kíkja á þau :). En um kvöldið var kveðjuboð fyrir Allen, en hann fór á miðvikudeginum. Öll fjölskyldan og nokkrir vinir mættu og var það bara gaman. Eftir að fjölskyldan fór voru nokkrir vinir eftir lengur og fannst þeim gaman að skoða íslandsbókina...fékk spurningar á borð við: eru villtir hestar á Íslandi? og þekkiru alla á landinu? hah. þeim fannst líka mjög fyndið að spurja hvort ég væri skyld hinum og þessum í bókinni, þaes eins og er þetta pabbi þinn? þetta frændi þinn? hver er þetta? hahahah en þeim fannst hins vegar frekar sjúkt að við værum eiginlega öll skyld eftir nokkrar kynslóðir...
Svo kynntist ég náttúrulega honum Paulo Alejandro nýja besta vininum mínum hérna úti, en bara ef hann væri aðeins stærri en 15cm að lengd, en ekki mundi heldur skemma fyrir ef hann gæti gert e-ð annað en að mjálma allan daginn

-daginn eftir, síðasta dag Allens, fórum við út að borða nokkrir vinir í hádeginu, en fórum svo fjölskyldan í sushi um kvöldið var með Allen nánast allan daginn sem ég var ánægð með. Ekki alveg nógu sátt með að hann fór!

-miðvikudagurinn var afmælisdagur hjá einni af okkur og var farið út um kvöldið allir skiptinemarnir:) sem var mjög gaman, því ekki oft sem við förum eitthvað alveg öll, hefur alltaf vantað alveg nokkra, en þarna vantaði bara þá japönsku að mig minnir.btw alltaf jafn mikið fjör að sitja aftur í pallbílunum hehe

fimmmtd: borðaði eitthvað skrýtið í skólanum (stykki sem leit út eins og lítið burrito en var þá bara gegnheilt og frá maís...samt alls ekki baunir, en svo var bráðnaður ostur yfir og baunadót við hliðiná...samt alveg fínt en spes), vesenaðist aðeins fyrir visað, æfði með vinum mínum, keypti mexnammi og fórum svo á kaffihúsið 'okkar' eftir á! fékk frían frappó :) (fáum oft fría drykki þar þar sem þau þekkja starfsmennina vel og yfirmanninn) fannst líka mjög gaman að gera fullt af plönum og svona. Er mjög ánægð með fólkið hérna, virkilega hresst og skemmtilegt, og þetta verður bara betra eftir að spænskan verður komin á hreint!

-á föstud fór ég ekki í skólann því við ætluðum að klára allt fyrir visað, en eg misskildi samt Cecy þannig ég vaknaði eldsnemma, en ég fór þá bara með henni í gymmið í staðinn. fórum í spinning tíma og svo pilates eftir á hahah jesús, formið mitt er bara næstum því vandræðalegt strax...Í spænskutímanum héldum við uppá afmælið hjá Flaviu (þótt það var á miðvd) og kom kennarinn með köku og við með rest :) það var bara gaman! um kvöldið var svo haldið í sundlaugarpartíið í la primavera (en það er svona arnarnes Culiacán) sem var bara fjör

-á laugardaginn ákvað ég að vakna til að sjá TH spila sem var ekki sniðugt. ömurlegi leikur haha. en já, svaf heillengi en fór svo með Obed og við æfðum með hinu fólkinu sem að spilar á kaffihúsinu(bassaleikari, slagverksleikari, hljómb.l, söngkona, basunul og sax+þverfl.l :))! bara gaman þar eins og venjulega! um kvöldið fór ég í afmæli hjá bekkjarsystur minni sem var bara fínt :)

-sunnudagur: dagurinn á ströndinni! var æææði
fór með 2 öðrum skiptinemavinkonum mínum herna (Deboruh og Juliu) og fjölskyldu annarrar (sem býr í primavera). Keyrðum í tæpan klukkutíma og var gaman að sjá umhverfið. Fengum líka bara snilldarveður! fórum í sundlaugina (sem var flott), sjórinn var volgur og ótrúlega gaman að fara langt fram í hann þar sem hann hélt áfram að vera svona 1.50 á hæð og alltaf meiri og meiri öldur! fengum fínasta mat svo hjá stórfjölskyldunni sem var mætt á svæðið, lærði enn eitt fjölskyldufjárhættuspilið og svo var spilað blak! þetta var algjör snilld bara! fékk líka loksins lit! og tókst að brenna aðeins þótt að ég bar á mig 30 vörn ca 10x yfir daginn! Pabbinn hennar Juliu líka algjör snillingur. veit ekki hvað ég hló mikið af honum hahahah

á mánudaginn og þriðjudaginn var ég með spilavinunum og fórum við að borða og tjilluðum hjá ánni og svona:) rosa fínt og gaman! hittum líka 1stk ameríkana (ég og Johann, þjóðverji) sem bauð okkur vinnu við að kenna tungumál...
á miðvikudaginn fór ég með Obed að taka upp hjá vini hans og var það í hverfi sem ég hafði ekki komið í fyrr, en það var í stéttinni fyrir neðan, og sá maður alveg muninn. Samt eru til mun fátækari hverfi hérna líka en ég hef bara keyrt framhjá þeim, ekki komið við þar! Var bara gaman (þó ekki var þetta mjög prófessíónalt haha) en svo eftir spænsku tíma kom vinur Johanns að sækja okkur og við fórum í Campestre, sem er sportsclub í bænum. Var svo gaman! Spiluðum tennis! og rétt skruppum í sund eftir.. en það er svo gaman í tennis! Bara svo mikið útlönd og góðar minningar tengdar alltaf! var mjög ánægð með það! heima bjó ég mér til boozt en með smá mexikosku ívafi, en varð ég að nota jógúrt í staðinn fyrir skyr. hins vegar bættist við ferskt papaya og Jamaica (sem er drykkur sem er gerður frá blómum, og finnst fólki hann misgóður. mér finnst sá sem er keyptur ógeð, en heimagerðir ferskir góðir:) ), + allt þetta venjulega að sjálfsögðu. Ceciliu fannst ekki mikið varið í þetta en Aaróni fannst þetta gott! hahah
það er æðislegt veður í dag. á morgun eiga svo skiptinemarnir frá Mazatlan að koma í heimsókn yfir helgina og er víst eitthvað plan fyrir hana, eigum að fara á ströndina og eitthvað. þau eru eitthvað í kringum 10 skilst mér og verður bara fínt að hitta þau (þó mig hefði frekar langað annað á mrg! :s)
hef samt fulla trú á að þessi helgi og næsta vika verði jafn góð!

ps finnst frekar spes hvað það hlytur að vera e-ð af skrytnum efnum í mjólkurvörunum hérna miðað við að þær geymast í frekar langan tíma....og það ekki í ísskáp. veit ekki alveg haha

ooog hinar og þessar myndir núna og bara litlar svo þær taki ekki billjonfalt pláss!

í sundlaugarpartíinu
the dancing fountains! gaman að þessu og ekk skemmdi fyrir dýrindis tónlistin undir
þurrkað leche...við þrjú stútuðum stórum kassa á örfáum dögum..
í spænskutíma einhverntímann
já ég veit heldur ekki hvað ég er að gera 
gellis í skolanum

skemmtum okkkur í blaki þó að ekki væri það grand


xxxxxxxxx